Lífið

Teri Garr látin

Jón Ísak Ragnarsson skrifar
Teri Gerr vakti mikla athygli árið 1974 fyrir hlutverk sitt í Young Frankenstein.
Teri Gerr vakti mikla athygli árið 1974 fyrir hlutverk sitt í Young Frankenstein. Getty

Leik- og söngkonan Teri Garr er látin 79 ára að aldri. Hún greindist með MS sjúkdóminn árið 2002 og árið 2006 fékk hún blóðtappa. Teri var tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir hlutverk sitt í myndinni Tootsie. Þá lék hún einnig í Young Frankenstein og lék móður Phoebe í þáttaröðinni Friends.

Teri Gerr hóf ferilinn sem dansari, en hún fékk fyrst athygli sem leikkona í myndinni Young Frankenstein árið 1974 sem Inga aðstoðarkona doktorsins.

Í myndinni Close Encounters of the Third Kind, lék hún eiginkonu karakters Richard Dreyfuss, og í Tootsie fékk hún tilnefningu til Óskarsverðlauna fyrir aukahlutverk.

Gerr fæddist í Ohio en flutti til Los Angeles og sótti þar menntaskóla. Þá flutti hún til New York og lærði leiklist.

Leiða má líkur að því að margir Íslendingar þekki hana sem móður Phoebe í Friends. Gerr kom fyrst við sögu í þriðju seríu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×