Uppgjör og viðtöl: Höttur - Njarðvík 76-91 | Shabazz með sýningu Gunnar Gunnarsson skrifar 24. október 2024 21:00 Mario Matasovic og félagar í Njarðvík unnu flottan sigur fyrir austan í kvöld. Vísir/Hulda Margrét Khalil Shabazz átti framúrskarandi leik þegar Njarðvík vann Hött 76-91 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Frábær varnarleikur lagði grunninn að forustu í fyrsta leikhluta sem gestirnir fylgdu eftir til loka. Hattarmenn byrjuðu leikinn betur en um miðjan fyrsta leikhluta lokaði Njarðvík vörninni. Höttur skoraði ekki stig síðustu 4,5 mínúturnar. Hattarmenn ýmist hentu boltanum ú af eða létu stela honum af sér meðan Njarðvík fékk auðveldar körfur. Það skilaði gestunum 12-26 forskoti eftir fyrsta leikhluta. Mistökunum fækkaði hjá Hetti en Njarðvíkingar héldu áfram að spila sterka vörn. Í sókninni var sérstaklega Khalil Shabazz heitur og skaut vart feilskoti. Hattarmenn svöruðu þó aðeins í lokin með körfum frá Obie Trotter og David Ramos. Þess vegna var munurinn undir tíu stigum, 38-47 í hálfleik. Þegar á leið þriðja leikhluta hóf Njarðvík að bæta í forskot sitt áfram. Shabazz hélt áfram uppteknum hætti og setti niður góð skot, en mestu munaði um að Njarðvíkurvörnin hélt Hattarmönnum frá körfunni. Staðan var 56-71 þegar fjórði leikhluti hófst. Það er ekki gríðarlegur munur en mestu skipti um það heljartak sem Njarðvík hafði á heimamönnum, að aldrei voru líkur á að þeir kæmu til baka. Njarðvík skoraði þegar á þurfti að halda og var um tíma 20 stigum yfir í leikhlutanum. Lykilmenn fengu hvíld í restina og Höttur minnkaði aðeins muninn. Hvað gekk vel? Framúrskarandi vörn var það sem lagði grunninn að sigri Njarðvíkur. Hattarmenn virtust forðast að reyna að fara þá þann óárennilega múr sem Dominykas Milka myndaði undir körfunni. Á sama tíma gátu Njarðvíkingar mætt bakvörðum Hattar framarlega. Þeir ýmist töpuðu boltanum undir pressu eða liðið fann sér ekki pláss. Þetta skilaði Njarðvík hraðaupphlaupum og auðveldum körfum. Þótt Höttur fækkaði töpuðu boltanum þá gekk þeim áfram illa að opna vörnina. Og Njarðvík hafði algjöra yfirburði í fráköstum, Mikla hirti allt sem hrökk af körfunni þannig Höttur fékk aldrei annan séns. Hvað gekk illa? Flest allt hjá Hetti. Liðið var flatt og ráðvillt. Þeir urðu algjörlega undir í fráköstum, 19-40 og fengu þannig aldrei annan séns eftir skot. Hverjir stóðu upp úr? Kahlil Shabazz átti sýningu í kvöld. Á þeim kafla sem Njarðvíkingar byggðu upp forustu sína í fyrri hálfleik stal hann hverjum boltanum á fætur öðrum og endaði með alls átta stolna bolta. Hann var líka gjarnan að klára sóknirnar sjálfur. Þess utan dúndraði hann niður fjölda þriggja stiga skota. Nánast sama hvað hann gerði, úr því varð gull. Shabazz endaði með 34 stig og var með nánast fullkomna nýtingu út leikinn. Hann virtist þreytast undir lokin og þá versnaði nýtingin, endaði í 63%. . Það væri hægt að hrósa fleiri Njarðvíkingum, Brynjar Karl Gunnarsson spilaði fína vörn, Veigar Páll Alexandersson skilaði 17 stigum og Mikla var öflugur undir körfunni. En það verður líka að hrósa Obie Trotter sem eina Hattarmanninum sem mæti til leiks. Hann var að stela boltum og skora körfur, varð stigahæstur með 21 stig. Vísir/Hulda Margrét Adam Eiður: Þetta var viðbjóður Adam Eiður Ásgeirsson, fyrirliði Hattar, átti ekkert fleiri svör eftir leik heldur en lið hans í leiknum sjálfum við Njarðvík í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, en Höttur tapaði 76-91. „Við vorum undir í öllum þáttum leiksins. Við mættum ekki með ákveðnina sem þarf til að vinna góð körfuboltalið. Því fór sem fór – bara viðbjóður. Það var ekkert sem kom okkur á óvart. Þeir gerðu hlutina betur en við.“ Adam Eiður veitti viðtal eftir leikinn en Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, fór úr húsi um leið og liðið hafði farið stuttlega yfir leikinn inni í búningsklefa. „Við ræddum leikinn stuttlega, eins og venjulega. Síðan fórum við í sturtu,“ svaraði Adam Eiður aðspurður um hvað hefði verið talað um eftir leikinn. Höttur vann fyrstu tvo leikina en hefur núna tapað tveimur. Það sem verra er að spilamennska liðsins í þessum tveimur tapleikjum var slæm. „Það fylgir þessu skömm næstu daga þegar ég mæti í vinnuna og fer út í búð. En það er æfing á morgun þar sem við skoðum vídeóið og við sjáum hvað við þurfum að bæta fyrir næsta leik. Það eru 22 leikir í deildinni og þessi var sá fjórði. Við spiluðum fyrstu tvo leikina vel en síðan ógeðslega illa næstu tvo. Það er eitthvað sem við þurfum að finna út úr.“ Rúnar Ingi Erlingsson gerði vel fyrir austan.Vísir/Diego Rúnar Ingi: Vissum að við þyrftum að bæta fyrir 30 stiga mann með góðri vörn Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með frammistöðu síns liðs í 76-91 sigri á Hetti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld, en leikið var á Egilsstöðum. Liðið var án síns helsta stigaskorar, Dwayne Lautier-Ogunleye en Khalil Shabazz skein í hans fjarveru og liðið lék frábæran varnarleik. „Öll lið sakna þess að hafa ekki sinn besta leikmann. Við tókum ákvörðun um að nota hann ekki í kvöld og vorum búin að undirbúa það í vikunni. Mér finnst það styrkleiki og einkenni góðra liða að geta farið á erfiðan útivöll án lykilmanns og fundið lausnir. Mínir menn svöruðu kallinu og spiluðu einkar vel í dag.“ Höttur byrjaði betur, skoraði 8 stig í röð, komst í 10-2 og var yfir 12-8 þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Þá lokaði Njarðvík vörninni og fékk í kjölfarið hraðaupphlaup með ódýrum körfum en spilaði þess utan góðan sóknarleik og hittu vel. Njarðvík skoraði 18 stig í röð, var yfir 12-26 eftir leikhlutann og skoraði fyrstu körfuna í öðrum leikhluta þannig að stigin urðu 20 án svars frá Hetti. „Okkur vantaði þrjátíu stiga mann þannig vörnin varð að vinna leikinn fyrir okkur. Við þekktum vel styrkleika Hattarliðsins og undirbjuggum okkur vel. Við ákváðum að taka ekki leikhlé í byrjun, það var rétt ákvörðun í kvöld en hefði getað reynst röng í öðrum leik. Við förum síðan á 20 stiga skrið, (Khalil) Shabazz var með hendurnar út um allt, stal átta boltum og við náum fráköstum. Þegar þú ert búinn að skora tíu stig í röð verður næsta sókn auðveldari, þú nærð frákastinu og það hlaupa allir fram tilbúnir að bæta í og það er stuð. Við héldum stuðinu út fyrsta leikhluta og það lagði upp annan leikhluta.“ Snýst um að búa til stuðið Njarðvík hafði yfirburði í teignum, tók 40 fráköst gegn 19. „(Dominykas) Milka, Mario (Matasovic), Snjólfur (Marel Stefánsson) það voru allir að skila sínu, eins og við töluðum um. Þetta snýst um liðsframmistöðu, framlag og vinnusemi. Að nenna því að vera hérna. Við vissum að við værum með kannski sex áhorfendur í stúkunni, en ég er viss um það heyrðist vel í okkur – hvort sem það vorum við þjálfararnir eða strákarnir. Við bjuggum til stemminguna, sem við viljum að einkenni okkur. Það er enn mikilvægara í útileikjum. Þess vegna er ég mjög spenntur að fara á nýja heimavöllinn okkar í næstu viku þar sem við verðum með 800 áhorfendur með okkur.“ Shabazz nýtti skotleyfið Fyrstu þrjá leikhlutana var Shabazz óstöðvandi, nánast allar hans skottilraunir flugu ofan í körfuna. „Hann er frábær leikmaður. Það getur verið erfitt að ráðast á Hattarvörnina, hún er þétt með stóra stráka í miðjunni. Þess vegna gaf ég honum smá leyfi til að skjóta fleirum snöggum skotum en vanalega. Hann er góður skotmaður og getur sett þessi skot. Þetta framlag hans var mjög mikilvægt í dag. Hann var sterkur þegar við þurftum að svara byrjun Hattar. Þar tók hann okkur á bakið. Síðan komu fleiri með þegar við byggðum upp þann mun sem þurfti.“ Dwayne sat á varamannabekk Njarðvíkur í kvöld og Rúnar vonast til að hann verði ekki lengi frá. „Hann kom harkalega niður á þegar hann setti niður sigurkörfuna gegn Keflavík í síðasta leik. Hann gat skokkað og skotið í gær en var aumur í hælnum þannig hann gat ekki sprettað. Hann reyndi aðeins í kvöld en við vildum ekki taka neina áhættu því þetta er langt tímabil. Við sjáum til fyrir næsta leik.“ Bónus-deild karla Höttur UMF Njarðvík
Khalil Shabazz átti framúrskarandi leik þegar Njarðvík vann Hött 76-91 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Frábær varnarleikur lagði grunninn að forustu í fyrsta leikhluta sem gestirnir fylgdu eftir til loka. Hattarmenn byrjuðu leikinn betur en um miðjan fyrsta leikhluta lokaði Njarðvík vörninni. Höttur skoraði ekki stig síðustu 4,5 mínúturnar. Hattarmenn ýmist hentu boltanum ú af eða létu stela honum af sér meðan Njarðvík fékk auðveldar körfur. Það skilaði gestunum 12-26 forskoti eftir fyrsta leikhluta. Mistökunum fækkaði hjá Hetti en Njarðvíkingar héldu áfram að spila sterka vörn. Í sókninni var sérstaklega Khalil Shabazz heitur og skaut vart feilskoti. Hattarmenn svöruðu þó aðeins í lokin með körfum frá Obie Trotter og David Ramos. Þess vegna var munurinn undir tíu stigum, 38-47 í hálfleik. Þegar á leið þriðja leikhluta hóf Njarðvík að bæta í forskot sitt áfram. Shabazz hélt áfram uppteknum hætti og setti niður góð skot, en mestu munaði um að Njarðvíkurvörnin hélt Hattarmönnum frá körfunni. Staðan var 56-71 þegar fjórði leikhluti hófst. Það er ekki gríðarlegur munur en mestu skipti um það heljartak sem Njarðvík hafði á heimamönnum, að aldrei voru líkur á að þeir kæmu til baka. Njarðvík skoraði þegar á þurfti að halda og var um tíma 20 stigum yfir í leikhlutanum. Lykilmenn fengu hvíld í restina og Höttur minnkaði aðeins muninn. Hvað gekk vel? Framúrskarandi vörn var það sem lagði grunninn að sigri Njarðvíkur. Hattarmenn virtust forðast að reyna að fara þá þann óárennilega múr sem Dominykas Milka myndaði undir körfunni. Á sama tíma gátu Njarðvíkingar mætt bakvörðum Hattar framarlega. Þeir ýmist töpuðu boltanum undir pressu eða liðið fann sér ekki pláss. Þetta skilaði Njarðvík hraðaupphlaupum og auðveldum körfum. Þótt Höttur fækkaði töpuðu boltanum þá gekk þeim áfram illa að opna vörnina. Og Njarðvík hafði algjöra yfirburði í fráköstum, Mikla hirti allt sem hrökk af körfunni þannig Höttur fékk aldrei annan séns. Hvað gekk illa? Flest allt hjá Hetti. Liðið var flatt og ráðvillt. Þeir urðu algjörlega undir í fráköstum, 19-40 og fengu þannig aldrei annan séns eftir skot. Hverjir stóðu upp úr? Kahlil Shabazz átti sýningu í kvöld. Á þeim kafla sem Njarðvíkingar byggðu upp forustu sína í fyrri hálfleik stal hann hverjum boltanum á fætur öðrum og endaði með alls átta stolna bolta. Hann var líka gjarnan að klára sóknirnar sjálfur. Þess utan dúndraði hann niður fjölda þriggja stiga skota. Nánast sama hvað hann gerði, úr því varð gull. Shabazz endaði með 34 stig og var með nánast fullkomna nýtingu út leikinn. Hann virtist þreytast undir lokin og þá versnaði nýtingin, endaði í 63%. . Það væri hægt að hrósa fleiri Njarðvíkingum, Brynjar Karl Gunnarsson spilaði fína vörn, Veigar Páll Alexandersson skilaði 17 stigum og Mikla var öflugur undir körfunni. En það verður líka að hrósa Obie Trotter sem eina Hattarmanninum sem mæti til leiks. Hann var að stela boltum og skora körfur, varð stigahæstur með 21 stig. Vísir/Hulda Margrét Adam Eiður: Þetta var viðbjóður Adam Eiður Ásgeirsson, fyrirliði Hattar, átti ekkert fleiri svör eftir leik heldur en lið hans í leiknum sjálfum við Njarðvík í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, en Höttur tapaði 76-91. „Við vorum undir í öllum þáttum leiksins. Við mættum ekki með ákveðnina sem þarf til að vinna góð körfuboltalið. Því fór sem fór – bara viðbjóður. Það var ekkert sem kom okkur á óvart. Þeir gerðu hlutina betur en við.“ Adam Eiður veitti viðtal eftir leikinn en Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, fór úr húsi um leið og liðið hafði farið stuttlega yfir leikinn inni í búningsklefa. „Við ræddum leikinn stuttlega, eins og venjulega. Síðan fórum við í sturtu,“ svaraði Adam Eiður aðspurður um hvað hefði verið talað um eftir leikinn. Höttur vann fyrstu tvo leikina en hefur núna tapað tveimur. Það sem verra er að spilamennska liðsins í þessum tveimur tapleikjum var slæm. „Það fylgir þessu skömm næstu daga þegar ég mæti í vinnuna og fer út í búð. En það er æfing á morgun þar sem við skoðum vídeóið og við sjáum hvað við þurfum að bæta fyrir næsta leik. Það eru 22 leikir í deildinni og þessi var sá fjórði. Við spiluðum fyrstu tvo leikina vel en síðan ógeðslega illa næstu tvo. Það er eitthvað sem við þurfum að finna út úr.“ Rúnar Ingi Erlingsson gerði vel fyrir austan.Vísir/Diego Rúnar Ingi: Vissum að við þyrftum að bæta fyrir 30 stiga mann með góðri vörn Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari Njarðvíkur, var ánægður með frammistöðu síns liðs í 76-91 sigri á Hetti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik í kvöld, en leikið var á Egilsstöðum. Liðið var án síns helsta stigaskorar, Dwayne Lautier-Ogunleye en Khalil Shabazz skein í hans fjarveru og liðið lék frábæran varnarleik. „Öll lið sakna þess að hafa ekki sinn besta leikmann. Við tókum ákvörðun um að nota hann ekki í kvöld og vorum búin að undirbúa það í vikunni. Mér finnst það styrkleiki og einkenni góðra liða að geta farið á erfiðan útivöll án lykilmanns og fundið lausnir. Mínir menn svöruðu kallinu og spiluðu einkar vel í dag.“ Höttur byrjaði betur, skoraði 8 stig í röð, komst í 10-2 og var yfir 12-8 þegar fyrsti leikhluti var hálfnaður. Þá lokaði Njarðvík vörninni og fékk í kjölfarið hraðaupphlaup með ódýrum körfum en spilaði þess utan góðan sóknarleik og hittu vel. Njarðvík skoraði 18 stig í röð, var yfir 12-26 eftir leikhlutann og skoraði fyrstu körfuna í öðrum leikhluta þannig að stigin urðu 20 án svars frá Hetti. „Okkur vantaði þrjátíu stiga mann þannig vörnin varð að vinna leikinn fyrir okkur. Við þekktum vel styrkleika Hattarliðsins og undirbjuggum okkur vel. Við ákváðum að taka ekki leikhlé í byrjun, það var rétt ákvörðun í kvöld en hefði getað reynst röng í öðrum leik. Við förum síðan á 20 stiga skrið, (Khalil) Shabazz var með hendurnar út um allt, stal átta boltum og við náum fráköstum. Þegar þú ert búinn að skora tíu stig í röð verður næsta sókn auðveldari, þú nærð frákastinu og það hlaupa allir fram tilbúnir að bæta í og það er stuð. Við héldum stuðinu út fyrsta leikhluta og það lagði upp annan leikhluta.“ Snýst um að búa til stuðið Njarðvík hafði yfirburði í teignum, tók 40 fráköst gegn 19. „(Dominykas) Milka, Mario (Matasovic), Snjólfur (Marel Stefánsson) það voru allir að skila sínu, eins og við töluðum um. Þetta snýst um liðsframmistöðu, framlag og vinnusemi. Að nenna því að vera hérna. Við vissum að við værum með kannski sex áhorfendur í stúkunni, en ég er viss um það heyrðist vel í okkur – hvort sem það vorum við þjálfararnir eða strákarnir. Við bjuggum til stemminguna, sem við viljum að einkenni okkur. Það er enn mikilvægara í útileikjum. Þess vegna er ég mjög spenntur að fara á nýja heimavöllinn okkar í næstu viku þar sem við verðum með 800 áhorfendur með okkur.“ Shabazz nýtti skotleyfið Fyrstu þrjá leikhlutana var Shabazz óstöðvandi, nánast allar hans skottilraunir flugu ofan í körfuna. „Hann er frábær leikmaður. Það getur verið erfitt að ráðast á Hattarvörnina, hún er þétt með stóra stráka í miðjunni. Þess vegna gaf ég honum smá leyfi til að skjóta fleirum snöggum skotum en vanalega. Hann er góður skotmaður og getur sett þessi skot. Þetta framlag hans var mjög mikilvægt í dag. Hann var sterkur þegar við þurftum að svara byrjun Hattar. Þar tók hann okkur á bakið. Síðan komu fleiri með þegar við byggðum upp þann mun sem þurfti.“ Dwayne sat á varamannabekk Njarðvíkur í kvöld og Rúnar vonast til að hann verði ekki lengi frá. „Hann kom harkalega niður á þegar hann setti niður sigurkörfuna gegn Keflavík í síðasta leik. Hann gat skokkað og skotið í gær en var aumur í hælnum þannig hann gat ekki sprettað. Hann reyndi aðeins í kvöld en við vildum ekki taka neina áhættu því þetta er langt tímabil. Við sjáum til fyrir næsta leik.“