Handbolti

KA enn á botninum eftir tap í Eyjum

Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar
Dagur Arnarsson skoraði átta mörk fyrir Eyjamenn.
Dagur Arnarsson skoraði átta mörk fyrir Eyjamenn. Vísir/Diego

ÍBV vann sterkan fimm marka sigur er liðið tók á móti botnliði KA í Olís-deild karla í handbolta í dag, 36-31.

Jafnræði ríkti með liðunum í upphafi leiks, en Eyjamenn virtust þó alltaf hálfu skrefi framar. Þegar um tuttugu mínútur voru liðnar af leiknum náði ÍBV þriggja marka forskoti og liðið hélt þeirri forystu út hálfleikinn. Staðan 19-15 þegar flautað var til hálfleiks og liðin gengu til búningsherbergja.

Gestirnir í KA héldu í við Eyjamenn stærstan hluta seinni hálfleiks, en náðu þó aldrei að ógna forskoti Eyjamanna. Mest náði ÍBV sex marka forskoti, og vann að lokum fimm marka sigur, 36-31.

Dagur Arnarsson var markahæstur í liði Eyjamanna með átta mörk, en næstir komu þeir Gauti Gunnarsson og Andri Erlingsson með sex mörk hvor. Pavel Miskevich varði 15 skot og var með 34 prósent hlutfallsvörslu. Í liði KA var Bjarni Ófeigur Valdimarsson atkvæðamestur með níu mörk.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×