Hvorki útlendingahatur né gestrisni Hildur Þórðardóttir skrifar 28. október 2024 06:01 Það er eitthvað mikið að þegar við getum ekki sett pening í að hlúa að ungmennum þessa lands, hjálpa þeim að eignast húsnæði og koma undir sig fótunum svo þau sjá enga framtíð hér á Íslandi, en getum veitt hundruðum milljarða í að leigja hús undir hælileitendur. Þetta hefur ekkert með gestrisni að gera eða útlendingahatur. Og heldur ekkert að gera með nýbúana sem koma hingað til að vinna. Ég hef dvalið samtals eitt ár í þremur múslimalöndum og kynnst menningu þeirra vel. Það er margt sem ég dáist að eins og siðprýði, fjölskyldugildi, trúargildi og samheldni þeirra. Ég veit líka hversu mörgum flóttamönnum þau hafa þurft að taka á móti frá öðrum múslimalöndum og hversu mjög það hefur sligað innviðina. Eins og við vitum hafa Vesturlönd í áratugi eyðilagt heimkynni múslima og innviði með innrásum, svo þau hafa þurft að flýja til næstu nágrannalanda. Þegar Vesturlönd réðust svo á nágrannalandið einhverjum árum seinna flúðu þau aftur til baka og svo framvegis. Eftir margar ferðir fram og til baka ákváðu þau að öruggasti staðurinn hlyti að vera Vesturlönd og því flæða múslimar hingað. Ég hef líka dvalið í Suður-Ameríku og veit hvernig erlendu lánin eru að sliga þjóðirnar. Þessi erlendu lán eru arfur herforingjastjórnanna sem CIA kom til valda í löndunum þegar þjóðkjörnar stjórnir landanna vildu ekki vera leppir Bandaríkjanna. Löndin ná aldrei að greiða lánin upp, bæði út af vöxtum sem bætast við og einnig að nýir valdhafar eru neyddir til að taka meiri lán. Þegar Hugo Chavez forseti Venesúela þjóðnýtti auðlindir landsins sem erlendir aðilar höfðu hrifsað til sín, brugðust Bandaríkin við með að setja á þá viðskiptabann. Það hafði að sjálfsögðu verulega slæm áhrif á efnahag Venesúelabúa og því flykkjast þeir til okkar og annarra Vesturlanda. Afríkubúar streyma upp Evrópu og hingað til lands í leit að betra og öruggara lífi því búið er að ræna auðlindum þeirra, eins og við sáum hvernig Samherja tókst til. Þetta er með ráðum gert. Það eru myrk og gráðug öfl að verki sem ætla sér að ná yfirráðum yfir öllum heimsins auðlindum. Þess vegna eru lönd sprengd aftur á steinöld með þeirri afsökun að leiðtogi þeirra sé eitthvað slæmur eða efnahagur þeirra eyðilagður með viðskiptaþvingunum. Þannig er innviðum rústað, menntunarstig lækkað, almenningur þvingaður í leiguhúsnæði og þjóðmenning landanna eyðilögð svo hægt sé að koma hér á alheimsstjórn. Fyrir nokkrum áratugum voru Vesturlönd í sterkri stöðu. En til að alheimsstjórnin gæti tekið yfir þurfti að eyðileggja þennan styrk og innviði okkar. Ein leiðin sem var valin var að láta hér flæða flóttamenn yfir allt með gífurlegum tilkostnaði fyrir móttökuríkin, með kröfur um gestrisni og dyggðaflöggun að vopni. Nú erum við að sökkva í sama skuldafen og þriðjaheimslöndin. Á sama tíma er grafið undan almenningi með stórlega gölluðu bankakerfi svo fleiri og fleiri detta út af húsnæðismarkaði eða komast aldrei inn á hann. Þetta er engin samsæriskenning, heldur blákaldur veruleikinn. Við þurfum að fara að skoða hlutina í stærra samhengi. Það er kominn tími til að við stoppum þetta. Hættum að vera meðvirk með Nató og hernaðararmi Bandaríkjanna hverra einu hagsmunir eru að selja vopn og hefja stríð. Hættum að kaupa vopn og senda í stríð í Úkraínu sem er einungis til að rústa landinu svo bandarískir auðmenn geti eignast auðlindir þeirra. Hættum að eyðileggja heimkynni annarra landa og hættum að ákveða hvort leiðtogar séu slæmir eða góðir fyrir aðrar þjóðir. Þjóðirnar verða sjálfar að ráða því. Það er sjálfsagt að taka á móti kvótaflóttafólki, þar sem fjöldinn er ákveðinn og við reiðubúin að taka á móti þeim. En þessi endalausi straumur af þúsundum hælisleitenda hingað til lands, því kerfið býður upp á það, er einungis til að rústa innviðum okkar. Flóttamannastraumurinn mun aldrei hætta því þessi öfl munu halda áfram að eyðileggja heimkynni fólks til að komast yfir auðlindir og rústa efnahag landa úti í heimi, þar til við stoppum það. Við í lýðræðisflokknum viljum loka landamærunum tímabundið á meðan við erum að greiða úr þessari ringulreið. Einungis verður hægt að sækja um vegabréfsáritun til Íslands áður en fólk kemur til landsins, eins og gert er nú þegar í mörgum löndum. Áfram verður tekið á móti kvótaflóttamönnum eins og tilefni gefur til. En meiri fókus verður á unga fólkið okkar í landinu, geðheilsu þess og velferð, sem og auðvitað að lækka vexti til að auðvelda fólki að fjárfesta í eigin húsnæði. Höfundur er í 2. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Lýðræðisflokkurinn Mest lesið Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson skrifar Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson skrifar Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar náttúruvinir hitta frambjóðendur. Hjálpartæki kjósandans Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Svartir föstudagar í boði íslenskra stjórnvalda Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Eitt heimili, ein fjölskylda og ein heilsa Pétur Heimisson skrifar Skoðun BRCA Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Sjá meira
Það er eitthvað mikið að þegar við getum ekki sett pening í að hlúa að ungmennum þessa lands, hjálpa þeim að eignast húsnæði og koma undir sig fótunum svo þau sjá enga framtíð hér á Íslandi, en getum veitt hundruðum milljarða í að leigja hús undir hælileitendur. Þetta hefur ekkert með gestrisni að gera eða útlendingahatur. Og heldur ekkert að gera með nýbúana sem koma hingað til að vinna. Ég hef dvalið samtals eitt ár í þremur múslimalöndum og kynnst menningu þeirra vel. Það er margt sem ég dáist að eins og siðprýði, fjölskyldugildi, trúargildi og samheldni þeirra. Ég veit líka hversu mörgum flóttamönnum þau hafa þurft að taka á móti frá öðrum múslimalöndum og hversu mjög það hefur sligað innviðina. Eins og við vitum hafa Vesturlönd í áratugi eyðilagt heimkynni múslima og innviði með innrásum, svo þau hafa þurft að flýja til næstu nágrannalanda. Þegar Vesturlönd réðust svo á nágrannalandið einhverjum árum seinna flúðu þau aftur til baka og svo framvegis. Eftir margar ferðir fram og til baka ákváðu þau að öruggasti staðurinn hlyti að vera Vesturlönd og því flæða múslimar hingað. Ég hef líka dvalið í Suður-Ameríku og veit hvernig erlendu lánin eru að sliga þjóðirnar. Þessi erlendu lán eru arfur herforingjastjórnanna sem CIA kom til valda í löndunum þegar þjóðkjörnar stjórnir landanna vildu ekki vera leppir Bandaríkjanna. Löndin ná aldrei að greiða lánin upp, bæði út af vöxtum sem bætast við og einnig að nýir valdhafar eru neyddir til að taka meiri lán. Þegar Hugo Chavez forseti Venesúela þjóðnýtti auðlindir landsins sem erlendir aðilar höfðu hrifsað til sín, brugðust Bandaríkin við með að setja á þá viðskiptabann. Það hafði að sjálfsögðu verulega slæm áhrif á efnahag Venesúelabúa og því flykkjast þeir til okkar og annarra Vesturlanda. Afríkubúar streyma upp Evrópu og hingað til lands í leit að betra og öruggara lífi því búið er að ræna auðlindum þeirra, eins og við sáum hvernig Samherja tókst til. Þetta er með ráðum gert. Það eru myrk og gráðug öfl að verki sem ætla sér að ná yfirráðum yfir öllum heimsins auðlindum. Þess vegna eru lönd sprengd aftur á steinöld með þeirri afsökun að leiðtogi þeirra sé eitthvað slæmur eða efnahagur þeirra eyðilagður með viðskiptaþvingunum. Þannig er innviðum rústað, menntunarstig lækkað, almenningur þvingaður í leiguhúsnæði og þjóðmenning landanna eyðilögð svo hægt sé að koma hér á alheimsstjórn. Fyrir nokkrum áratugum voru Vesturlönd í sterkri stöðu. En til að alheimsstjórnin gæti tekið yfir þurfti að eyðileggja þennan styrk og innviði okkar. Ein leiðin sem var valin var að láta hér flæða flóttamenn yfir allt með gífurlegum tilkostnaði fyrir móttökuríkin, með kröfur um gestrisni og dyggðaflöggun að vopni. Nú erum við að sökkva í sama skuldafen og þriðjaheimslöndin. Á sama tíma er grafið undan almenningi með stórlega gölluðu bankakerfi svo fleiri og fleiri detta út af húsnæðismarkaði eða komast aldrei inn á hann. Þetta er engin samsæriskenning, heldur blákaldur veruleikinn. Við þurfum að fara að skoða hlutina í stærra samhengi. Það er kominn tími til að við stoppum þetta. Hættum að vera meðvirk með Nató og hernaðararmi Bandaríkjanna hverra einu hagsmunir eru að selja vopn og hefja stríð. Hættum að kaupa vopn og senda í stríð í Úkraínu sem er einungis til að rústa landinu svo bandarískir auðmenn geti eignast auðlindir þeirra. Hættum að eyðileggja heimkynni annarra landa og hættum að ákveða hvort leiðtogar séu slæmir eða góðir fyrir aðrar þjóðir. Þjóðirnar verða sjálfar að ráða því. Það er sjálfsagt að taka á móti kvótaflóttafólki, þar sem fjöldinn er ákveðinn og við reiðubúin að taka á móti þeim. En þessi endalausi straumur af þúsundum hælisleitenda hingað til lands, því kerfið býður upp á það, er einungis til að rústa innviðum okkar. Flóttamannastraumurinn mun aldrei hætta því þessi öfl munu halda áfram að eyðileggja heimkynni fólks til að komast yfir auðlindir og rústa efnahag landa úti í heimi, þar til við stoppum það. Við í lýðræðisflokknum viljum loka landamærunum tímabundið á meðan við erum að greiða úr þessari ringulreið. Einungis verður hægt að sækja um vegabréfsáritun til Íslands áður en fólk kemur til landsins, eins og gert er nú þegar í mörgum löndum. Áfram verður tekið á móti kvótaflóttamönnum eins og tilefni gefur til. En meiri fókus verður á unga fólkið okkar í landinu, geðheilsu þess og velferð, sem og auðvitað að lækka vexti til að auðvelda fólki að fjárfesta í eigin húsnæði. Höfundur er í 2. sæti á lista Lýðræðisflokksins í Reykjavík norður.
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar