„Hefði viljað fá að lemja Elvar aðeins meira“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 29. október 2024 22:28 Ísak Gústafsson sækir á vörn MT Melsungen. Elvar Örn Jónsson reynir að stöðva hann. Vísir/Anton Brink Ísak Gústafsson átti góðan leik fyrir Val er liðið tók á móti toppliði þýsku úrvalsdeildarinnar, MT Melsungen, í fjórðu umferð Evrópudeildar karla í handbolta í kvöld. „Mér fannst þessi leikur spilast bara vel að mörgu leyti, ég get ekki sagt neitt annað,“ sagði Ísak í leikslok. „Að standa í þeim svona lengi, á móti þessu liði, við getum ekki verið svekktir með það, en við erum samt svekktir að halda þessu ekki í leik lengur. Mér fannst við gefa eftir frekar en að þeir væru að bæta í. Þannig að ég er kannski bara svekktur með okkur að gefa eftir á þessum mikilvægasta kafla leiksins. En heilt yfir er ég nokkuð sáttur.“ Hann segir liðið hafa sýnt mikinn karakter að hafa gefið liði eins og Melsungen alvöru leik eftir að hafa lent sex mörkum undir í upphafi. „Við höfum sýnt það margoft í vetur að við höfum spilað skítamínútur í fyrri hálfleik, en einhvernveginn alltaf snúið því við og komið til baka. Við erum auðvitað stoltir af því að vera með svona mikla karaktera í liðinu, en við verðum samt að fara að byrja betur. Það bara segir sig sjálft.“ Sjálfur átti Ísak virkilega góða innkomu í leik kvöldsins og dró vagninn sóknarlega á þeim kafla sem Valsmenn voru að snúa leiknum sér í hag eftir að hafa lent 7-1 undir. „Við töluðum allir um það fyrir leikinn að við værum í raun pressulausir. Við setjum auðvitað alltaf pressu á okkur sjálfa, bara innan liðsins. En að koma inn á þessari stöðu þá held ég að það hafi ekki verið neitt annað í stöðunni en að reyna bara að skora. Það virkaði allavega í byrjun þannig það var bara flott.“ Þá segir hann virkilega skemmtilegt að fá tækifæri til að máta sig við stóru liðin, eins og Melsungen er sannarlega. „Það er bara geggjað. Við erum búnir að tala um það að við erum ógeðslega heppnir með riðil, en á sama tíma kannski líka óheppnir. Við erum í frábærum riðli. Við bara tökum því og það er bara geðveikt að fá að máta sig við þessa kalla. Eins og Elvar [Örn Jónson], það er ekkert smá gaman að fá að spila á móti honum Ég hefði viljað fá að lemja hann aðeins meira, en það gekk ekki í dag. Það verður bara að bíða betri tíma,“ sagði Ísak að lokum. Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira
„Mér fannst þessi leikur spilast bara vel að mörgu leyti, ég get ekki sagt neitt annað,“ sagði Ísak í leikslok. „Að standa í þeim svona lengi, á móti þessu liði, við getum ekki verið svekktir með það, en við erum samt svekktir að halda þessu ekki í leik lengur. Mér fannst við gefa eftir frekar en að þeir væru að bæta í. Þannig að ég er kannski bara svekktur með okkur að gefa eftir á þessum mikilvægasta kafla leiksins. En heilt yfir er ég nokkuð sáttur.“ Hann segir liðið hafa sýnt mikinn karakter að hafa gefið liði eins og Melsungen alvöru leik eftir að hafa lent sex mörkum undir í upphafi. „Við höfum sýnt það margoft í vetur að við höfum spilað skítamínútur í fyrri hálfleik, en einhvernveginn alltaf snúið því við og komið til baka. Við erum auðvitað stoltir af því að vera með svona mikla karaktera í liðinu, en við verðum samt að fara að byrja betur. Það bara segir sig sjálft.“ Sjálfur átti Ísak virkilega góða innkomu í leik kvöldsins og dró vagninn sóknarlega á þeim kafla sem Valsmenn voru að snúa leiknum sér í hag eftir að hafa lent 7-1 undir. „Við töluðum allir um það fyrir leikinn að við værum í raun pressulausir. Við setjum auðvitað alltaf pressu á okkur sjálfa, bara innan liðsins. En að koma inn á þessari stöðu þá held ég að það hafi ekki verið neitt annað í stöðunni en að reyna bara að skora. Það virkaði allavega í byrjun þannig það var bara flott.“ Þá segir hann virkilega skemmtilegt að fá tækifæri til að máta sig við stóru liðin, eins og Melsungen er sannarlega. „Það er bara geggjað. Við erum búnir að tala um það að við erum ógeðslega heppnir með riðil, en á sama tíma kannski líka óheppnir. Við erum í frábærum riðli. Við bara tökum því og það er bara geðveikt að fá að máta sig við þessa kalla. Eins og Elvar [Örn Jónson], það er ekkert smá gaman að fá að spila á móti honum Ég hefði viljað fá að lemja hann aðeins meira, en það gekk ekki í dag. Það verður bara að bíða betri tíma,“ sagði Ísak að lokum.
Evrópudeild karla í handbolta Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Enski boltinn Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Enski boltinn „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Handbolti Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Leik lokið: Valur - Slavía Prag 28-21 | Valskonur í frábærum málum Þorsteinn Leó og félagar upp í toppsætið Uppgjör: ÍR-ÍBV 34-30 | ÍR-stelpur ekki vandræðum með Eyjakonur í Skógarselinu Vígja Mörthu í goðsagnarhöllina „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals Sjá meira
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti
Uppgjörið: Haukar - Hazena Kynzvart 27-22 | Frækin framganga Hauka dugði því miður ekki til Handbolti