Nýsköpun skapar aukna hagsæld Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar 23. október 2024 17:01 Það er mér mikið kappsmál að tryggja samkeppnishæft umhverfi íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Þar hefur skattafrádráttur fyrir rannsóknar- og þróunarverkefni fyrirtækja vegið þungt. Þetta kerfi á þó átt undir högg að sækja. Þó er um að ræða fjárfestingu í nýjum hugmyndum og verðmætasköpun sem skapar störf og reynslan sýnir að þetta kerfi ýtir undir stóraukna fjárfestingu fyrirtækja í rannsóknum og þróun. Það sjáum við beint af árangri síðustu ára eftir að Sjálfstæðisflokkurinn bætti kerfið til muna í upphafi heimsfaraldurs. Útflutningstekjur hugverkaiðnaðar hafa tvöfaldast á fimm árum og námu árið 2023 yfir 300 milljörðum króna. Útflutningstekjur greinarinnar jukust um tæplega 17% á fyrri helmingi þessa árs og gangi áform fyrirtækja eftir hefur greinin þrefaldað útflutningsverðmæti sitt á einum áratug. Um 18.000 manns starfa nú í tækni- og hugverkagreinum, í verðmætum hálaunastörfum þar sem verðmætasköpun á hverju vinnustund er meiri en almennt í hagkerfinu. Í frumvarpi sem var nýlega kynnt í samráðsgátt stjórnvalda voru lagðar til breytingar á þessum reglum, sem hefði að öllu óbreyttu gengið verulega á það öfluga kerfi sem byggt hefur verið upp. Ég fagna þeim fjölda umsagna sem bárust þar sem bent var á ótvíræðan ávinning kerfisins. Það hefur orðið til þess að frumvarpið, sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi af fjármálaráðherra, stendur betur vörð um kerfið en upphaflega var ráðgert. Við náðum fram mikilvægum breytingum sem eru í samræmi við þær áherslur sem ég hef lagt upp með og unnið eftir í mikilvægu stuðningskerfi nýsköpunar hér á landi. Þakið er nú komið í einn milljarð, 34% endurgreiðsla fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og 22,5% fyrir stærri fyrirtæki. Á sama tíma er brugðist við mikilvægum ábendingum OECD sem tók út kerfið hérlendis, eftirlit aukið og endurgreiðslurnar skilgreindar betur. Við þurfum að halda áfram að berjast fyrir samkeppnishæfu umhverfi fyrirtækja á Íslandi, hvernig getum við gert fólki auðveldara að stofna fyrirtæki og sækja fram á Íslandi. Ég mun halda áfram að leggja mig fram og berjast fyrir því að hugmyndir fólks verði að veruleika og að fjárfest verði í nýjum hugmyndum og aukinni verðmætasköpun. Þannig verða til fleiri fyrirtæki og störf um leið og önnur fyrirtæki stækka og velja að vera áfram með starfsemi sína á Íslandi. Þannig ýtum við undir enn frekari hagsæld hér á landi. Nú verður spurning hvort stjórnmálamenn ætla að verja leiðir sem ýta undir verðmætasköpun og styðja við Nýsköpunarlandið Ísland, eða leggja steina í götur nýrra hugmynda og framtakssamra einstaklinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Nýsköpun Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Það er mér mikið kappsmál að tryggja samkeppnishæft umhverfi íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Þar hefur skattafrádráttur fyrir rannsóknar- og þróunarverkefni fyrirtækja vegið þungt. Þetta kerfi á þó átt undir högg að sækja. Þó er um að ræða fjárfestingu í nýjum hugmyndum og verðmætasköpun sem skapar störf og reynslan sýnir að þetta kerfi ýtir undir stóraukna fjárfestingu fyrirtækja í rannsóknum og þróun. Það sjáum við beint af árangri síðustu ára eftir að Sjálfstæðisflokkurinn bætti kerfið til muna í upphafi heimsfaraldurs. Útflutningstekjur hugverkaiðnaðar hafa tvöfaldast á fimm árum og námu árið 2023 yfir 300 milljörðum króna. Útflutningstekjur greinarinnar jukust um tæplega 17% á fyrri helmingi þessa árs og gangi áform fyrirtækja eftir hefur greinin þrefaldað útflutningsverðmæti sitt á einum áratug. Um 18.000 manns starfa nú í tækni- og hugverkagreinum, í verðmætum hálaunastörfum þar sem verðmætasköpun á hverju vinnustund er meiri en almennt í hagkerfinu. Í frumvarpi sem var nýlega kynnt í samráðsgátt stjórnvalda voru lagðar til breytingar á þessum reglum, sem hefði að öllu óbreyttu gengið verulega á það öfluga kerfi sem byggt hefur verið upp. Ég fagna þeim fjölda umsagna sem bárust þar sem bent var á ótvíræðan ávinning kerfisins. Það hefur orðið til þess að frumvarpið, sem nú hefur verið lagt fram á Alþingi af fjármálaráðherra, stendur betur vörð um kerfið en upphaflega var ráðgert. Við náðum fram mikilvægum breytingum sem eru í samræmi við þær áherslur sem ég hef lagt upp með og unnið eftir í mikilvægu stuðningskerfi nýsköpunar hér á landi. Þakið er nú komið í einn milljarð, 34% endurgreiðsla fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki og 22,5% fyrir stærri fyrirtæki. Á sama tíma er brugðist við mikilvægum ábendingum OECD sem tók út kerfið hérlendis, eftirlit aukið og endurgreiðslurnar skilgreindar betur. Við þurfum að halda áfram að berjast fyrir samkeppnishæfu umhverfi fyrirtækja á Íslandi, hvernig getum við gert fólki auðveldara að stofna fyrirtæki og sækja fram á Íslandi. Ég mun halda áfram að leggja mig fram og berjast fyrir því að hugmyndir fólks verði að veruleika og að fjárfest verði í nýjum hugmyndum og aukinni verðmætasköpun. Þannig verða til fleiri fyrirtæki og störf um leið og önnur fyrirtæki stækka og velja að vera áfram með starfsemi sína á Íslandi. Þannig ýtum við undir enn frekari hagsæld hér á landi. Nú verður spurning hvort stjórnmálamenn ætla að verja leiðir sem ýta undir verðmætasköpun og styðja við Nýsköpunarlandið Ísland, eða leggja steina í götur nýrra hugmynda og framtakssamra einstaklinga.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun