Lögfestum leikskólastigið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar 29. október 2024 06:32 Það er löngu tímabært að tryggja öllum börnum leikskóladvöl með því að lögfesta leikskólastigið. Sú breyting er lykilatriði í því að brúa bilið sem enn er á milli fæðingarorlofs og leikskóla og veldur fjölmörgum fjölskyldum miklum vandræðum. Í velferðarsamfélagi sem byggir á jöfnuði og jafnrétti er ótækt að fjölskyldur búi við kvíða og afkomuótta í kjölfar barneigna. Það er því réttlát krafa að brúa bilið – með hagsmuni barna og kvenfrelsi að leiðarljósi. Afstaða VG er skýr og birtist meðal annars í stuðningsaðgerðum stjórnvalda við gerð kjarasamninga í vetur sem leið. Þar var sammælst um að ríki, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins myndu taka höndum saman og vinna með markvissum hætti að því að brúa umönnunarbilið með því að tryggja öllum börnum leikskólapláss frá lokum fæðingarorlofs. Leiðréttum misjafnt aðgengi að leikskólum Menntakerfið er mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins og leikskólinn er skilgreindur sem fyrsta skólastigið. Öll börn eiga að hafa aðgang að leikskóla eftir að fæðingarorlofi lýkur. Gögn sýna hins vegar að börn innflytjenda fara síður í leikskóla og Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) mælti sérstaklega gegn heimgreiðslum í nýrri skýrslu fyrir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið þar sem þær gangi gegn hagsmunum innflytjendakvenna. Skýr birtingarmynd launamisréttis Góðar starfsaðstæður leikskólakennara og starfsfólks leikskóla er grundvallaratriði og ófrávíkjanleg krafa. Mikill meirihluti starfsfólks leikskóla eru konur á allt of lágum launum sem er sennilega ein skýrasta birtingarmynd launamisréttis og vanmats á virði kvennastarfa. Þetta verður að leiðrétta. Umönnunarbilið kemur líka verr niður á mæðrum en feðrum þegar litið er til tekna, tækifæra á vinnumarkaði og lífeyrisréttinda. Á meðan tekjur feðra lækka um 3-5% við fæðingu barns og eru orðnar þær sömu og áður að ári liðnu, þá lækka tekjur mæðra um 30-50% og á þriðja ári barnsins eru þær enn umtalsvert lægri en áður. Þetta er óþolandi óréttlæti sem verður að leiðrétta. Gjaldfrjálst, lögfest leikskólastig Leiðin er ekki Kópavogsmódelið, ekki að fjölga lokunardögum eða skráningardögum, hækka gjaldskrár eða taka upp heimgreiðslur. Mikilvægasta skrefið sem við getum stigið er að lögfesta leikskólastigið strax að loknu fæðingarorlofi og gera það gjaldfrjálst. Þetta má gera í áföngum. Endurmat á virði kvennastarfa Nauðsynlegt er að endurmeta virði kvennastarfa og þar með talið kennara og starfsfólks á leikskólum og tryggja þeim og börnunum framúrskarandi aðstæður. Öflugir og vel búnir leikskólar eru grunnforsenda jöfnuðar og kvenfrelsis. Það er sennilega fátt sem sameinar betur að tryggja jafnrétti kynjanna og grundvallarréttindi allra barna til menntunar. Dregið úr stéttskiptingu Með lögfestingu leikskólastigsins væri gerð grundvallarbreyting á íslensku menntakerfi. Draga myndi úr stéttskiptingu með því að öll börn sæki leikskóla og auka til muna möguleika og tækifæri kvenna á vinnumarkaði. Lögfesting leikskólastigsins er hluti af réttlátum samfélagsbreytingum sem þurfa að verða í íslensku samfélagi. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og alþingismaður Suðvesturkjördæmis Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Ingi Guðbrandsson Vinstri græn Leikskólar Skóla- og menntamál Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason skrifar Skoðun Börn í skjóli Kvennaathvarfsins Auður Magnúsdóttir skrifar Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nýr vettvangur samskipta? Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar Skoðun Vilja Ísland í sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Blikkandi viðvörunarljós Ingveldur Anna Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Evrópa er í hnignun“ – Er það samt? Lítum aðeins á söguna Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir skrifar Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson skrifar Skoðun Aulatal um að Evrópa sé veik og getulaus Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ár vondra vinnubragða í Stúdentaráði HÍ Katla Ólafsdóttir,Mathias Bragi Ölvisson skrifar Sjá meira
Það er löngu tímabært að tryggja öllum börnum leikskóladvöl með því að lögfesta leikskólastigið. Sú breyting er lykilatriði í því að brúa bilið sem enn er á milli fæðingarorlofs og leikskóla og veldur fjölmörgum fjölskyldum miklum vandræðum. Í velferðarsamfélagi sem byggir á jöfnuði og jafnrétti er ótækt að fjölskyldur búi við kvíða og afkomuótta í kjölfar barneigna. Það er því réttlát krafa að brúa bilið – með hagsmuni barna og kvenfrelsi að leiðarljósi. Afstaða VG er skýr og birtist meðal annars í stuðningsaðgerðum stjórnvalda við gerð kjarasamninga í vetur sem leið. Þar var sammælst um að ríki, sveitarfélög og aðilar vinnumarkaðarins myndu taka höndum saman og vinna með markvissum hætti að því að brúa umönnunarbilið með því að tryggja öllum börnum leikskólapláss frá lokum fæðingarorlofs. Leiðréttum misjafnt aðgengi að leikskólum Menntakerfið er mikilvægasta jöfnunartæki samfélagsins og leikskólinn er skilgreindur sem fyrsta skólastigið. Öll börn eiga að hafa aðgang að leikskóla eftir að fæðingarorlofi lýkur. Gögn sýna hins vegar að börn innflytjenda fara síður í leikskóla og Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) mælti sérstaklega gegn heimgreiðslum í nýrri skýrslu fyrir félags- og vinnumarkaðsráðuneytið þar sem þær gangi gegn hagsmunum innflytjendakvenna. Skýr birtingarmynd launamisréttis Góðar starfsaðstæður leikskólakennara og starfsfólks leikskóla er grundvallaratriði og ófrávíkjanleg krafa. Mikill meirihluti starfsfólks leikskóla eru konur á allt of lágum launum sem er sennilega ein skýrasta birtingarmynd launamisréttis og vanmats á virði kvennastarfa. Þetta verður að leiðrétta. Umönnunarbilið kemur líka verr niður á mæðrum en feðrum þegar litið er til tekna, tækifæra á vinnumarkaði og lífeyrisréttinda. Á meðan tekjur feðra lækka um 3-5% við fæðingu barns og eru orðnar þær sömu og áður að ári liðnu, þá lækka tekjur mæðra um 30-50% og á þriðja ári barnsins eru þær enn umtalsvert lægri en áður. Þetta er óþolandi óréttlæti sem verður að leiðrétta. Gjaldfrjálst, lögfest leikskólastig Leiðin er ekki Kópavogsmódelið, ekki að fjölga lokunardögum eða skráningardögum, hækka gjaldskrár eða taka upp heimgreiðslur. Mikilvægasta skrefið sem við getum stigið er að lögfesta leikskólastigið strax að loknu fæðingarorlofi og gera það gjaldfrjálst. Þetta má gera í áföngum. Endurmat á virði kvennastarfa Nauðsynlegt er að endurmeta virði kvennastarfa og þar með talið kennara og starfsfólks á leikskólum og tryggja þeim og börnunum framúrskarandi aðstæður. Öflugir og vel búnir leikskólar eru grunnforsenda jöfnuðar og kvenfrelsis. Það er sennilega fátt sem sameinar betur að tryggja jafnrétti kynjanna og grundvallarréttindi allra barna til menntunar. Dregið úr stéttskiptingu Með lögfestingu leikskólastigsins væri gerð grundvallarbreyting á íslensku menntakerfi. Draga myndi úr stéttskiptingu með því að öll börn sæki leikskóla og auka til muna möguleika og tækifæri kvenna á vinnumarkaði. Lögfesting leikskólastigsins er hluti af réttlátum samfélagsbreytingum sem þurfa að verða í íslensku samfélagi. Höfundur er varaformaður Vinstri grænna og alþingismaður Suðvesturkjördæmis
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Nokkur atriði sem almennum borgara finnst að helst megi ekki ræða – eða mjög sjaldan Hjalti Þórðarson skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun