Fella nokkur rekstrarleyfi fyrir sjókvíaeldi úr gildi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 29. október 2024 18:47 Myndin er frá sjókví í Reyðarfirði fyrir austan. Vísir/Arnar Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt úr gildi hluta af rekstrarleyfi sem MAST gaf út í febrúar til Arctic Sea Farm fyrir sjókvíaeldi á þremur svæðum í Ísafjarðardjúpi, Arnarnesi, Kirkjusundi og Sandeyri. Leyfið í Arnarnesi og Kirkjusundi var afturkallað en stendur við Kirkjusund. Rekstrarleyfi til fiskeldis á öðrum þremur stöðum í Ísafjarðardjúpi, Óshlíð, Eyjahlíð og Drangsvík, sem gefið var út til Arnarlax í maí síðastliðnum, var einnig afturkallað. Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST. Arctic Sea Farm fékk leyfi þann 29. febrúar síðastliðinn fyrir 8000 tonna hámarkslífmassa af regnbogasilungi og laxi í Ísafjarðardjúpi í Arnarnesi, Kirkjusandi og Sandeyri, og þar af 5200 tonnum af frjóum laxi. Arnarlax fékk þann 21. maí síðastliðinn rekstrarleyfi fyrir 10,000 tonna hámarkslífmassa af ófrjóum laxi í Ísafjarðardjúpi á þremur svæðum, Óshlíð, Eyjahlíð og Drangsvík. Leyfið fyrir eldið við Sandeyri stendur óraskað en önnur voru felld úr gildi. Þá var endurnýjað rekstrarleyfi MAST fyrir 7800 tonna hámarkslífmassa af ófrjóum laxi í Patreks- og Tálknafirði ekki afturkallað, eins og gerð var krafa um. Neikvæð áhrif á siglingaöryggi og engin undanþága frá fjarlægðarviðmiðum Hvað varðar svæðið við Óshlíð taldi úrskurðarnefndin að ekki yrði litið hjá svo afdráttarlausri neikvæðri afstöðu til áhrifa á siglingaöryggi sem finna mætti í áhættumati fyrir svæðið, en skipaumferð þar væri umtalsverð. Ekki hafi verið skilyrði til að gefa út rekstrarleyfi sem heimili fiskeldi á svæðinu við Óshlíð. Í Ísafjarðardjúpi eru sérstakar aðstæður, þar sem fleiri starfandi rekstraraðilar eru þar samtímis en í öðrum fjörðum og hafsvæðum hér við land. Þrátt fyrir það segir að í áliti úrskurðarnefndarinnar yrði ekki ráðið af greinargerð MAST að nokkurt heildstætt vegið mat hefði farið fram á þeirri auknu áhættu af útbreiðslu dýrasjúkdóma og sníkjudýra sem leitt gæti af því að veita greinda undanþágu frá þeirri viðmiðun um 5 km fjarlægðar milli ótengra aðila. „Yrði af þeirri ástæðu og með vísan til þeirra ríku skyldna sem hvíla á Matvælastofnun við útgáfu leyfa til framkvæmdar sem sætt hafi mati á umhverfisáhrifum, að fella ákvarðanir úr gildi hvað varðar þau tvö eldissvæði í leyfi til Arctic Sea Farm, þ.e. Arnarnes og Kirkjusund og leyfi Arnarlax að öllu leyti,“ segir í tilkynningu MAST. Hefur ekki markverð áhrif á rekstur félagsins Í tilkynningu frá Arctic Fish segir að ákvörðunin hafi ekki markverð áhrif á rekstur og horfur félagsins, leyfilegur lífmassi verði áfram sá sami, eða 8000 tonn í Ísafjarðardjúpi. Notkun eldissvæðanna við Arnarnes og Kirkjusund hafi verið bundin ýmsum skilyrðum í leyfinu sem var fellt úr gildi, en MAST muni nú taka leyfið til umfjöllunar að nýju. Matvælastofnun muni nú rannsaka betur skilyrði fyrir útgáfu leyfanna við Arnarnes og Kirkjusund. Fiskeldi Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Tengdar fréttir Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. 22. apríl 2024 22:36 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Þetta kemur fram í tilkynningu frá MAST. Arctic Sea Farm fékk leyfi þann 29. febrúar síðastliðinn fyrir 8000 tonna hámarkslífmassa af regnbogasilungi og laxi í Ísafjarðardjúpi í Arnarnesi, Kirkjusandi og Sandeyri, og þar af 5200 tonnum af frjóum laxi. Arnarlax fékk þann 21. maí síðastliðinn rekstrarleyfi fyrir 10,000 tonna hámarkslífmassa af ófrjóum laxi í Ísafjarðardjúpi á þremur svæðum, Óshlíð, Eyjahlíð og Drangsvík. Leyfið fyrir eldið við Sandeyri stendur óraskað en önnur voru felld úr gildi. Þá var endurnýjað rekstrarleyfi MAST fyrir 7800 tonna hámarkslífmassa af ófrjóum laxi í Patreks- og Tálknafirði ekki afturkallað, eins og gerð var krafa um. Neikvæð áhrif á siglingaöryggi og engin undanþága frá fjarlægðarviðmiðum Hvað varðar svæðið við Óshlíð taldi úrskurðarnefndin að ekki yrði litið hjá svo afdráttarlausri neikvæðri afstöðu til áhrifa á siglingaöryggi sem finna mætti í áhættumati fyrir svæðið, en skipaumferð þar væri umtalsverð. Ekki hafi verið skilyrði til að gefa út rekstrarleyfi sem heimili fiskeldi á svæðinu við Óshlíð. Í Ísafjarðardjúpi eru sérstakar aðstæður, þar sem fleiri starfandi rekstraraðilar eru þar samtímis en í öðrum fjörðum og hafsvæðum hér við land. Þrátt fyrir það segir að í áliti úrskurðarnefndarinnar yrði ekki ráðið af greinargerð MAST að nokkurt heildstætt vegið mat hefði farið fram á þeirri auknu áhættu af útbreiðslu dýrasjúkdóma og sníkjudýra sem leitt gæti af því að veita greinda undanþágu frá þeirri viðmiðun um 5 km fjarlægðar milli ótengra aðila. „Yrði af þeirri ástæðu og með vísan til þeirra ríku skyldna sem hvíla á Matvælastofnun við útgáfu leyfa til framkvæmdar sem sætt hafi mati á umhverfisáhrifum, að fella ákvarðanir úr gildi hvað varðar þau tvö eldissvæði í leyfi til Arctic Sea Farm, þ.e. Arnarnes og Kirkjusund og leyfi Arnarlax að öllu leyti,“ segir í tilkynningu MAST. Hefur ekki markverð áhrif á rekstur félagsins Í tilkynningu frá Arctic Fish segir að ákvörðunin hafi ekki markverð áhrif á rekstur og horfur félagsins, leyfilegur lífmassi verði áfram sá sami, eða 8000 tonn í Ísafjarðardjúpi. Notkun eldissvæðanna við Arnarnes og Kirkjusund hafi verið bundin ýmsum skilyrðum í leyfinu sem var fellt úr gildi, en MAST muni nú taka leyfið til umfjöllunar að nýju. Matvælastofnun muni nú rannsaka betur skilyrði fyrir útgáfu leyfanna við Arnarnes og Kirkjusund.
Fiskeldi Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Stjórnsýsla Tengdar fréttir Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. 22. apríl 2024 22:36 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Berst gegn kvíaeldi á jörð sem hann telur sína Landeigandi á Sandeyri á Snæfjallaströnd í Ísafjarðardjúpi krefst þess að sýslumaðurinn á Vestfjörðum leggi lögbann við því að Arctic Sea Farm hf. hefji starfsemi sjókvíaeldis við strönd jarðar sinnar. Segir hann að leyfi sem þegar hafa verið veitt starfseminni séu ólögmæt og að hluti sjókvíanna séu beinlínis á netlög jarðareignar hans, en netlög kallast sá hluti jarða sem land eiga að sjó og ná út í sjóinn. 22. apríl 2024 22:36