Þetta er auðvitað þekkt stef hjá Icelandair og taktík sem virkað hefur til að gera út af við margan keppinautinn: Iceland Express og Wow. Nú er Play á aftökulistanum. Verðlagning Icelandair er samkeppnishæf meðan samkeppni nýtur við, og ekki stundinni lengur.
Um leið er snúið aftur í gamla einokunargírinn.
Play – eins og forverar félagsins – fær yfirleitt ekki jákvæða umfjöllun í miðlunum. Kannski skyldi engan undra enda hafa reyndir blaðamenn séð þetta stef áður. Þeir telja sig vita hvernig sagan endar.
Afkomufundur Play í síðustu viku var lifandi dæmi í beinni útsendingu. Forstjóri félagsins stóð í pontu og fjallaði opinskátt um rekstur og horfur. Svaraði öllum spurningum sem að honum var beint, og þvertók meðal annars fyrir að félagið stefndi í þrot. Fyrirsögnin í flestum miðlunum var þó af einfaldara tagi: „Afkoman vonbrigði“.
Play – eins og forverar félagsins – fær yfirleitt ekki jákvæða umfjöllun í miðlunum. Kannski skyldi engan undra enda hafa reyndir blaðamenn séð þetta stef áður.
Auðvitað ættu allir sem vettlingi geta valdið að gera sitt til að Play lifi af. Það er einfaldlega lífsspursmál fyrir eyjaskeggja að hér ríki raunveruleg samkeppni á flugmarkaði. Risastórt hagsmunamál fyrir venjulegar fjölskyldur.
Ráðgjafinn vill því beina þeim tilmælum til fólks að láta ekki úrtölur trufla sig, bóka fríið með Play – og nota bara kreditkortið með tilheyrandi tryggingum. Taka sér stöðu með samkeppninni.
Feitasta kosningamálið
Í árslok 2010 vöktu athygli fréttir á breska ríkismiðlinum BBC sem fullyrtu Íslendinga meðal feitustu þjóða í Evrópu. Fjórum árum síðar útnefndi OECD okkur sjöttu feitustu þjóð í Evrópu. Árið 2020 náðum við svo þeim vafasama árangri að vera krýnd feitasta þjóð í Evrópu.
Offita er útbreiddasta heilsufarsvandamál meðal iðnvæddra þjóða. Á fimmtán ára tímabili fór offita meðal fullorðinna Íslendinga úr 12% í 27%. Mikilvægt er að bregðast við þessari válegu þróun, en helstu ástæður hennar eru óheilbrigt mataræði, of stórir matarskammtar og mikil kyrrseta.
Drjúgur hluti útgjalda til heilbrigðiskerfisins hérlendis fer í að meðhöndla langvinna sjúkdóma sem eiga rætur að rekja til lifnaðarhátta. Ekki er langt síðan pólitísk umræða allt að því lagðist af vegna COVID kvefpestarinnar.
Árið 2017 stóð embætti landlæknis fyrir könnun á mataræði, hreyfingu og holdafari hérlendis í samstarfi við rannsakendur á Norðurlöndum. Í ljós kom að Íslendingar neyta meira af sykurríkum vörum og minna af grænmeti og ávöxtum en íbúar hinna Norðurlandanna.
Ískyggilegt er hvernig þróun lifnaðarhátta kemur niður á æsku þjóðarinnar. Sífellt vaxandi hópur barna glímir við offitu hérlendis og þeim börnum fer fjölgandi sem leita á Landspítala með alvarlega fylgikvilla offitu, svo sem fitulifur, kæfisvefn og undanfara sykursýki.
Drjúgur hluti útgjalda til heilbrigðiskerfisins hérlendis fer í að meðhöndla langvinna sjúkdóma sem eiga rætur að rekja til lifnaðarhátta. Ekki er langt síðan pólitísk umræða allt að því lagðist af vegna COVID kvefpestarinnar. Ráðgjafinn kallar nú eftir þeim stjórnmálaflokki sem tekur lýðheilsumálin upp á sína arma og ræðir umbúðalaust hinn hömlulausa offitufaraldur og óhjákvæmileg viðbrögð við honum. Þessi samfélagssjúkdómur ætti að vera stærsta kosningamálið framundan, en verður að líkindum ekki ræddur.
Meðvirknin á sér fá takmörk.
Ráðgjafinn er vikulegur pistill þar sem innanbúðarmaður tekur púlsinn á stöðunni innan stjórnmála og atvinnulífs.