Lífið

Töpuðu dóms­máli vegna húss sem reyndist fullt af myglu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þau hjónin þurftu að hreinsa nánast allt út úr eigninni.
Þau hjónin þurftu að hreinsa nánast allt út úr eigninni.

Þau Jóhanna Guðný Gylfadóttir og Þorgils Sigvaldason fjárfestu í einbýlishúsi í Kórahverfinu í Kópavoginum árið 2017. Eftir að hafa búið í húsinu í nokkur ár kom í ljós nánast altjón á eigninni sökum myglu.

Allir veggir, gluggar og þak var myglað og því var að hreinsa út mörg tonn af efni.

Allir gluggar láku og úr varð verkefni sem þau hjónin sáu aldrei fyrir en planið var að flytja inn og gera lítið fyrir eignina fyrstu árin.

Til að byrja með héldu þau að það þyrfti að skipta um alla glugga í húsinu og allt gólfefni. En þegar sú vinna fór af stað kom í ljós að raki væri í öllum veggjum í húsinu. Ástandið var það slæmt að þau hjónin þurftu að flytja út úr eigninni. Fjallað var um málið í síðasta þætti af Gulla Byggi á Stöð 2.

Þau Jóhanna og Þorgils þurftu að ráðast í margra milljóna framkvæmdir og gjörbreyta eigninni. Þau leituðu réttar síns en að lokum töpuðu dómsmáli við seljendur hússins en þau segja að það hafi í raun verið ónýtt fimmtán árum eftir byggingu. Hér að neðan má sjá sögu þeirra en þeir sem vilja sjá hvernig til tókst við breytinguna á húsinu geta horft á þáttinn í heild sinni í frelsiskerfi Stöðvar 2 eða á Stöð 2+.

Klippa: Keyptu það myglað hús að hreinsa þurfti allt út að skipta um þak





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.