Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. október 2024 13:40 Traust handartak hjá Trausta og Bjarma. Vélfag Trausti Árnason tekur um mánaðamótin við starfi framkvæmdastjóra hjá Vélfagi ehf. Trausti lætur af störfum hjá Controlant sem forstöðumaður vörusviðs. Bjarmi Sigurgarðarsson lætur af störfum sem framkvæmdastjóri og tekur sæti í stjórn Vélfags. „Vélfag er spennandi fyrirtæki með mikla möguleika sem byggir á sterkum grunni og tækni sem hefur sannað sig um allan heim. Bjarmi og Vélfagsteymið hafa mótað metnaðarfulla framtíðarsýn af miklu innsæi fyrir fiskvinnslu framtíðarinnar, þar sem UNO vélin mun leika stórt hlutverk. Ég er fullur tilhlökkunar og bjartsýni að takast á við allar þær áskoranir og þau tækifæri sem því fylgir með samhentum hópi starfsfólks, í nánu samstarfi með viðskiptavinum,“ segir Trausti í tilkynningu. Trausti kemur frá Controlant þar sem hann hefur leitt uppbyggingu vörusviðs félagsins á vaxtatímum síðastliðin þrjú ár. Controlant er leiðandi fyrirtæki í lausnum fyrir rauntímavöktun lyfjasendinga og gegndi lykilhlutverki í dreifingu og geymslu bóluefnaskammta gegn Covid-19 fyrir bandaríska lyfjarisan Pfizer og má segja að vöxtur þess hafi verið ævintýralegur síðustu ár. Vöxturinn hafði þó þau áhrif að fyrir tæpu ári var 79 starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp störfum. Trausti starfaði áður í tækni- og þjónustumálum fyrir sjávarútveginn og matvælaiðnaðinn frá árinu 1996, þegar hann gerði lokaverkefni sitt í kerfisfræði frá TVÍ (nú Háskólinn í Reykjavík) hjá Marel. Næstu fjögur árin starfaði hann við hugbúnaðargerð fyrir íslenska sjávarútveginn þangað til hann kom aftur til Marel árið 2000. Þar sinnti hann ýmsum störfum á vaxtarárum félagsins til ársins 2020 fyrst í hugbúnaðargerð, ráðgjöf og þjónustu en leiddi síðan uppbyggingu- og samþættingu þjónustunets Marel frá 2013 til 2020. Frá Marel fór Trausti til Skagans 3X og leiddi tæknisvið og aðfangastýringu félagsins frá 2020-2021, áður en hann fór til Controlant. Alfreð Tulinius stjórnarformaður Vélfags er bjartsýnn á framtíð Vélfags. „Ég er fullviss um að ráðning Trausta gefi Vélfagi byr í seglin,“ segir Alfreð í tilkynningu. Bjarmi Sigurgarðarsson og Ólöf Ýr Lárusdóttir, stofnendur Vélfags, eru ánægð á þessum tímamótum: „Fyrirtækið býr yfir miklum mannauði og þekkingu og Trausti er að okkar mati leiðtogi sem hefur bæði reynslu og kosti sem leysa slíka krafta úr læðingi. Við lítum framtíð Vélfags björtum augum enda höfum við fulla trú á að Trausti muni leiða öflugt teymi Vélfags þannig að fyrirtækið skipi sér í fremstu röð í geiranum.“ Vistaskipti Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira
„Vélfag er spennandi fyrirtæki með mikla möguleika sem byggir á sterkum grunni og tækni sem hefur sannað sig um allan heim. Bjarmi og Vélfagsteymið hafa mótað metnaðarfulla framtíðarsýn af miklu innsæi fyrir fiskvinnslu framtíðarinnar, þar sem UNO vélin mun leika stórt hlutverk. Ég er fullur tilhlökkunar og bjartsýni að takast á við allar þær áskoranir og þau tækifæri sem því fylgir með samhentum hópi starfsfólks, í nánu samstarfi með viðskiptavinum,“ segir Trausti í tilkynningu. Trausti kemur frá Controlant þar sem hann hefur leitt uppbyggingu vörusviðs félagsins á vaxtatímum síðastliðin þrjú ár. Controlant er leiðandi fyrirtæki í lausnum fyrir rauntímavöktun lyfjasendinga og gegndi lykilhlutverki í dreifingu og geymslu bóluefnaskammta gegn Covid-19 fyrir bandaríska lyfjarisan Pfizer og má segja að vöxtur þess hafi verið ævintýralegur síðustu ár. Vöxturinn hafði þó þau áhrif að fyrir tæpu ári var 79 starfsmönnum fyrirtækisins sagt upp störfum. Trausti starfaði áður í tækni- og þjónustumálum fyrir sjávarútveginn og matvælaiðnaðinn frá árinu 1996, þegar hann gerði lokaverkefni sitt í kerfisfræði frá TVÍ (nú Háskólinn í Reykjavík) hjá Marel. Næstu fjögur árin starfaði hann við hugbúnaðargerð fyrir íslenska sjávarútveginn þangað til hann kom aftur til Marel árið 2000. Þar sinnti hann ýmsum störfum á vaxtarárum félagsins til ársins 2020 fyrst í hugbúnaðargerð, ráðgjöf og þjónustu en leiddi síðan uppbyggingu- og samþættingu þjónustunets Marel frá 2013 til 2020. Frá Marel fór Trausti til Skagans 3X og leiddi tæknisvið og aðfangastýringu félagsins frá 2020-2021, áður en hann fór til Controlant. Alfreð Tulinius stjórnarformaður Vélfags er bjartsýnn á framtíð Vélfags. „Ég er fullviss um að ráðning Trausta gefi Vélfagi byr í seglin,“ segir Alfreð í tilkynningu. Bjarmi Sigurgarðarsson og Ólöf Ýr Lárusdóttir, stofnendur Vélfags, eru ánægð á þessum tímamótum: „Fyrirtækið býr yfir miklum mannauði og þekkingu og Trausti er að okkar mati leiðtogi sem hefur bæði reynslu og kosti sem leysa slíka krafta úr læðingi. Við lítum framtíð Vélfags björtum augum enda höfum við fulla trú á að Trausti muni leiða öflugt teymi Vélfags þannig að fyrirtækið skipi sér í fremstu röð í geiranum.“
Vistaskipti Mest lesið Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðskipti innlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Atvinnulíf Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Viðskipti innlent Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Guðjón og Kristinn Þór nýir sviðsstjórar hjá VSB Fimm milljarðar í tekjur af vöxtum á mánuði Skerða líka raforku fyrir norðan og austan Sjá meira