Lífið

Sýnir örin í fyrsta sinn

Oddur Ævar Gunnarsson skrifar
Olivia Munn ákvað að hætta að skammast sín fyrir ör sín.
Olivia Munn ákvað að hætta að skammast sín fyrir ör sín. EPA-EFE/NINA PROMMER

Bandaríska Hollywood stjarnan Olivia Munn sýnir ör sín eftir brjóstnám í fyrsta sinn í auglýsingum á vegum nærfataframleiðandans Skims. Munn segist hafa viljað vera öðrum konum í sömu sporum fyrirmynd en lengi hafi hún skammast sín fyrir ör sín.

Þetta kemur fram í umfjöllun bandarísku sjónvarpsstöðvarinnar NBC. Munn greindist með brjóstakrabbamein í apríl í fyrra og hefur síðan þá farið í nokkrar aðgerðir á brjóstum auk þess sem hún hefur þurft að fara í legnám.

„Mér finnst ég hafa falið þetta í langan tíma núna og núna líður mér eins og ég geti loksins andað,“ segir Munn opinská í samtali við miðilinn. Hún segist vita sem er að mikill fjöldi kvenna skarti sömu örum og hafi upplifað svipaða skömm vegna þeirra.

Munn segir það alls ekki hafa verið planið að hún myndi sýna örin í upphafi, hún hafi einfaldlega átt að sitja fyrir í auglýsingum fyrir Skims.

„Svo var ég að horfa á mig í speglinum og hugsaði bara með mér að ég væri hætt þessu, hætt því að vera óörugg með örin mín,“ segir Munn sem segir forsvarsmenn Skims hafa tekið vel í hugmyndir hennar.

Munn vonast til þess að vera öðrum konum í svipuðum aðstæðum fyrirmynd. Skims





Fleiri fréttir

Sjá meira


×