Hærri laun eða viðhalda áunnum réttindum! Hvernig verðleggjum við menntun barnanna okkar? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar 25. október 2024 11:32 Formaður samninganefndar sveitarfélaga, Inga Rún Ólafsdóttir, var í viðtali á Rás 2 þann 24. október 2024. Það var áhugavert að heyra rök hennar fyrir því hvers vegna ekki sé hægt að verða við kröfum kennara. Hún benti á að opinberir starfsmenn, þ.m.t. kennarar, njóti meiri réttinda en fólk á almennum vinnumarkaði. Þar nefndi hún aukinn veikindarétt, orlofsrétt, auk yfirráða yfir eigin vinnutíma. Einnig sagði hún að vinnuálagið væri minna en á almennum vinnumarkaði. Inga Rún sagði að ef orðið yrði við launakröfum kennara myndi vinnumagnið aukast og að því fylgdi stytting á vetrar- og sumarleyfi, auk þess sem páskafríið og þrjár vikur á launum vegna símenntunar myndu falla niður. Í stað þess að hækka launin lagði hún til að fjölga starfsheitum til stuðnings kennurum, til að létta undir með þeim. Hún fullyrti einnig að það vantaði ekki peninga, nóg væri til, en mikilvægt væri að deila þeim betur og útvega kennurum aðstoðarfólk. Jafnframt nefndi hún að kennarar væru frábærir og að við þyrftum að hlúa betur að þeim, en þó bætti hún við að kennarar væru "viðkvæmir og móðgunargjarnir." Það virðist ekki renna upp fyrir Ingu Rún að kennsla felur í sér undirbúning, kennsluna sjálfa og yfirferð verkefna, sem að jafnaði gerir 43 klukkustundir á viku miðað við 100% starf. Manni verður orðavant við að svara þessum sjónarmiðum, og tilfinningin er sú að stefni í langt kennaraverkfall. Meðallaun kennara sem eru sérfræðingar í fræðslustarfsemi eru um 800þ. á mánuði, á meðan meðallaun sérfræðinga á almennum markaði eru um 1.100þ. krónur á mánuði. Félagsmenn Kennarasambands Íslands hafa beðið í átta ár eftir að viðsemjendur þeirra, ríki, borg og sveitarfélög, standi við loforð frá 2016 um að jafna ómálefnalegan launamun milli opinbera og almenns markaðar. Kennarastéttin er þvinguð til að taka að sér aðra vinnu samhliða kennslunni til að láta enda ná saman, því launin duga oft ekki. Það er því miður ríkjandi viðhorf á Íslandi að það sé eðlilegt að vinna tvær til þrjár vinnur í stað þess að ein vinna dugi til framfærslu. Kennaranám krefst að meðaltali fimm ára háskólanáms, sem miðar að því að undirbúa börn og unglinga fyrir lífið með því að tryggja þeim jöfn tækifæri. Hvernig verðleggjum við menntun barnanna okkar! Höfundur er framhaldsskólakennari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skóla- og menntamál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Formaður samninganefndar sveitarfélaga, Inga Rún Ólafsdóttir, var í viðtali á Rás 2 þann 24. október 2024. Það var áhugavert að heyra rök hennar fyrir því hvers vegna ekki sé hægt að verða við kröfum kennara. Hún benti á að opinberir starfsmenn, þ.m.t. kennarar, njóti meiri réttinda en fólk á almennum vinnumarkaði. Þar nefndi hún aukinn veikindarétt, orlofsrétt, auk yfirráða yfir eigin vinnutíma. Einnig sagði hún að vinnuálagið væri minna en á almennum vinnumarkaði. Inga Rún sagði að ef orðið yrði við launakröfum kennara myndi vinnumagnið aukast og að því fylgdi stytting á vetrar- og sumarleyfi, auk þess sem páskafríið og þrjár vikur á launum vegna símenntunar myndu falla niður. Í stað þess að hækka launin lagði hún til að fjölga starfsheitum til stuðnings kennurum, til að létta undir með þeim. Hún fullyrti einnig að það vantaði ekki peninga, nóg væri til, en mikilvægt væri að deila þeim betur og útvega kennurum aðstoðarfólk. Jafnframt nefndi hún að kennarar væru frábærir og að við þyrftum að hlúa betur að þeim, en þó bætti hún við að kennarar væru "viðkvæmir og móðgunargjarnir." Það virðist ekki renna upp fyrir Ingu Rún að kennsla felur í sér undirbúning, kennsluna sjálfa og yfirferð verkefna, sem að jafnaði gerir 43 klukkustundir á viku miðað við 100% starf. Manni verður orðavant við að svara þessum sjónarmiðum, og tilfinningin er sú að stefni í langt kennaraverkfall. Meðallaun kennara sem eru sérfræðingar í fræðslustarfsemi eru um 800þ. á mánuði, á meðan meðallaun sérfræðinga á almennum markaði eru um 1.100þ. krónur á mánuði. Félagsmenn Kennarasambands Íslands hafa beðið í átta ár eftir að viðsemjendur þeirra, ríki, borg og sveitarfélög, standi við loforð frá 2016 um að jafna ómálefnalegan launamun milli opinbera og almenns markaðar. Kennarastéttin er þvinguð til að taka að sér aðra vinnu samhliða kennslunni til að láta enda ná saman, því launin duga oft ekki. Það er því miður ríkjandi viðhorf á Íslandi að það sé eðlilegt að vinna tvær til þrjár vinnur í stað þess að ein vinna dugi til framfærslu. Kennaranám krefst að meðaltali fimm ára háskólanáms, sem miðar að því að undirbúa börn og unglinga fyrir lífið með því að tryggja þeim jöfn tækifæri. Hvernig verðleggjum við menntun barnanna okkar! Höfundur er framhaldsskólakennari.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun