„Sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 31. október 2024 21:56 Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með annan sigur liðsins í röð. Vísir/Diego Njarðvík tók á móti Val í 5. umferð Bónus deild karla í IceMar-höllinni í kvöld. Bæði lið hafa verið á mikilli siglingu en það voru heimamenn í Njarðvík sem höfðu betur með sjö stigum í kvöld 101-94. „Fyrst þá er ég mjög ánægður með tvö stig og annan sigurinn í röð hérna án Dwayne Lautier og með virklega flottu framlagi frá strákunum sem að komu af bekknum. Við vorum að finna lausnir og sýna á löngum köflum virkilega mikil gæði á báðum endum vallarins. Það er það sem ég er ánægður með.“ Sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Ég viðurkenni líka að ég er alveg einstaklega pirraður yfir hvað við duttum á lágt plan hérna á kafla í seinni hálfleik. Heimskar ákvarðanir og við aftengjum okkur einhvernveginn. Það er eitthvað sem ég verð að vinna í.“ Njarðvíkingar voru eins og Rúnar Ingi kom inná án Dwayne Lautier-Ogunleye sem hefur verið einn besti leikmaður liðsins. Einhverjir höfðu áhyggjur af sóknarleik liðsins í upphafi tímabils og þá sérstaklega ef það myndi vanta sterkan póst eins og Dwayne Lautier. „Þetta snýst mikið um það sem við erum að gera hérna inni og hvernig við finnum okkar styrkleika. Ég er að garga á suma að standa bara á ákveðnum stöðum og grípa og skjóta, gera einföldu hlutina á meðan aðrir eru mikið með boltann í höndunum. Menn hafa sín hlutverk og eru bara góðir í þeim.“ Njarðvík skoraði 101 stig gegn Val í sigrinum í kvöld og má segja að þetta hafi að einhverju leyti verið „statement sigur“. „Við töluðum um það að vinna Íslandsmeistara Vals hérna á heimavelli og ná að stjórna tempóinu í leiknum án Dwayne, það væri statement og myndi þroska okkur að þurfa stíga upp og díla við öðruvísi leikmenn en við vorum að gera og betra lið eða betri einstaklings gæði heldur en við gerðum í Hattarleiknum í síðustu viku.“ „Mér finnst í raun stórskrítið að við höfum skorað 101 stig á þá því sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum og það verður örugglega langur video fundurinn í næstu viku þegar við förum yfir þennan leik.“ UMF Njarðvík Bónus-deild karla Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
„Fyrst þá er ég mjög ánægður með tvö stig og annan sigurinn í röð hérna án Dwayne Lautier og með virklega flottu framlagi frá strákunum sem að komu af bekknum. Við vorum að finna lausnir og sýna á löngum köflum virkilega mikil gæði á báðum endum vallarins. Það er það sem ég er ánægður með.“ Sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Ég viðurkenni líka að ég er alveg einstaklega pirraður yfir hvað við duttum á lágt plan hérna á kafla í seinni hálfleik. Heimskar ákvarðanir og við aftengjum okkur einhvernveginn. Það er eitthvað sem ég verð að vinna í.“ Njarðvíkingar voru eins og Rúnar Ingi kom inná án Dwayne Lautier-Ogunleye sem hefur verið einn besti leikmaður liðsins. Einhverjir höfðu áhyggjur af sóknarleik liðsins í upphafi tímabils og þá sérstaklega ef það myndi vanta sterkan póst eins og Dwayne Lautier. „Þetta snýst mikið um það sem við erum að gera hérna inni og hvernig við finnum okkar styrkleika. Ég er að garga á suma að standa bara á ákveðnum stöðum og grípa og skjóta, gera einföldu hlutina á meðan aðrir eru mikið með boltann í höndunum. Menn hafa sín hlutverk og eru bara góðir í þeim.“ Njarðvík skoraði 101 stig gegn Val í sigrinum í kvöld og má segja að þetta hafi að einhverju leyti verið „statement sigur“. „Við töluðum um það að vinna Íslandsmeistara Vals hérna á heimavelli og ná að stjórna tempóinu í leiknum án Dwayne, það væri statement og myndi þroska okkur að þurfa stíga upp og díla við öðruvísi leikmenn en við vorum að gera og betra lið eða betri einstaklings gæði heldur en við gerðum í Hattarleiknum í síðustu viku.“ „Mér finnst í raun stórskrítið að við höfum skorað 101 stig á þá því sóknarlega vorum við að taka alveg kexaðar ákvarðanir oft á tíðum og það verður örugglega langur video fundurinn í næstu viku þegar við förum yfir þennan leik.“
UMF Njarðvík Bónus-deild karla Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Fleiri fréttir Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik KR sótti Gigliotti Durant hatar nýja fyrirkomulagið í Stjörnuleiknum „Stundum svolítið ósanngjarnt að vera atvinnumaður í körfubolta“ Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum