„Vona að þessi leikur verði epískur“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. október 2024 10:32 Arnar Gunnlaugsson faðmar Danijel Dejan Djuric að sér eftir sigur Víkings á Cercle Brugge í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn. vísir/anton Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, vonast til að úrslitaleikurinn gegn Breiðabliki um Íslandsmeistaratitilinn verði eftirminnilegur. Hann telur að Evrópuleikurinn gegn Cercle Brugge muni ekki sitja í hans mönnum í kvöld. Víkingur og Breiðablik eru jöfn að stigum á toppi Bestu deildarinnar en Víkingar eru með hagstæðari markatölu og dugir því jafntefli í kvöld til að verða meistarar í þriðja sinn undir stjórn Arnars. „Tilfinningin er ótrúlega góð og sterk. Auðvitað ertu búinn að hugsa um leikinn daglega í aðdraganda Evrópuleiksins en leyfðir þér ekki að fara alla leið fyrr en núna. Þá kemur allt í einu fiðringur og spenna og maður skynjar líka eftirvæntinguna hjá knattspyrnuáhugafólki og jafnvel fleirum, því það er mikið búið að ganga á síðustu ár í leikjum þessara liða. Mögulega verður hápunktinum í öllu þessu ferðalagi náð á sunnudaginn [í dag],“ sagði Arnar í samtali við Val Pál Eiríksson eftir blaðamannafund í Víkingsheimilinu á föstudaginn. Mun aldrei nota þreytu sem afsökun Víkingur spilaði við Cercle Brugge í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn og vann frækinn sigur, 3-1. Breiðablik spilaði hins vegar síðast á laugardaginn. Arnar segir að hann muni aldrei bregða fyrir sig afsökun um álag. „Ef þú spyrð einhvern prófessor í þjálfunarfræði myndi hann klárlega segja já. En ég ætla að leyfa mér að vona að svarið sé nei, einmitt út af umfangi leiksins, stærðargráðu og adrenalíninu sem þessu fylgir,“ sagði Arnar aðspurður hvort Evrópuleikurinn myndi hafa einhver áhrif í kvöld. „Ég ætla aldrei að tala um þreytu sem afsökun ef illa fer á sunnudaginn. Það verður enginn þreyttur á sunnudaginn. Ég lofa þér því.“ Getur sogað í þig stemmninguna Arnar verður ekki á hliðarlínunni í kvöld þar sem hann tekur út leikbann. Hann mun því sitja uppi í stúkunni á meðan Sölvi Geir Ottesen stýrir Víkingsliðinu. „Það tók mig eiginlega langan tíma að sætta mig við þetta. Þú vilt vera með þínum leikmönnum og þínu fólki. Ég verð svo stressaður á sunnudaginn. Þú getur ekki sagt neitt eða gert neitt, hlaupið neitt eða öskrað neitt á aðstoðardómarann, eða eitthvað. Þetta verður súrrealískt,“ sagði Arnar. „Að sama skapi sem stuðningsmaður leiksins geturðu alveg sogað í þig stemmninguna sem fylgir því að vera uppi í stúku. En þetta verður erfitt, að vera ekki inni í klefa fyrir leikinn. Þú hugsar: Fór ég ekki örugglega yfir allt og þess háttar. Þetta verður hræðileg stund en jafnframt örugglega áhugaverð og skemmtileg.“ „Showbiz“ leikur Hann vonast eftir því að úrslitaleikurinn verði opinn og skemmtilegur og stressið verði ekki yfirþyrmandi, á kostnað skemmtanagildisins. „Ég hef horft á marga úrslitaleiki í gegnum tíðina og hef alltaf verið svekktur þegar leikirnir verða leiðinlegir af því mér finnst eins og þetta sé „showbiz“ leikur, ekki bara fyrir leikmenn og stuðningsmenn viðkomandi liða heldur einnig fyrir knattspyrnuáhugamenn úti um allt land,“ sagði Arnar. Klippa: Viðtal við Arnar Gunnlaugsson „Ég vil leyfa mér að vona að þessi leikur verði epískur þar sem bæði lið sækja til sigurs. Mér finnst fótboltinn eiga það skilið á þessum tíma. Ef það gerist verða bæði lið sigurvegarar. Það er alltaf verið að hampa liðum sem vinna titil og þess háttar en menn gleyma svolítið þeim sem hafa eitthvað til málanna að leggja. Ég ætla að vona að þetta verði algjör „showbiz“ leikur þar sem bæði lið leggi allt í þetta og þetta endi 3-3.“ En hvað mun ráða úrslitum í kvöld? „Einhver atvik. Bæði lið hafa klassa leikmenn í sínum herbúðum. Það verða einhver einstaklingsatvik, jafnvel dómaramistök sem er viðunandi á þessu stigi þegar þú ert ekki með VAR. Það verða einhver epísk atvik sem verða til þess að annað liðið hampi bikarnum og hitt ekki sem gerir það að verkum að betra liðið vinnur í þeim leik. En það er bara sama mantran: Besta liðið verður Íslandsmeistari og besta liðið hefur tækni, getu, þor, hugrekki og smá dass af heppni til að vinna titil,“ svaraði Arnar. Horfa má á viðtalið við Arnar í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Víkings og Breiðabliks fer fram á Víkingsvelli klukkan 18:30 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 17:45. Eftir leikinn verður Besta deild karla svo gerð upp í lokaþætti Stúkunnar. Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Stúkumenn svara stóru spurningunum fyrir úrslitaleikinn Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Víkinni í kvöld. Af því tilefni fékk Vísir sérfræðinga Stúkunnar, Albert Ingason, Baldur Sigurðsson, Atla Viðar Björnsson og Lárus Orra Sigurðsson, til að svara fimm spurningum um leikinn stóra. 27. október 2024 10:01 Svona voru hinir úrslitaleikirnir um titilinn Öll augu verða á Víkinni í kvöld þegar Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild karla. Þetta er í fimmta sinn á síðustu 28 árum sem lið mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Til að stytta biðina fram að leiknum í Víkinni rifjar Vísir upp hina fjóra úrslitaleikina. 27. október 2024 08:02 Hert öryggisgæsla og 2.000 pallettur í Víkinni Á morgun er stóri dagurinn. Víkingur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Víkinni og þar komast færri að en vilja. Skipulagsaðilar í Víkinni hafa þá haft að mörgu að huga. 26. október 2024 19:17 Hlakkar til að berjast við Blika: „Held að Damir vilji fara aðeins meira í mig“ Fyrirliði Víkings, Nikolaj Hansen, er klár í slaginn gegn Breiðabliki í úrslitaleik Bestu deildar karla annað kvöld. Hann er spenntur fyrir því að berjast við miðverði Blika. 26. október 2024 11:02 Vilhjálmur Alvar dæmir úrslitaleikinn Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn annað kvöld. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma leikinn í Víkinni. 26. október 2024 09:19 Sjáðu peppmyndbandið fyrir svakalegt uppgjör Víkings og Breiðabliks Það hefur andað köldu á milli Víkings og Breiðabliks síðustu ár, enda liðin í harðri samkeppni, og á sunnudaginn er komið að uppgjöri þegar liðin spila um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta karla. 25. október 2024 13:34 Mjög ólíklegt að Valdimar verði með í úrslitaleiknum Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir litlar líkur á því að Valdimar Þór Ingimundarson verði með gegn Breiðabliki í úrslitaleik Bestu deildar karla á sunnudaginn. 25. október 2024 13:21 Hrokafullir Belgar skrifa um skömmina á Íslandi: „Miðlungslið valtar yfir Víkinga“ „Hlaupabraut í kringum völlinn. Myndavélar á pöllum og lýsandinn frá Play Sports þurfti að sitja inn í pínulitlum vinnuskúr. Þetta er Sambandsdeildin dömur mínar og herrar. Á Kópavogsvelli,“ segir í grein belgíska miðilsins HLN um leik Víkings Reykjavíkur og Cercle Brugge í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu sem lauk með 3-1 sigri Víkinga á Kópavogsvelli í gær. Belgísku miðlarnir hafa farið mikinn í kjölfar leiksins. 25. október 2024 10:00 „Losnuðu hlekkir við það að lenda undir“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var vitanlega hreykinn af lærisveinum sínum sem lögðu belgíska liðið Cercle Brugge að velli í annarri umferð deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í dag. 24. október 2024 17:47 Víkingar fá sextíu milljónir fyrir sigurinn Með sigrinum sögulega gegn belgíska liðinu Cercle Brugge á Kópavogsvelli í dag, í Sambandsdeildinni í fótbolta, tryggðu Víkingar sér sextíu milljónir króna til viðbótar í verðlaunafé frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. 24. október 2024 16:38 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Víkingur og Breiðablik eru jöfn að stigum á toppi Bestu deildarinnar en Víkingar eru með hagstæðari markatölu og dugir því jafntefli í kvöld til að verða meistarar í þriðja sinn undir stjórn Arnars. „Tilfinningin er ótrúlega góð og sterk. Auðvitað ertu búinn að hugsa um leikinn daglega í aðdraganda Evrópuleiksins en leyfðir þér ekki að fara alla leið fyrr en núna. Þá kemur allt í einu fiðringur og spenna og maður skynjar líka eftirvæntinguna hjá knattspyrnuáhugafólki og jafnvel fleirum, því það er mikið búið að ganga á síðustu ár í leikjum þessara liða. Mögulega verður hápunktinum í öllu þessu ferðalagi náð á sunnudaginn [í dag],“ sagði Arnar í samtali við Val Pál Eiríksson eftir blaðamannafund í Víkingsheimilinu á föstudaginn. Mun aldrei nota þreytu sem afsökun Víkingur spilaði við Cercle Brugge í Sambandsdeild Evrópu á fimmtudaginn og vann frækinn sigur, 3-1. Breiðablik spilaði hins vegar síðast á laugardaginn. Arnar segir að hann muni aldrei bregða fyrir sig afsökun um álag. „Ef þú spyrð einhvern prófessor í þjálfunarfræði myndi hann klárlega segja já. En ég ætla að leyfa mér að vona að svarið sé nei, einmitt út af umfangi leiksins, stærðargráðu og adrenalíninu sem þessu fylgir,“ sagði Arnar aðspurður hvort Evrópuleikurinn myndi hafa einhver áhrif í kvöld. „Ég ætla aldrei að tala um þreytu sem afsökun ef illa fer á sunnudaginn. Það verður enginn þreyttur á sunnudaginn. Ég lofa þér því.“ Getur sogað í þig stemmninguna Arnar verður ekki á hliðarlínunni í kvöld þar sem hann tekur út leikbann. Hann mun því sitja uppi í stúkunni á meðan Sölvi Geir Ottesen stýrir Víkingsliðinu. „Það tók mig eiginlega langan tíma að sætta mig við þetta. Þú vilt vera með þínum leikmönnum og þínu fólki. Ég verð svo stressaður á sunnudaginn. Þú getur ekki sagt neitt eða gert neitt, hlaupið neitt eða öskrað neitt á aðstoðardómarann, eða eitthvað. Þetta verður súrrealískt,“ sagði Arnar. „Að sama skapi sem stuðningsmaður leiksins geturðu alveg sogað í þig stemmninguna sem fylgir því að vera uppi í stúku. En þetta verður erfitt, að vera ekki inni í klefa fyrir leikinn. Þú hugsar: Fór ég ekki örugglega yfir allt og þess háttar. Þetta verður hræðileg stund en jafnframt örugglega áhugaverð og skemmtileg.“ „Showbiz“ leikur Hann vonast eftir því að úrslitaleikurinn verði opinn og skemmtilegur og stressið verði ekki yfirþyrmandi, á kostnað skemmtanagildisins. „Ég hef horft á marga úrslitaleiki í gegnum tíðina og hef alltaf verið svekktur þegar leikirnir verða leiðinlegir af því mér finnst eins og þetta sé „showbiz“ leikur, ekki bara fyrir leikmenn og stuðningsmenn viðkomandi liða heldur einnig fyrir knattspyrnuáhugamenn úti um allt land,“ sagði Arnar. Klippa: Viðtal við Arnar Gunnlaugsson „Ég vil leyfa mér að vona að þessi leikur verði epískur þar sem bæði lið sækja til sigurs. Mér finnst fótboltinn eiga það skilið á þessum tíma. Ef það gerist verða bæði lið sigurvegarar. Það er alltaf verið að hampa liðum sem vinna titil og þess háttar en menn gleyma svolítið þeim sem hafa eitthvað til málanna að leggja. Ég ætla að vona að þetta verði algjör „showbiz“ leikur þar sem bæði lið leggi allt í þetta og þetta endi 3-3.“ En hvað mun ráða úrslitum í kvöld? „Einhver atvik. Bæði lið hafa klassa leikmenn í sínum herbúðum. Það verða einhver einstaklingsatvik, jafnvel dómaramistök sem er viðunandi á þessu stigi þegar þú ert ekki með VAR. Það verða einhver epísk atvik sem verða til þess að annað liðið hampi bikarnum og hitt ekki sem gerir það að verkum að betra liðið vinnur í þeim leik. En það er bara sama mantran: Besta liðið verður Íslandsmeistari og besta liðið hefur tækni, getu, þor, hugrekki og smá dass af heppni til að vinna titil,“ svaraði Arnar. Horfa má á viðtalið við Arnar í spilaranum hér fyrir ofan. Leikur Víkings og Breiðabliks fer fram á Víkingsvelli klukkan 18:30 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 17:45. Eftir leikinn verður Besta deild karla svo gerð upp í lokaþætti Stúkunnar.
Besta deild karla Víkingur Reykjavík Breiðablik Tengdar fréttir Stúkumenn svara stóru spurningunum fyrir úrslitaleikinn Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Víkinni í kvöld. Af því tilefni fékk Vísir sérfræðinga Stúkunnar, Albert Ingason, Baldur Sigurðsson, Atla Viðar Björnsson og Lárus Orra Sigurðsson, til að svara fimm spurningum um leikinn stóra. 27. október 2024 10:01 Svona voru hinir úrslitaleikirnir um titilinn Öll augu verða á Víkinni í kvöld þegar Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild karla. Þetta er í fimmta sinn á síðustu 28 árum sem lið mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Til að stytta biðina fram að leiknum í Víkinni rifjar Vísir upp hina fjóra úrslitaleikina. 27. október 2024 08:02 Hert öryggisgæsla og 2.000 pallettur í Víkinni Á morgun er stóri dagurinn. Víkingur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Víkinni og þar komast færri að en vilja. Skipulagsaðilar í Víkinni hafa þá haft að mörgu að huga. 26. október 2024 19:17 Hlakkar til að berjast við Blika: „Held að Damir vilji fara aðeins meira í mig“ Fyrirliði Víkings, Nikolaj Hansen, er klár í slaginn gegn Breiðabliki í úrslitaleik Bestu deildar karla annað kvöld. Hann er spenntur fyrir því að berjast við miðverði Blika. 26. október 2024 11:02 Vilhjálmur Alvar dæmir úrslitaleikinn Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn annað kvöld. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma leikinn í Víkinni. 26. október 2024 09:19 Sjáðu peppmyndbandið fyrir svakalegt uppgjör Víkings og Breiðabliks Það hefur andað köldu á milli Víkings og Breiðabliks síðustu ár, enda liðin í harðri samkeppni, og á sunnudaginn er komið að uppgjöri þegar liðin spila um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta karla. 25. október 2024 13:34 Mjög ólíklegt að Valdimar verði með í úrslitaleiknum Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir litlar líkur á því að Valdimar Þór Ingimundarson verði með gegn Breiðabliki í úrslitaleik Bestu deildar karla á sunnudaginn. 25. október 2024 13:21 Hrokafullir Belgar skrifa um skömmina á Íslandi: „Miðlungslið valtar yfir Víkinga“ „Hlaupabraut í kringum völlinn. Myndavélar á pöllum og lýsandinn frá Play Sports þurfti að sitja inn í pínulitlum vinnuskúr. Þetta er Sambandsdeildin dömur mínar og herrar. Á Kópavogsvelli,“ segir í grein belgíska miðilsins HLN um leik Víkings Reykjavíkur og Cercle Brugge í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu sem lauk með 3-1 sigri Víkinga á Kópavogsvelli í gær. Belgísku miðlarnir hafa farið mikinn í kjölfar leiksins. 25. október 2024 10:00 „Losnuðu hlekkir við það að lenda undir“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var vitanlega hreykinn af lærisveinum sínum sem lögðu belgíska liðið Cercle Brugge að velli í annarri umferð deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í dag. 24. október 2024 17:47 Víkingar fá sextíu milljónir fyrir sigurinn Með sigrinum sögulega gegn belgíska liðinu Cercle Brugge á Kópavogsvelli í dag, í Sambandsdeildinni í fótbolta, tryggðu Víkingar sér sextíu milljónir króna til viðbótar í verðlaunafé frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. 24. október 2024 16:38 Mest lesið Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Chelsea að gera Naomi Girma að dýrasta leikmanni sögunnar Enski boltinn Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja Handbolti Torsóttur sigur toppliðsins Fótbolti „Alltaf óþolandi að klikka“ Handbolti Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Handbolti Táningur handtekinn vegna ummæla í garð Havertz og eiginkonu hans Enski boltinn Jón Daði skoraði í fyrsta sigurleik Burton á árinu Enski boltinn Fleiri fréttir Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Nýju þjálfararnir byrjuðu á 8-0 sigri á KR Fengu Gumma Ben til að lýsa og stjörnur til að spila í styrktarleik fyrir vin sinn Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Sjá meira
Stúkumenn svara stóru spurningunum fyrir úrslitaleikinn Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Víkinni í kvöld. Af því tilefni fékk Vísir sérfræðinga Stúkunnar, Albert Ingason, Baldur Sigurðsson, Atla Viðar Björnsson og Lárus Orra Sigurðsson, til að svara fimm spurningum um leikinn stóra. 27. október 2024 10:01
Svona voru hinir úrslitaleikirnir um titilinn Öll augu verða á Víkinni í kvöld þegar Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Bestu deild karla. Þetta er í fimmta sinn á síðustu 28 árum sem lið mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn. Til að stytta biðina fram að leiknum í Víkinni rifjar Vísir upp hina fjóra úrslitaleikina. 27. október 2024 08:02
Hert öryggisgæsla og 2.000 pallettur í Víkinni Á morgun er stóri dagurinn. Víkingur og Breiðablik mætast í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn í Víkinni og þar komast færri að en vilja. Skipulagsaðilar í Víkinni hafa þá haft að mörgu að huga. 26. október 2024 19:17
Hlakkar til að berjast við Blika: „Held að Damir vilji fara aðeins meira í mig“ Fyrirliði Víkings, Nikolaj Hansen, er klár í slaginn gegn Breiðabliki í úrslitaleik Bestu deildar karla annað kvöld. Hann er spenntur fyrir því að berjast við miðverði Blika. 26. október 2024 11:02
Vilhjálmur Alvar dæmir úrslitaleikinn Víkingur og Breiðablik mætast í úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn annað kvöld. Vilhjálmur Alvar Þórarinsson mun dæma leikinn í Víkinni. 26. október 2024 09:19
Sjáðu peppmyndbandið fyrir svakalegt uppgjör Víkings og Breiðabliks Það hefur andað köldu á milli Víkings og Breiðabliks síðustu ár, enda liðin í harðri samkeppni, og á sunnudaginn er komið að uppgjöri þegar liðin spila um sjálfan Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta karla. 25. október 2024 13:34
Mjög ólíklegt að Valdimar verði með í úrslitaleiknum Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir litlar líkur á því að Valdimar Þór Ingimundarson verði með gegn Breiðabliki í úrslitaleik Bestu deildar karla á sunnudaginn. 25. október 2024 13:21
Hrokafullir Belgar skrifa um skömmina á Íslandi: „Miðlungslið valtar yfir Víkinga“ „Hlaupabraut í kringum völlinn. Myndavélar á pöllum og lýsandinn frá Play Sports þurfti að sitja inn í pínulitlum vinnuskúr. Þetta er Sambandsdeildin dömur mínar og herrar. Á Kópavogsvelli,“ segir í grein belgíska miðilsins HLN um leik Víkings Reykjavíkur og Cercle Brugge í deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu sem lauk með 3-1 sigri Víkinga á Kópavogsvelli í gær. Belgísku miðlarnir hafa farið mikinn í kjölfar leiksins. 25. október 2024 10:00
„Losnuðu hlekkir við það að lenda undir“ Arnar Bergmann Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, var vitanlega hreykinn af lærisveinum sínum sem lögðu belgíska liðið Cercle Brugge að velli í annarri umferð deildarkeppni Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta karla á Kópavogsvelli í dag. 24. október 2024 17:47
Víkingar fá sextíu milljónir fyrir sigurinn Með sigrinum sögulega gegn belgíska liðinu Cercle Brugge á Kópavogsvelli í dag, í Sambandsdeildinni í fótbolta, tryggðu Víkingar sér sextíu milljónir króna til viðbótar í verðlaunafé frá UEFA, Knattspyrnusambandi Evrópu. 24. október 2024 16:38
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti