Líkamsleifar manns úr Sverris sögu frá 1197 fundnar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. október 2024 23:18 Mynd úr safni. Getty Í Sverris sögu, einni af konungasögunum, frá 1197 segir að manni hafi verið fleygt niður brunn við Sverrisborg kastala utan við Niðarós, sem er í dag Þrándheimur. Núna, meira en 800 árum síðar telja vísindamenn að þeir hafi fundið líkamsleifar umrædds manns. Dagblaðið Guardian greinir frá. Fornleifafræðingur sem vann að greftrinum sagði í grein sem var birt í tímaritinu iScience að ekki væri hægt að sanna með vissu að líkamsleifarnar væru af manninum sem skrifað var um í sögunni en tók fram að allar vísbendingar bendi til þess. „Ég myndi segja að það eru mjög miklar líkur að þetta er maðurinn úr fornsögunni. Ekki aðeins vegna þess frá hvaða tímabili líkamsleifarnar eru heldur einnig því að allt samhengið passar við það sem er skrifað,“ sagði Anna Petersen sem leiddi fornleifagröftin, í samtali við fréttastofu NRK. Skrifað af ábóta á Þingeyrum Maðurinn sem vísað er til er úr Sverris sögu sem er ein af konungasögum sem eru æviágrip norrænna konunga, skrifaðar á tólftu og þrettándu öld. Karl Jónsson, ábóti á Þingeyrum, ritaði söguna á sínum tíma. Sagan fjallar um Sverri Sigurðsson sem var færeyskur prestur sem hóf uppreisn í Noregi árið 1177 og náði þar völdum. Einn hluti úr sögunni segir frá því árið 1197 þegar ráðist er á kastala Sverris á meðan hann var í Bergen. Árásarmennirnir gerðu sér þá leið inn í kastalann í gegnum leyni hlera á meðan að þeir sem voru fyrir innan sátu við borðhald. Þar segir að árásarmennirnir hafi lyft upp látnum manni og kastað honum með höfuðið á undan honum niður brunn. Að því loknu tóku þeir fjöldann allan af steinum og létu í brunninn þangað til hann fylltist. Nasistar fylltu brunninn af drasli Árið 1938 fundu norskir fornleifafræðingar líkamsleifar á sjö metra dýpi í brunninum undir hrúgu af grjóti. Þeir náðu þó ekki að fjarlægja líkamsleifarnar áður en her nasista hertóku landið í seinni heimsstyrjöldinni og sat því beinagrindin sem fastast á botninum í brunninum. Árin 2014 og 2016 hóf teymi Petersen uppgröft á svæðinu. Eftir að hafa unnið sig í gegnum drasl sem að nasistarnir höfðu skilið eftir sig í brunninum fundu þau líkamsleifar manns sem var á aldrinum 30 til 40 ára þegar hann lést. Maðurinn hafi verið um 175 sentímetrar á hæð og honum hent niður brunninn klæddur einungis í einn leðurskó. Höfuðkúpa hans sem fannst skammt frá skrokknum var með áverka eftir högg og eggvopn sem að leiddu líklegast til bana hans. Aldursákvörðun með geislakolum leiddi í ljós að beinagrindin væri um 940 ára gömul. Með hjálp Íslenskrar erfðagreiningu gátu rannsakendur ályktað að maðurinn væri frá suðurhluta Noregs. Noregur Fornminjar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira
Dagblaðið Guardian greinir frá. Fornleifafræðingur sem vann að greftrinum sagði í grein sem var birt í tímaritinu iScience að ekki væri hægt að sanna með vissu að líkamsleifarnar væru af manninum sem skrifað var um í sögunni en tók fram að allar vísbendingar bendi til þess. „Ég myndi segja að það eru mjög miklar líkur að þetta er maðurinn úr fornsögunni. Ekki aðeins vegna þess frá hvaða tímabili líkamsleifarnar eru heldur einnig því að allt samhengið passar við það sem er skrifað,“ sagði Anna Petersen sem leiddi fornleifagröftin, í samtali við fréttastofu NRK. Skrifað af ábóta á Þingeyrum Maðurinn sem vísað er til er úr Sverris sögu sem er ein af konungasögum sem eru æviágrip norrænna konunga, skrifaðar á tólftu og þrettándu öld. Karl Jónsson, ábóti á Þingeyrum, ritaði söguna á sínum tíma. Sagan fjallar um Sverri Sigurðsson sem var færeyskur prestur sem hóf uppreisn í Noregi árið 1177 og náði þar völdum. Einn hluti úr sögunni segir frá því árið 1197 þegar ráðist er á kastala Sverris á meðan hann var í Bergen. Árásarmennirnir gerðu sér þá leið inn í kastalann í gegnum leyni hlera á meðan að þeir sem voru fyrir innan sátu við borðhald. Þar segir að árásarmennirnir hafi lyft upp látnum manni og kastað honum með höfuðið á undan honum niður brunn. Að því loknu tóku þeir fjöldann allan af steinum og létu í brunninn þangað til hann fylltist. Nasistar fylltu brunninn af drasli Árið 1938 fundu norskir fornleifafræðingar líkamsleifar á sjö metra dýpi í brunninum undir hrúgu af grjóti. Þeir náðu þó ekki að fjarlægja líkamsleifarnar áður en her nasista hertóku landið í seinni heimsstyrjöldinni og sat því beinagrindin sem fastast á botninum í brunninum. Árin 2014 og 2016 hóf teymi Petersen uppgröft á svæðinu. Eftir að hafa unnið sig í gegnum drasl sem að nasistarnir höfðu skilið eftir sig í brunninum fundu þau líkamsleifar manns sem var á aldrinum 30 til 40 ára þegar hann lést. Maðurinn hafi verið um 175 sentímetrar á hæð og honum hent niður brunninn klæddur einungis í einn leðurskó. Höfuðkúpa hans sem fannst skammt frá skrokknum var með áverka eftir högg og eggvopn sem að leiddu líklegast til bana hans. Aldursákvörðun með geislakolum leiddi í ljós að beinagrindin væri um 940 ára gömul. Með hjálp Íslenskrar erfðagreiningu gátu rannsakendur ályktað að maðurinn væri frá suðurhluta Noregs.
Noregur Fornminjar Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Erlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Innlent Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Innlent Fleiri fréttir Hamas reiðubúin að láta af stjórn Gaza Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Sjá meira