Fótbolti

Trúir að hann geti orðið fyrsti bakvörðurinn til að vinna Ballon d'Or

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Trent Alexander-Arnold myndi frekar vilja vinna Ballon d'Or en HM.
Trent Alexander-Arnold myndi frekar vilja vinna Ballon d'Or en HM. Ulrik Pedersen/NurPhoto via Getty Images

Enski bakvörðurinn Trent Alexander-Arnold, leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, hefur trú á því að hann geti orðið fyrsti bakvörður sögunnar til að hreppa gullhnöttinn, Ballon d'Or.

Gullhnötturinn, eða Ballon d'Or, hefur verið veittur frá árinu 1956, en síðan verðlaunin voru veitt fyrst hefur bakvörður aldrei unnið til verðlaunanna. Roberto Carlos, vinstri bakvörður Real Madrid og brasilíska landsliðsins, hafnaði í örðu sæti á eftir Ronaldinho árið 2002.

Alexander-Arnold, sem er orðinn 26 ára gamall, hefur þó trú á því að hann geti orðið sá fyrsti. Hann segist frekal vilja hreppa gullhnöttinn en að vinna HM með enska landsliðinu.

„Ég trúi því að ég geti það,“ sagði Alexander-Arnold, spurður út í verðlaunin. „Ég vil verða fyrsti bakvörðurinn til að vinna til þessara verðlauna.“

„Það er ekki fyrr en að þú vaknar morguninn eftir að ferlinum líkur að þú getir horft í spegilinn og sagst hafa gefið allt sem þú átti. Það skiptir ekki máli hversu marga bikara þú vinnur, eða hversu margar medalíur þú átt. Það sem skiptir máli er hversu mikið þú leggur í leikinn og hvort þú náir að ná því besta út úr þér.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×