Óvinsæll Trudeau ætlar ekki að víkja Samúel Karl Ólason skrifar 25. október 2024 11:23 Justin Trudeau á blaðamannafundi í gær. AP/Sean Kilpatrick Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, segist ekki ætla að stíga til hliðar sem leiðtogi Frjálslynda flokksins þó að 24 þingmenn úr flokknum hafi kallað eftir því. Flokkurinn hefur misst mikið fylgi samkvæmt könnunum og óttast þingmenn Trudeau að óvinsældir forsætisráðherrans séu að koma niður á flokknum. Á blaðamannafundi í gær, þar sem forsætisráðherrann var að kynna aðgerðir ríkisstjórnar sinnar til að takmarka fjölda innflytjenda í Kanada á næstu árum, sagðist Trudeau ekki ætla að víkja. Hann myndi leiða Frjálslynda flokkinn í komandi kosningum. Immigration is central to the story of Canada. Our decision to temporarily reduce the number of immigrants is a pragmatic one that addresses the needs of our economy right now. pic.twitter.com/MmNvfqcHBy— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) October 24, 2024 Eftir níu ár í ríkisstjórn hafa vinsældir Trudeau í augum kjósenda minnkað mjög. Kanadíska ríkisútvarpið (CBC) segir kannanir benda til þess að Íhaldsflokkurinn sé með nítján prósentustiga forskot á Frjálslynda flokkinn. Til stendur að næstu þingkosningar verði haldnar fyrir október á næsta ári en nákvæmlega hvenær liggur ekki fyrir að svo stöddu. Áðurnefndir þingmenn birtu opið bréf þar sem þeir kölluðu eftir því að Trudeau færi af velli til að forða flokknum frá því að hljóta afhroð í komandi þingkosningum. Trudeau fundaði með þingflokki sínum í þrjár klukkustundir á miðvikudaginn og lýsti hann umræðunum sem „kröftugum“, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hann sagðist þó ekki ætla að víkja, eins og áður hefur komið fram, hann myndi leiða flokkinn í kosningunum á næsta ári. Enginn kanadískur forsætisráðherra hefur setið í fjögur kjörtímabil í röð í meira en hundrað ár. Ráðherrar Trudeau segja hann njóta stuðnings mikils meirihluta 153 þingmanna Frjálslynda flokksins. Að minnsta kosti einn þingmannanna sem skrifaði undir bréfið sagðist vonsvikinn með að Trudeau virtist ekki hafa tekið sér nokkurn tíma til umhugsunar. Sean Casey, umræddur þingmaður, sagðist þó ekki ætla að grípa til frekari aðgerða. Hann hefði talið það skyldu sína að lýsa yfir áhyggjum sínum og nú væri málið dautt. Kanada Tengdar fréttir Saka yfirvöld í Indlandi um ofbeldi og morð í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sakað ríkisstjórn Indlands um aðild að glæpum, ofbeldi og morðum í Kanada. Hann sakaði Indverja um að hafa gert „grundvallar mistök“ og að aðgerðir þeirra væru alfarið óásættanlegar. 15. október 2024 10:41 Stígur á bremsuna í málefnum innflytjenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ætlar að draga úr fjölda innflytjenda sem fá að setjast að í Kanada. Trudeau hefur lengi hyllt innflytjendur sem flytja til Kanada en umfangsmiklar breytingar hafa orðið á viðhorfi almennings í Kanada varðandi málaflokkinn, samhliða skorti á húsnæði og auknu álagi á heilbrigðiskerfi landsins. 17. febrúar 2024 17:05 Trudeau-hjónin skilja Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada og eiginkona hans Sophie Grégoire Trudeau, sem er fyrrverandi sjónvarpskona, eru að skilja eftir átján ára hjónaband. 2. ágúst 2023 17:04 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Á blaðamannafundi í gær, þar sem forsætisráðherrann var að kynna aðgerðir ríkisstjórnar sinnar til að takmarka fjölda innflytjenda í Kanada á næstu árum, sagðist Trudeau ekki ætla að víkja. Hann myndi leiða Frjálslynda flokkinn í komandi kosningum. Immigration is central to the story of Canada. Our decision to temporarily reduce the number of immigrants is a pragmatic one that addresses the needs of our economy right now. pic.twitter.com/MmNvfqcHBy— Justin Trudeau (@JustinTrudeau) October 24, 2024 Eftir níu ár í ríkisstjórn hafa vinsældir Trudeau í augum kjósenda minnkað mjög. Kanadíska ríkisútvarpið (CBC) segir kannanir benda til þess að Íhaldsflokkurinn sé með nítján prósentustiga forskot á Frjálslynda flokkinn. Til stendur að næstu þingkosningar verði haldnar fyrir október á næsta ári en nákvæmlega hvenær liggur ekki fyrir að svo stöddu. Áðurnefndir þingmenn birtu opið bréf þar sem þeir kölluðu eftir því að Trudeau færi af velli til að forða flokknum frá því að hljóta afhroð í komandi þingkosningum. Trudeau fundaði með þingflokki sínum í þrjár klukkustundir á miðvikudaginn og lýsti hann umræðunum sem „kröftugum“, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Hann sagðist þó ekki ætla að víkja, eins og áður hefur komið fram, hann myndi leiða flokkinn í kosningunum á næsta ári. Enginn kanadískur forsætisráðherra hefur setið í fjögur kjörtímabil í röð í meira en hundrað ár. Ráðherrar Trudeau segja hann njóta stuðnings mikils meirihluta 153 þingmanna Frjálslynda flokksins. Að minnsta kosti einn þingmannanna sem skrifaði undir bréfið sagðist vonsvikinn með að Trudeau virtist ekki hafa tekið sér nokkurn tíma til umhugsunar. Sean Casey, umræddur þingmaður, sagðist þó ekki ætla að grípa til frekari aðgerða. Hann hefði talið það skyldu sína að lýsa yfir áhyggjum sínum og nú væri málið dautt.
Kanada Tengdar fréttir Saka yfirvöld í Indlandi um ofbeldi og morð í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sakað ríkisstjórn Indlands um aðild að glæpum, ofbeldi og morðum í Kanada. Hann sakaði Indverja um að hafa gert „grundvallar mistök“ og að aðgerðir þeirra væru alfarið óásættanlegar. 15. október 2024 10:41 Stígur á bremsuna í málefnum innflytjenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ætlar að draga úr fjölda innflytjenda sem fá að setjast að í Kanada. Trudeau hefur lengi hyllt innflytjendur sem flytja til Kanada en umfangsmiklar breytingar hafa orðið á viðhorfi almennings í Kanada varðandi málaflokkinn, samhliða skorti á húsnæði og auknu álagi á heilbrigðiskerfi landsins. 17. febrúar 2024 17:05 Trudeau-hjónin skilja Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada og eiginkona hans Sophie Grégoire Trudeau, sem er fyrrverandi sjónvarpskona, eru að skilja eftir átján ára hjónaband. 2. ágúst 2023 17:04 Mest lesið Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Fréttir Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Innlent Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Innlent Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin Innlent Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Innlent Fleiri fréttir Fjárfesta 70 billjónum í gervigreind Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Níutíu Palestínumenn látnir lausir Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Fjölskyldur fögnuðu þegar gíslum var sleppt Opna fyrir Tiktok á nýjan leik Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku TikTok bann í Bandaríkjunum Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Mun færri slasaðir eftir skíðaslysið en talið var í fyrstu Sjá meira
Saka yfirvöld í Indlandi um ofbeldi og morð í Kanada Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sakað ríkisstjórn Indlands um aðild að glæpum, ofbeldi og morðum í Kanada. Hann sakaði Indverja um að hafa gert „grundvallar mistök“ og að aðgerðir þeirra væru alfarið óásættanlegar. 15. október 2024 10:41
Stígur á bremsuna í málefnum innflytjenda Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, ætlar að draga úr fjölda innflytjenda sem fá að setjast að í Kanada. Trudeau hefur lengi hyllt innflytjendur sem flytja til Kanada en umfangsmiklar breytingar hafa orðið á viðhorfi almennings í Kanada varðandi málaflokkinn, samhliða skorti á húsnæði og auknu álagi á heilbrigðiskerfi landsins. 17. febrúar 2024 17:05
Trudeau-hjónin skilja Justin Trudeau forsætisráðherra Kanada og eiginkona hans Sophie Grégoire Trudeau, sem er fyrrverandi sjónvarpskona, eru að skilja eftir átján ára hjónaband. 2. ágúst 2023 17:04