Segir Bjarna misskilja hrapallega hlutverk starfsstjórnar Tómas Arnar Þorláksson skrifar 26. október 2024 19:38 Össur Skarphéðinsson segir ótrúlegt að hegðun Ingu viðgangist á 21. öldinni. „Eftir að Jón Gunnarsson gerði sig líklegan til að feta slóð Sigríðar Andersen í oddvitasæti hjá Miðflokknum greip forysta flokksins til þess örþrifaráðs að kasta öllum stjórnskipulegum venjum og leikreglum fyrir róða í þágu flokkshagsmuna. Búið var til nýtt embætti eins konar kommissars yfir matvælaráðuneytinu. Bak við luktar dyr var svo gerður díll við Jón Gunnarsson um að hann fengi að valsa þar og gramsa eins og honum sýndist - gegn því að yfirgefa ekki flokkinn.“ Þetta segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, í Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, harðlega fyrir að hafa skipað Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem nýjan fulltrúa hans í matvælaráðuneytinu. Össur segir Bjarna hafa gert „skítadíl“ við Jón til að forða því að hann myndi ganga til liðs við Miðflokkinn. Jón tók fram í viðtali við Morgunblaðið sem birtist í gær að hvalveiðar væru eitt af þeim málum sem hann ætlaði að skoða í ráðuneytinu. „Þegar ríkisstjórnin var knúin til að biðjast lausnar talaði Björn Bjarnason frændi Bjarna af nokkru yfirlæti um Svandísi Svavarsdóttur og hæddi hana fyrir að vita ekki bofs um starfsstjórnir. En nú blasir við að Bjarni er kominn í sama tossabekkinn. Hann virðist ekki heldur vita neitt lengur um stjórnskipulegar venjur og hefðir um starfsstjórnir,“ segir Össur. Starfsstjórn eigi ekki að taka umdeildar ákvarðanir „Síðustu daga er eins og forysta Sjálfstæðisflokksins hafi gleymt því að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hefur fengið lausn frá störfum. Forseti Íslands er búinn að undirrita afsagnarbréf allra ráðherra og stærstur hluti þeirra var síðan munstraður að beiðni forseta í starfsstjórn. Það er fallegt nafn á hópi fráfarandi ráðherra sem í reynd eiga ekki að gera neitt nema verma stólana þar til alvöruríkisstjórn tekur við,“ segir Össur um málið. Hann minnist þess þegar hann var sjálfur ráðherra í starfsstjórn árið 1995. Þá hafi verið brýnt fyrir honum að slík stjórn ætti ekki að sjá um neitt nema reka ríkið frá degi til dags og alls ekki taka umdeildar ákvarðanir. „Þetta virtust líka rök forystu Sjálfstæðisflokksins þegar hún setti upp helgisvip eftir að hafa verið knúin til að biðjast lausnar á Bessastöðum – og hneyklaðist á Svandísi Svavarsdóttur fyrir að skilja ekki hvað í hugtakinu starfsstjórn fólst.“ Ákvörðun sem myndi skapa úlfúð og illdeilur Össur telur að ráðning Jóns í matvælaráðuneytið hafi verið málamiðlun til að tryggja það að hann myndi ekki yfirgefa flokkinn fyrir alþingiskosningar þann 30. nóvember. „Strax á fyrsta degi kom í ljós að valdsvið nýja kommissarsins er allt annað og meira en Bjarni sagði fjölmiðlum. Á fyrsta degi lýsti Jón því valdsmannslega eins og kommissar sæmir að forgangsverkefnið yrði að breyta stefnu matvælaráðuneytisins í fjölmörgum málum til samræmis við stefnu Sjálfstæðisflokksins.“ Össur ítrekar að þetta sé einmitt það sem starfsstjórn eigi ekki að gera, samkvæmt venjuhelguðum stjórnskipulegum reglum. „Bergnuminn af nýju valdi fannst nýja kommissarnum það tilvalið að uppfylla friðarskyldu starfsstjórnarinnar með því að lýsa yfir strax á fyrsta degi að hann hyggðist við fyrsta tækifæri gefa út framvirkt leyfi til hvalveiða! En eins og þjóð veit hafa pólitískar stórstyrjaldir staðið um hvalveiðar árum saman hér á landi. Engum dylst, og allra síst Jóni, að slík ákvörðun mun án nokkurs vafa skapa bæði úlfúð og illdeilur innan og utan þings.“ Vorkennir ræflinum sem eftir er af flokknum Össur lítur svo á að Sjálfstæðisflokkurinn telji þetta heillaskref í því skyni að sækja meira fylgi og skerpa ásýnd flokksins. „Vitaskuld má vorkenna ræflinum sem eftir er af veslings Sjálfstæðisflokknum. Hefði Jón Gunnarsson gert alvöru úr því að fylgja Sigríði Andersen yfir í Miðflokkinn jafngilti það yfirlýsingu um að stefnumiðum íslenskra hægri manna væri betur komið hjá honum en Sjálfstæðisflokknum. Það hefði hert enn á flóttanum frá Valhöll og líklega slegið í gadda að flokkurinn bíði í kosningum það gríðarlega afhroð sem kannanir hafa spáð síðan í júní (13,3% í gær).“ Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Sjá meira
Þetta segir Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, í Facebook-færslu þar sem hann gagnrýnir Bjarna Benediktsson, forsætisráðherra og starfandi matvælaráðherra, harðlega fyrir að hafa skipað Jón Gunnarsson, fyrrverandi dómsmálaráðherra, sem nýjan fulltrúa hans í matvælaráðuneytinu. Össur segir Bjarna hafa gert „skítadíl“ við Jón til að forða því að hann myndi ganga til liðs við Miðflokkinn. Jón tók fram í viðtali við Morgunblaðið sem birtist í gær að hvalveiðar væru eitt af þeim málum sem hann ætlaði að skoða í ráðuneytinu. „Þegar ríkisstjórnin var knúin til að biðjast lausnar talaði Björn Bjarnason frændi Bjarna af nokkru yfirlæti um Svandísi Svavarsdóttur og hæddi hana fyrir að vita ekki bofs um starfsstjórnir. En nú blasir við að Bjarni er kominn í sama tossabekkinn. Hann virðist ekki heldur vita neitt lengur um stjórnskipulegar venjur og hefðir um starfsstjórnir,“ segir Össur. Starfsstjórn eigi ekki að taka umdeildar ákvarðanir „Síðustu daga er eins og forysta Sjálfstæðisflokksins hafi gleymt því að ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar hefur fengið lausn frá störfum. Forseti Íslands er búinn að undirrita afsagnarbréf allra ráðherra og stærstur hluti þeirra var síðan munstraður að beiðni forseta í starfsstjórn. Það er fallegt nafn á hópi fráfarandi ráðherra sem í reynd eiga ekki að gera neitt nema verma stólana þar til alvöruríkisstjórn tekur við,“ segir Össur um málið. Hann minnist þess þegar hann var sjálfur ráðherra í starfsstjórn árið 1995. Þá hafi verið brýnt fyrir honum að slík stjórn ætti ekki að sjá um neitt nema reka ríkið frá degi til dags og alls ekki taka umdeildar ákvarðanir. „Þetta virtust líka rök forystu Sjálfstæðisflokksins þegar hún setti upp helgisvip eftir að hafa verið knúin til að biðjast lausnar á Bessastöðum – og hneyklaðist á Svandísi Svavarsdóttur fyrir að skilja ekki hvað í hugtakinu starfsstjórn fólst.“ Ákvörðun sem myndi skapa úlfúð og illdeilur Össur telur að ráðning Jóns í matvælaráðuneytið hafi verið málamiðlun til að tryggja það að hann myndi ekki yfirgefa flokkinn fyrir alþingiskosningar þann 30. nóvember. „Strax á fyrsta degi kom í ljós að valdsvið nýja kommissarsins er allt annað og meira en Bjarni sagði fjölmiðlum. Á fyrsta degi lýsti Jón því valdsmannslega eins og kommissar sæmir að forgangsverkefnið yrði að breyta stefnu matvælaráðuneytisins í fjölmörgum málum til samræmis við stefnu Sjálfstæðisflokksins.“ Össur ítrekar að þetta sé einmitt það sem starfsstjórn eigi ekki að gera, samkvæmt venjuhelguðum stjórnskipulegum reglum. „Bergnuminn af nýju valdi fannst nýja kommissarnum það tilvalið að uppfylla friðarskyldu starfsstjórnarinnar með því að lýsa yfir strax á fyrsta degi að hann hyggðist við fyrsta tækifæri gefa út framvirkt leyfi til hvalveiða! En eins og þjóð veit hafa pólitískar stórstyrjaldir staðið um hvalveiðar árum saman hér á landi. Engum dylst, og allra síst Jóni, að slík ákvörðun mun án nokkurs vafa skapa bæði úlfúð og illdeilur innan og utan þings.“ Vorkennir ræflinum sem eftir er af flokknum Össur lítur svo á að Sjálfstæðisflokkurinn telji þetta heillaskref í því skyni að sækja meira fylgi og skerpa ásýnd flokksins. „Vitaskuld má vorkenna ræflinum sem eftir er af veslings Sjálfstæðisflokknum. Hefði Jón Gunnarsson gert alvöru úr því að fylgja Sigríði Andersen yfir í Miðflokkinn jafngilti það yfirlýsingu um að stefnumiðum íslenskra hægri manna væri betur komið hjá honum en Sjálfstæðisflokknum. Það hefði hert enn á flóttanum frá Valhöll og líklega slegið í gadda að flokkurinn bíði í kosningum það gríðarlega afhroð sem kannanir hafa spáð síðan í júní (13,3% í gær).“
Kosningapróf - Kjóstu rétt Taka prófið Sjálfstæðisflokkurinn Alþingiskosningar 2024 Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fleiri fréttir Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Sjá meira