Fótbolti

Settu dómara í bann fyrir að stela um­ferðar­skilti

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bartosz Frankowski og Tomasz Musial stálu umferðarskilti í ölæði.
Bartosz Frankowski og Tomasz Musial stálu umferðarskilti í ölæði. vísir/getty

Tveir pólskir dómarar hafa verið settir í bann af UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu, fyrir að stela umferðarskilti.

Dómararnir heita Bartosz Frankowski og Tomasz Musial. Þeir ákváðu að gera sér glaðan dag áður en þeir áttu að dæma leik Dynamo Kiev og Rangers í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í byrjun ágúst.

Þeir félagar gengu greinilega of hratt í gegnum gleðinnar dyr því aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leikinn náðist myndband af þeim og einum öðrum að stela umferðarskilti.

Frankowski og Musial fengu upphaflega sekt en hafa nú verið settir í bann til 30. júní á næsta ári.

Frankowski átti að vera VAR-dómari á leiknum og Musial honum til aðstoðar. Þeim var skipt út á síðustu stundu og landar þeirra, Tomasz Kwiatkowski og Pawel Malec, hlupu í skarðið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×