„Undir niðri kraumar bullandi rígur“ Sindri Sverrisson skrifar 25. október 2024 17:02 Þjálfarar og fyrirliðar Breiðabliks og Víkings sátu blaðamannafund í Víkinni í dag, sem Gummi Ben stýrði. Það styttist í risauppgjör liðanna á sunnudaginn, þar sem Íslandsmeistaratitillinn er í húfi. Vísir Gríðarleg eftirvænting ríkir vegna úrslitaleiks Víkings og Breiðabliks um Íslandsmeistaratitilinn í fótbolta. Liðin hafa marga hildi háð í baráttunni um titilinn síðustu ár, með tilheyrandi ríg á milli allra sem að þeim koma. Gummi Ben spurði þjálfara og fyrirliða liðanna út í þennan mikla ríg og þá staðreynd að hin eitilharða samkeppni á milli þeirra geri viðureignir Víkings og Breiðabliks að hápunktum hvers sumars - hvað þá þegar þau mætast í einum leik upp á sjálfan Íslandsmeistaratitilinn eins og á sunnudag. „Þetta var bara íþróttalegur ágreiningur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, í þátíð til að byrja með og vildi meina að hlutirnir hefðu aðeins róast eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson steig frá borði hjá Blikum á síðasta ári. Halldór Árnason, fyrrverandi aðstoðarmaður Óskars og nú þjálfari Blika, væri rólegri. Hlegið þegar Arnar sagðist orðinn þroskaðri „Bæði lið voru að sækja að sama markmiði – að vera á toppnum og vinna dollurnar. Þá skapast náttúrulega rígur; þjálfararnir tóku þátt í þessu, leikmennirnir og áhorfendur. Úr varð hin alls herjar skemmtun sem ég ætla að vona að endi ekki með einhverjum hápunkti á sunnudaginn, heldur verði áframhald af þessu. Þetta eru tveir bestu klúbbarnir í dag og hafa verið að berjast um titlana undanfarin ár. Svo bætist við árangur í Evrópukeppni. Þetta er bara gaman. Þetta er „show business“. Við erum að reyna að standa okkur, og þurfum líka að standa okkur til að auglýsa íþróttina okkar. Stundum förum við fram úr okkur, ég viðurkenni það, en ég held að almennt hafi vel tekist til. Fólk hefur gaman af þessu. Núna er þetta aðeins rólegra. Dóri er rólegri en Óskar, og ég er orðinn þroskaðri,“ sagði Arnar en þá gat Gummi Ben reyndar ekki orða bundist og benti á að Arnar væri nú reyndar í leikbanni á sunnudaginn, og uppskar hlátur Arnars og annarra á fundinum. Sölvi Geir Ottesen stýrir Víkingum í hans stað á sunnudaginn. Gera hvað sem er til að vinna þessa dollu „Þetta er farið að líkjast aðeins eðlilegra ástandi en undir niðri kraumar bullandi rígur og báðir aðilar eru tilbúnir að gera hvað sem er til að vinna þessa dollu á sunnudaginn,“ sagði Arnar eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Halldór hélt sig frá banni Halldór Árnason, sem er einum sigri frá því að verða Íslandsmeistari í fyrstu tilraun sem aðalþjálfari í efstu deild, var reyndar einnig einu gulu spjaldi frá því að vera í leikbanni á sunnudaginn: „Ég var meðvitaður um að ég væri á þremur spjöldum. Ég er búinn að vera það svolítið lengi. Búinn að standa mig vel að hanga á þessum þremur,“ sagði Halldór léttur. Ekki það sama óvinur og keppinautur Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, segir ríginn á milli Blika og Víkinga hafa gert Bestu deildinni gott. „Þetta hefur verið ótrúlega gaman og það er ekki sjálfgefið sem leikmaður að fá að eiga hörkukeppinaut. Sumir setja samasemmerki á milli þess að vera óvinur og keppinautur. Óvinur er kannski einhver sem þú vilt ráða af dögum en þetta er ekki alveg þar. Alla vega ekki alltaf,“ sagði Höskuldur og glotti. „En það eru forréttindi fyrir leikmenn og klúbbinn að eiga hörkukeppinaut. Þetta er líka, eins og Arnar segir, „show business“ og ég held að deildin í heild hafi notið góðs af þessu [rígnum]. Þetta hefur verið meiriháttar gaman,“ sagði Höskuldur. Alltaf skemmtilegir og spennandi leikir Gummi tók undir þetta og sagði leiki liðanna einfaldlega bestu auglýsinguna fyrir deildina. „Þetta eru tvö bestu liðin að mæta hvort öðru, og þá fylgir bara aðeins meira aksjón og menn vilja fara meira hver í annan. Þetta eru alltaf skemmtilegir leikir og þessir leikir við Blika hafa líka verið ógeðslega spennandi,“ sagði Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, en hægt er að horfa á fundinn í heild sinni í greininni hér að neðan. Leikur Víkings og Breiðabliks fer fram á Víkingsvelli klukkan 18:30 á sunnudaginn og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 17:45. Eftir leikinn verður Besta deild karla svo gerð upp í lokaþætti Stúkunnar. Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Mjög ólíklegt að Valdimar verði með í úrslitaleiknum Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir litlar líkur á því að Valdimar Þór Ingimundarson verði með gegn Breiðabliki í úrslitaleik Bestu deildar karla á sunnudaginn. 25. október 2024 13:21 Sjö stjörnur yfirgefa sviðið um helgina Sjö stór nöfn í íslenska fótboltanum yfirgefa sviðið í Bestu deild karla í fótbolta þegar lokaumferðin í deildinni fer fram um helgina. Að neðan er stiklað á stóru yfir feril þessara sjö merkismanna. 25. október 2024 14:32 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fattaði upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Sjá meira
Gummi Ben spurði þjálfara og fyrirliða liðanna út í þennan mikla ríg og þá staðreynd að hin eitilharða samkeppni á milli þeirra geri viðureignir Víkings og Breiðabliks að hápunktum hvers sumars - hvað þá þegar þau mætast í einum leik upp á sjálfan Íslandsmeistaratitilinn eins og á sunnudag. „Þetta var bara íþróttalegur ágreiningur,“ sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkinga, í þátíð til að byrja með og vildi meina að hlutirnir hefðu aðeins róast eftir að Óskar Hrafn Þorvaldsson steig frá borði hjá Blikum á síðasta ári. Halldór Árnason, fyrrverandi aðstoðarmaður Óskars og nú þjálfari Blika, væri rólegri. Hlegið þegar Arnar sagðist orðinn þroskaðri „Bæði lið voru að sækja að sama markmiði – að vera á toppnum og vinna dollurnar. Þá skapast náttúrulega rígur; þjálfararnir tóku þátt í þessu, leikmennirnir og áhorfendur. Úr varð hin alls herjar skemmtun sem ég ætla að vona að endi ekki með einhverjum hápunkti á sunnudaginn, heldur verði áframhald af þessu. Þetta eru tveir bestu klúbbarnir í dag og hafa verið að berjast um titlana undanfarin ár. Svo bætist við árangur í Evrópukeppni. Þetta er bara gaman. Þetta er „show business“. Við erum að reyna að standa okkur, og þurfum líka að standa okkur til að auglýsa íþróttina okkar. Stundum förum við fram úr okkur, ég viðurkenni það, en ég held að almennt hafi vel tekist til. Fólk hefur gaman af þessu. Núna er þetta aðeins rólegra. Dóri er rólegri en Óskar, og ég er orðinn þroskaðri,“ sagði Arnar en þá gat Gummi Ben reyndar ekki orða bundist og benti á að Arnar væri nú reyndar í leikbanni á sunnudaginn, og uppskar hlátur Arnars og annarra á fundinum. Sölvi Geir Ottesen stýrir Víkingum í hans stað á sunnudaginn. Gera hvað sem er til að vinna þessa dollu „Þetta er farið að líkjast aðeins eðlilegra ástandi en undir niðri kraumar bullandi rígur og báðir aðilar eru tilbúnir að gera hvað sem er til að vinna þessa dollu á sunnudaginn,“ sagði Arnar eins og sjá má í klippunni hér að neðan. Halldór hélt sig frá banni Halldór Árnason, sem er einum sigri frá því að verða Íslandsmeistari í fyrstu tilraun sem aðalþjálfari í efstu deild, var reyndar einnig einu gulu spjaldi frá því að vera í leikbanni á sunnudaginn: „Ég var meðvitaður um að ég væri á þremur spjöldum. Ég er búinn að vera það svolítið lengi. Búinn að standa mig vel að hanga á þessum þremur,“ sagði Halldór léttur. Ekki það sama óvinur og keppinautur Höskuldur Gunnlaugsson, fyrirliði Blika, segir ríginn á milli Blika og Víkinga hafa gert Bestu deildinni gott. „Þetta hefur verið ótrúlega gaman og það er ekki sjálfgefið sem leikmaður að fá að eiga hörkukeppinaut. Sumir setja samasemmerki á milli þess að vera óvinur og keppinautur. Óvinur er kannski einhver sem þú vilt ráða af dögum en þetta er ekki alveg þar. Alla vega ekki alltaf,“ sagði Höskuldur og glotti. „En það eru forréttindi fyrir leikmenn og klúbbinn að eiga hörkukeppinaut. Þetta er líka, eins og Arnar segir, „show business“ og ég held að deildin í heild hafi notið góðs af þessu [rígnum]. Þetta hefur verið meiriháttar gaman,“ sagði Höskuldur. Alltaf skemmtilegir og spennandi leikir Gummi tók undir þetta og sagði leiki liðanna einfaldlega bestu auglýsinguna fyrir deildina. „Þetta eru tvö bestu liðin að mæta hvort öðru, og þá fylgir bara aðeins meira aksjón og menn vilja fara meira hver í annan. Þetta eru alltaf skemmtilegir leikir og þessir leikir við Blika hafa líka verið ógeðslega spennandi,“ sagði Nikolaj Hansen, fyrirliði Víkinga, en hægt er að horfa á fundinn í heild sinni í greininni hér að neðan. Leikur Víkings og Breiðabliks fer fram á Víkingsvelli klukkan 18:30 á sunnudaginn og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Upphitun fyrir leikinn hefst klukkan 17:45. Eftir leikinn verður Besta deild karla svo gerð upp í lokaþætti Stúkunnar.
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík Tengdar fréttir Mjög ólíklegt að Valdimar verði með í úrslitaleiknum Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir litlar líkur á því að Valdimar Þór Ingimundarson verði með gegn Breiðabliki í úrslitaleik Bestu deildar karla á sunnudaginn. 25. október 2024 13:21 Sjö stjörnur yfirgefa sviðið um helgina Sjö stór nöfn í íslenska fótboltanum yfirgefa sviðið í Bestu deild karla í fótbolta þegar lokaumferðin í deildinni fer fram um helgina. Að neðan er stiklað á stóru yfir feril þessara sjö merkismanna. 25. október 2024 14:32 Mest lesið Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Handbolti Vann þrátt fyrir að vera búin að gera í brækurnar Sport Skúbbaði í miðju kynlífi Sport Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja Fótbolti UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Fótbolti Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Körfubolti LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Körfubolti Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ Körfubolti Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fattaði upp á Orra Óstöðvandi Handbolti Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan Körfubolti Fleiri fréttir Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ Sjá meira
Mjög ólíklegt að Valdimar verði með í úrslitaleiknum Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, segir litlar líkur á því að Valdimar Þór Ingimundarson verði með gegn Breiðabliki í úrslitaleik Bestu deildar karla á sunnudaginn. 25. október 2024 13:21
Sjö stjörnur yfirgefa sviðið um helgina Sjö stór nöfn í íslenska fótboltanum yfirgefa sviðið í Bestu deild karla í fótbolta þegar lokaumferðin í deildinni fer fram um helgina. Að neðan er stiklað á stóru yfir feril þessara sjö merkismanna. 25. október 2024 14:32