Sex hundruð milljónir fyrir að grípa bolta í stúkunni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. október 2024 06:32 Shohei Ohtani átta magnað tímabil með Los Angeles Dodgers. Getty/Sean M. Haffey Japanski hafnaboltamaðurinn Shohei Ohtani hjá Los Angeles Dodgers átti sögulegt tímabil í bandaríska hafnaboltanum og einn boltanna sem hann sló upp í stúku í ár var seldur á metfé í gær. Ohtani varð sá fyrsti í sögu MLB deildarinnar til að ná því á einu og sama tímabilinu, að slá bæði boltann fimmtíu sinnum upp í stúku [home run] sem og að ná því að stela fimmtíu höfnum. Ohtani innsiglaði þetta afrek þegar hann sló boltann upp í stúku og komst í heimahöfn í fimmtugasta sinn í leik á móti Marlins í september. Boltanum var síðan komið í sölu með hjálp uppboðshaldarans Goldin Auctions. Boltinn seldist síðan á uppboði í gær á metfé eða fyrir 4,39 milljónir Bandaríkjadala. Það gera 607 milljónir íslenskra króna. Það kom ekki fram hver hefði keypt boltann. Gamla metið var frá 1999 þegar hafnabolti seldist fyrir þrjár milljónir dollara. Þann bolta sló Mark McGwire upp í stúku en hann setti þá met með því að ná heimahafnarhlaupi í sjötugasta sinn á 1998 tímabilinu. Það er reyndar ekki búið að skera út um það fyrir dómstólum hver sé réttur eigandi boltans. Það gekk nefnilega mikið á í stúkunni í kapphlaupi við að ná þessum dýrmæta bolta. Þeir sem gera tilkall til hans voru þó tilbúnir að selja hann á uppboðinu. Dómsmálið mun síðan ákveða hver þeirra fær peninginn. Það er ekki slæmt að fá yfir sex hundruð milljónir fyrir að grípa bolta í stúkunni. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn) Hafnabolti Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Sjá meira
Ohtani varð sá fyrsti í sögu MLB deildarinnar til að ná því á einu og sama tímabilinu, að slá bæði boltann fimmtíu sinnum upp í stúku [home run] sem og að ná því að stela fimmtíu höfnum. Ohtani innsiglaði þetta afrek þegar hann sló boltann upp í stúku og komst í heimahöfn í fimmtugasta sinn í leik á móti Marlins í september. Boltanum var síðan komið í sölu með hjálp uppboðshaldarans Goldin Auctions. Boltinn seldist síðan á uppboði í gær á metfé eða fyrir 4,39 milljónir Bandaríkjadala. Það gera 607 milljónir íslenskra króna. Það kom ekki fram hver hefði keypt boltann. Gamla metið var frá 1999 þegar hafnabolti seldist fyrir þrjár milljónir dollara. Þann bolta sló Mark McGwire upp í stúku en hann setti þá met með því að ná heimahafnarhlaupi í sjötugasta sinn á 1998 tímabilinu. Það er reyndar ekki búið að skera út um það fyrir dómstólum hver sé réttur eigandi boltans. Það gekk nefnilega mikið á í stúkunni í kapphlaupi við að ná þessum dýrmæta bolta. Þeir sem gera tilkall til hans voru þó tilbúnir að selja hann á uppboðinu. Dómsmálið mun síðan ákveða hver þeirra fær peninginn. Það er ekki slæmt að fá yfir sex hundruð milljónir fyrir að grípa bolta í stúkunni. View this post on Instagram A post shared by ESPN (@espn)
Hafnabolti Mest lesið Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Fótbolti NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Sport „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Körfubolti Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Sport Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Handbolti Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Fótbolti Fleiri fréttir „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Dagskráin: Stærsta boxmót ársins á Íslandi Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika NFL varar leikmenn deildarinnar við glæpahópum Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM SSÍ: Vantar sem fyrst innisundlaugar á Akranesi og Akureyri Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Taugakerfi Sóleyjar í verkfall eftir HM og fékk hún yfir 39 stiga hita Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Hamilton vildi hætta eftir Brasilíukappaksturinn Sjá meira