Fótbolti

PSG valtaði yfir toppslaginn

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Olympique de Marseille v Paris Saint-Germain - Ligue 1 McDonald's MARSEILLE, FRANCE - OCTOBER 27: Hachraf Hakimi #2 and Ousmane Dembele #10 of Paris Saint-Germain celebrate the second goal during the Ligue 1 McDonald's match between Olympique de Marseille and Paris Saint-Germain at Orange Velodrome on October 27, 2024 in Marseille, France. (Photo by Xavier Laine/Getty Images)
Olympique de Marseille v Paris Saint-Germain - Ligue 1 McDonald's MARSEILLE, FRANCE - OCTOBER 27: Hachraf Hakimi #2 and Ousmane Dembele #10 of Paris Saint-Germain celebrate the second goal during the Ligue 1 McDonald's match between Olympique de Marseille and Paris Saint-Germain at Orange Velodrome on October 27, 2024 in Marseille, France. (Photo by Xavier Laine/Getty Images)

Frakklandsmeistarar Paris Saint-Germain unnu öruggan 3-0 sigur er liðið heimsótti Marseille í toppslag frönsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í kvöld.

Joao Neves kom gestunum í PSG yfir strax á sjöundu mínútu áður en Amine Harit fékk að líta beint rautt spjald í liði Marseille á 20. mínútu fyrir fólskulegt brot. Heimamenn þurftu því að leika síðustu 70 mínútur leiksins manni færri.

Frönsku meistararnir nýttu sér liðsmuninn og á 29. mínútu var staðan orðin 2-0 eftir að Leonardo Balerdi varð fyrir því óláni að setja boltann í eigið net.

Stuttu fyrir hálfleik skoraði Bradley Barcola svo þriðja mark PSG eftir stoðsendingu frá Ousmane Dembele og þar við sat.

Niðurstaðan því 3-0 sigur PSG sem trónir á toppi frönsku úrvalsadeildarinnar með 23 stig eftir níu leiki, sex stigum meira en Marseille sem situr í þriðja sæti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×