Um „orðskrípið“ inngildingu Kjartan Þór Ingason skrifar 28. október 2024 10:16 Árið 2013 var orðið ljósmóðir kosið fallegasta orð íslenskrar tungu af landsmönnum. Ég man hvað mér þótti vænt um þessa niðurstöðu, enda starfaði móðir mín sem ljósmóðir og fjölskyldan þekkir vel til þeirrar miklu vinnu sem fylgir starfinu. Annað íslenskt orð sem stendur mér nærri er orðið inngilding, en samkvæmt íslenskri orðabók felur orðið í sér að allir fái notið sín, óháð uppruna, kyni, hæfni eða fötlun, í skóla, á vinnumarkaði eða á öðrum vettvangi, og séu viðurkenndir sem fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Í inngildandi samfélagi er horfið frá hugmyndum um „venjulegar“ aðstæður fyrir suma og lélegum sérlausnum fyrir alla hina. Í staðinn er útfærsla hins almenna víkkuð út með það að markmiði að hún virki fyrir fjölbreytta hópa, öllum til hagsbóta. Það eru þó ekki allir einhuga um ágæti orðsins inngildingar eða þeirra mannréttinda sem orðið stendur fyrir. Mannréttindi eða orðskrípi Í þættinum Spursmál þriðjudaginn 22. október síðastliðinn var inngilding til umræðu og lagðist orðið misvel í gesti þáttarins. Meðlimur Miðflokksins, sem jafnframt sækist eftir oddvitasæti hjá flokknum í næstu komandi Alþingiskosningum sagði inngildingu vera orðskrípi sem enginn skilur. Þrátt fyrir meintan óskiljanleika orðsins tókst honum að tengja orðið strax við frasa á borð við „opinn faðm“ og „að vera góður við alla“. Það má vel vera að skiptar skoðanir séu um gæði þýðingar enska orðsins „inclusion“ sem inngildingu, hvort þýðingin sé málfræðilega falleg eða orðskrípi. Hins vegar er það mikið hagsmunamál í mannréttindabaráttu fatlaðs fólks hvort löggjafar- og framkvæmdavaldið sé fylgjandi merkingu orðsins og beiti sér markvisst fyrir jöfnu aðgengi fatlaðs fólks til þátttöku í samfélaginu eður ei. Inngilding fatlaðs fólks Íslensk stjórnvöld undirrituðu samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) árið 2007, fullgiltu hann 2016 en hafa enn ekki lögfest hann. Allir einstaklingar eiga að vera jafnir fyrir lögum og eiga sama tilkall til mannréttinda. Með SRFF er viðurkennt að fatlað fólk hefur ekki haft sömu tækifæri og aðrir í gegnum tíðina. Inngilding er rauði þráðurinn í gegnum allar greinar samningsins sem taka á fjölbreyttum áherslum, til að mynda.a.m. aðgengi, sjálfstæðu lífi, virðingu fyrir heimili og fjölskyldu og rétti til lífs. Vorið 2019 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu sextán þingmanna um að ríkisstjórninni yrði falið að undirbúa lögfestingu SRFF og að frumvarpið yrði lagt fyrir Alþingi eigi síðar en 13. desember 2020. Sú varð ekki raunin. ÖBÍ treysti því að samningurinn yrði lögfestur á 152. löggjafarþingi 2021-2022. Sú varð heldur ekki raunin. Loksins birti til þegar lögfesting SRFF var á lista þingmálaskrár fyrir haustþing 2024 en því plaggi hefur verið ýtt út af borðinu í kjölfar þingrofs og kosninga. Svo virðist vera að merking orðana „eigi síðar en“ sé afar teygjanlegt hugtak. Skýr svör og aðgerðir ÖBÍ réttindasamtök eru bandalag 40 fjölbreyttra aðildarfélaga fatlaðs fólks með samanlagt yfir 40.000 skráða félaga. Til að setja það í samhengi þá er sú tala hærri en allir íbúar Kópavogsbæjar sem er jafnframt næstfjölmennasta sveitarfélag landsins. Lögfesting SRFF og aðgerðir í þágu inngildingar fatlaðs fólk inn í samfélagið eru grundvöllur þess að fatlað fólk geti lifað lífinu lifandi til jafns við ófatlað fólk. Það er því eðlileg krafa til stjórnmálaflokka að þeir svari skýrt hvort þeir munu beita sér markvisst fyrir lögfestingu SRFF inn í íslenska löggjöf og inngildingu fatlaðs fólks inn í samfélagið. Þann 30. nóvember verður gengið til kosninga, ekki um fallegasta orðið heldur um stjórn landsins til næstu fjögurra ára og tillögur stórnmálaflokka um uppbyggingu samfélagsins og þeirra framtíðarsýn. Virkt samtal frambjóðenda og kjörinna fulltrúa við kjósendur í aðdraganda kosninga er mikilvægur þáttur í lýðræðisríki. Dyrnar mega þó ekki lokast daginn eftir kjördag og mikilvægt er að kjörnir fulltrúar viðhafi virkt samráð við íbúa landsins yfir allt kjörtímabilið. ÖBÍ vill leggja sitt af mörkumá vogarskálina í þágu lýðræðislegs samtals og býður formönnum og fulltrúum stjórnmálaflokkanna til opins fundar í nóvember á Grand hóteli. Þar gefst fulltrúunum tækifæri til að svara þeim spurningum sem reifaðar voru hér að ofan og öðrum málum sem brenna á fundargestum. Orðum fylgja ábyrgð og merking orða getura haft mikil áhrif á líf og lífsgæði þegar þeim er hrint í framkvæmd. Í því samhengi er vert að nefna orðin loforð og traust sem heyrast iðulega í umræðum í aðdraganda kosninga. Nú er sóknarfæri fyrir frambjóðendur og flokka til að láta verkin tala, hrinda gömlum sem nýjum loforðum í framkvæmd og tryggja að fatlað fólk búi við sömu mannréttindi og ófatlað fólk. Höfundur er verkefnastjóri ÖBÍ réttindasamtaka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Málefni fatlaðs fólks Mannréttindi Mest lesið Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Sjá meira
Árið 2013 var orðið ljósmóðir kosið fallegasta orð íslenskrar tungu af landsmönnum. Ég man hvað mér þótti vænt um þessa niðurstöðu, enda starfaði móðir mín sem ljósmóðir og fjölskyldan þekkir vel til þeirrar miklu vinnu sem fylgir starfinu. Annað íslenskt orð sem stendur mér nærri er orðið inngilding, en samkvæmt íslenskri orðabók felur orðið í sér að allir fái notið sín, óháð uppruna, kyni, hæfni eða fötlun, í skóla, á vinnumarkaði eða á öðrum vettvangi, og séu viðurkenndir sem fullgildir þátttakendur í samfélaginu. Í inngildandi samfélagi er horfið frá hugmyndum um „venjulegar“ aðstæður fyrir suma og lélegum sérlausnum fyrir alla hina. Í staðinn er útfærsla hins almenna víkkuð út með það að markmiði að hún virki fyrir fjölbreytta hópa, öllum til hagsbóta. Það eru þó ekki allir einhuga um ágæti orðsins inngildingar eða þeirra mannréttinda sem orðið stendur fyrir. Mannréttindi eða orðskrípi Í þættinum Spursmál þriðjudaginn 22. október síðastliðinn var inngilding til umræðu og lagðist orðið misvel í gesti þáttarins. Meðlimur Miðflokksins, sem jafnframt sækist eftir oddvitasæti hjá flokknum í næstu komandi Alþingiskosningum sagði inngildingu vera orðskrípi sem enginn skilur. Þrátt fyrir meintan óskiljanleika orðsins tókst honum að tengja orðið strax við frasa á borð við „opinn faðm“ og „að vera góður við alla“. Það má vel vera að skiptar skoðanir séu um gæði þýðingar enska orðsins „inclusion“ sem inngildingu, hvort þýðingin sé málfræðilega falleg eða orðskrípi. Hins vegar er það mikið hagsmunamál í mannréttindabaráttu fatlaðs fólks hvort löggjafar- og framkvæmdavaldið sé fylgjandi merkingu orðsins og beiti sér markvisst fyrir jöfnu aðgengi fatlaðs fólks til þátttöku í samfélaginu eður ei. Inngilding fatlaðs fólks Íslensk stjórnvöld undirrituðu samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks (SRFF) árið 2007, fullgiltu hann 2016 en hafa enn ekki lögfest hann. Allir einstaklingar eiga að vera jafnir fyrir lögum og eiga sama tilkall til mannréttinda. Með SRFF er viðurkennt að fatlað fólk hefur ekki haft sömu tækifæri og aðrir í gegnum tíðina. Inngilding er rauði þráðurinn í gegnum allar greinar samningsins sem taka á fjölbreyttum áherslum, til að mynda.a.m. aðgengi, sjálfstæðu lífi, virðingu fyrir heimili og fjölskyldu og rétti til lífs. Vorið 2019 samþykkti Alþingi þingsályktunartillögu sextán þingmanna um að ríkisstjórninni yrði falið að undirbúa lögfestingu SRFF og að frumvarpið yrði lagt fyrir Alþingi eigi síðar en 13. desember 2020. Sú varð ekki raunin. ÖBÍ treysti því að samningurinn yrði lögfestur á 152. löggjafarþingi 2021-2022. Sú varð heldur ekki raunin. Loksins birti til þegar lögfesting SRFF var á lista þingmálaskrár fyrir haustþing 2024 en því plaggi hefur verið ýtt út af borðinu í kjölfar þingrofs og kosninga. Svo virðist vera að merking orðana „eigi síðar en“ sé afar teygjanlegt hugtak. Skýr svör og aðgerðir ÖBÍ réttindasamtök eru bandalag 40 fjölbreyttra aðildarfélaga fatlaðs fólks með samanlagt yfir 40.000 skráða félaga. Til að setja það í samhengi þá er sú tala hærri en allir íbúar Kópavogsbæjar sem er jafnframt næstfjölmennasta sveitarfélag landsins. Lögfesting SRFF og aðgerðir í þágu inngildingar fatlaðs fólk inn í samfélagið eru grundvöllur þess að fatlað fólk geti lifað lífinu lifandi til jafns við ófatlað fólk. Það er því eðlileg krafa til stjórnmálaflokka að þeir svari skýrt hvort þeir munu beita sér markvisst fyrir lögfestingu SRFF inn í íslenska löggjöf og inngildingu fatlaðs fólks inn í samfélagið. Þann 30. nóvember verður gengið til kosninga, ekki um fallegasta orðið heldur um stjórn landsins til næstu fjögurra ára og tillögur stórnmálaflokka um uppbyggingu samfélagsins og þeirra framtíðarsýn. Virkt samtal frambjóðenda og kjörinna fulltrúa við kjósendur í aðdraganda kosninga er mikilvægur þáttur í lýðræðisríki. Dyrnar mega þó ekki lokast daginn eftir kjördag og mikilvægt er að kjörnir fulltrúar viðhafi virkt samráð við íbúa landsins yfir allt kjörtímabilið. ÖBÍ vill leggja sitt af mörkumá vogarskálina í þágu lýðræðislegs samtals og býður formönnum og fulltrúum stjórnmálaflokkanna til opins fundar í nóvember á Grand hóteli. Þar gefst fulltrúunum tækifæri til að svara þeim spurningum sem reifaðar voru hér að ofan og öðrum málum sem brenna á fundargestum. Orðum fylgja ábyrgð og merking orða getura haft mikil áhrif á líf og lífsgæði þegar þeim er hrint í framkvæmd. Í því samhengi er vert að nefna orðin loforð og traust sem heyrast iðulega í umræðum í aðdraganda kosninga. Nú er sóknarfæri fyrir frambjóðendur og flokka til að láta verkin tala, hrinda gömlum sem nýjum loforðum í framkvæmd og tryggja að fatlað fólk búi við sömu mannréttindi og ófatlað fólk. Höfundur er verkefnastjóri ÖBÍ réttindasamtaka.
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun