Innlent

Grinda­vík á barmi gjald­þrots og læknar á leið í verk­fall

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Bylgjan hádegi

Í hádegisfréttum verður fjallað um málefni Grindavíkurbæjar en bæjarsjóðurinn er eins og gefur að skilja afar illa staddur þessi misserin.

Bæjarstjórn hefur nú sent frá sér ákall um að staðan verði löguð svo ekki komi til greiðsluþrots.

Þá fjöllum við um landskjörstjórn sem tók við framboðslistum í gær. Þrjú framboð fengu svo frest til að bæta úr ágöllum sem fundust á listunum.

Einnig segjum við frá yfirvofandi læknaverkfalli og heyrum í heilbrigðisráðherra um stöðuna.

Og í íþróttunum er fókusinn á Stjörnumönnum sem eru taplausir í körfuboltanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×