Að geta fundið til með börnum: Heildstæð nálgun í skólakerfinu Inga Sigrún Atladóttir skrifar 24. október 2024 10:31 Ég hef verið starfsmaður skólakerfisins í næstum 30 ár, þar af í hlutverkum eins og leiðbeinandi, kennari, deildarstjóri, skólastjóri, fulltrúi í skólanefnd, og í stjórn kennara og skólastjórasamtaka. Í allri þessari reynslu hef ég komið að verkefnum og stefnumótun á ýmsum sviðum. Í öllum þessum verkefnum hef ég sífellt sannfærst betur um að náin, einlæg tengsl milli starfsmanna skóla og barna sé verið lykill að bættum námsárangri og vellíðan barna. Áherslan á slík tengsl byggir á hugmyndinni um að skólar séu ekki aðeins staðir til menntunar heldur einnig samfélög þar sem börn fá uppfyllt víðtækari þarfir sínar. Herdís Egilsdóttir er fyrirmynd mín í þessum efnum. Árin 1992-1995, þegar ég var í kennaraháskólanum, fann ég fyrir áhrifum hennar starfs og viðhorfa. Herdís einblíndi ekki aðeins á nýjungar í kennslu og námsefnisgerð, heldur einnig á mikilvægi samskipta við börn, sem skapa grunninn fyrir raunverulegt, uppbyggilegt og merkingar bært nám. Í nærri 30 ár hef ég unnið af heilum hug að því að skapa þessi tengsl. Börnin eyða stórum hluta vökutíma síns innan veggja skólans og því er mikilvægt að þar fái þau fullnægt tilfinningalegum þörfum sínum. Það þarf að mynda merkingarbær tengsl við þau, virða þau sem sjálfstæðar persónur og hlusta á þeirra rödd. Síðastliðna áratugi hef ég þó fengið að upplifa að það verður sífellt erfiðara að viðhalda þessum tengslum. Vandamál tengjast ekki ótta um að hægt sé að fara yfir mörk, eða því að börnin sjálf vilji ekki tengjast; heldur snýst það um að búa við úrræðaleysi þegar reynt er að hjálpa barni. Of oft snúast skólakerfin um pappírsvinnu og skriffinnsku fremur en raunverulegan stuðning við nemendur. Kennarar lenda oft í aðstöðuleysi þegar koma þarf til aðstoðar við áhyggjur og vanda barnanna. Við þurfum að skoða hvernig kerfi okkar stríða gegn þeirri nálgun sem við vitum að virkar. Þetta krefst samstilltra aðgerða frá stjórnvöldum, skólum, kennurum og samfélaginu í heild sinni. Við verðum að tryggja að stuðningskerfi fyrir kennara séu sterk, og að áherslan á mannleg tengsl glatist ekki í áherslu á fagmennsku og mælingar. Með þessu getum við skapað umhverfi þar sem börn geta dafnað, bæði í námi og sem einstaklingar. Höfundur er bókarinnar Reynsluheimar og mögulegir heimar: Leiðir til að efla leiðtogahæfni barna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Skoðun Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Ég hef verið starfsmaður skólakerfisins í næstum 30 ár, þar af í hlutverkum eins og leiðbeinandi, kennari, deildarstjóri, skólastjóri, fulltrúi í skólanefnd, og í stjórn kennara og skólastjórasamtaka. Í allri þessari reynslu hef ég komið að verkefnum og stefnumótun á ýmsum sviðum. Í öllum þessum verkefnum hef ég sífellt sannfærst betur um að náin, einlæg tengsl milli starfsmanna skóla og barna sé verið lykill að bættum námsárangri og vellíðan barna. Áherslan á slík tengsl byggir á hugmyndinni um að skólar séu ekki aðeins staðir til menntunar heldur einnig samfélög þar sem börn fá uppfyllt víðtækari þarfir sínar. Herdís Egilsdóttir er fyrirmynd mín í þessum efnum. Árin 1992-1995, þegar ég var í kennaraháskólanum, fann ég fyrir áhrifum hennar starfs og viðhorfa. Herdís einblíndi ekki aðeins á nýjungar í kennslu og námsefnisgerð, heldur einnig á mikilvægi samskipta við börn, sem skapa grunninn fyrir raunverulegt, uppbyggilegt og merkingar bært nám. Í nærri 30 ár hef ég unnið af heilum hug að því að skapa þessi tengsl. Börnin eyða stórum hluta vökutíma síns innan veggja skólans og því er mikilvægt að þar fái þau fullnægt tilfinningalegum þörfum sínum. Það þarf að mynda merkingarbær tengsl við þau, virða þau sem sjálfstæðar persónur og hlusta á þeirra rödd. Síðastliðna áratugi hef ég þó fengið að upplifa að það verður sífellt erfiðara að viðhalda þessum tengslum. Vandamál tengjast ekki ótta um að hægt sé að fara yfir mörk, eða því að börnin sjálf vilji ekki tengjast; heldur snýst það um að búa við úrræðaleysi þegar reynt er að hjálpa barni. Of oft snúast skólakerfin um pappírsvinnu og skriffinnsku fremur en raunverulegan stuðning við nemendur. Kennarar lenda oft í aðstöðuleysi þegar koma þarf til aðstoðar við áhyggjur og vanda barnanna. Við þurfum að skoða hvernig kerfi okkar stríða gegn þeirri nálgun sem við vitum að virkar. Þetta krefst samstilltra aðgerða frá stjórnvöldum, skólum, kennurum og samfélaginu í heild sinni. Við verðum að tryggja að stuðningskerfi fyrir kennara séu sterk, og að áherslan á mannleg tengsl glatist ekki í áherslu á fagmennsku og mælingar. Með þessu getum við skapað umhverfi þar sem börn geta dafnað, bæði í námi og sem einstaklingar. Höfundur er bókarinnar Reynsluheimar og mögulegir heimar: Leiðir til að efla leiðtogahæfni barna.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson Skoðun