Kitlar að skella sér í stjórnmálin Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 23. október 2024 14:45 Ásdís Rán íhugar nú þingframboð en gefur einnig út nýja bók í dag á ensku. Ásdís Rán Gunnarsdóttir athafnakona, fyrirsæta og fyrrverandi forsetframbjóðandi segir að það kitli hana að bjóða sig fram til þings. Hana gruni að tíminn sé of naumur en hún segir nokkra hafa komið að tal við sig og boðið sér sæti á listum. Ásdís hefur að nógu öðru að snúa og gefur í dag út lífsstílsleiðavísir sinn á ensku. „Ég var bara að koma aftur til landsins um helgina og þetta gerðist svo hratt að ég hafði ekki hugsað mikið út í það að fara inn á þetta svið,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Hún greindi frá því fyrr í dag á samfélagsmiðlum að hún lægi undir stjórnmálafeldi. Líkt og alþjóð man eftir bauð Ásdís sig fram til forseta fyrr á árinu svo athygli vakti. Nú eru Alþingiskosningar í nánd og margir sem áður voru í sporum Ásdísar nú í framboði líkt og þau Halla Hrund Logadóttir og Viktor Traustason. „Það kitlar mig aðeins að skella mér út í stjórnmál en mig grunar að tíminn sé of naumur fyrir mig til þess að velja mér rétt lið. Það hafa einhverjir komið til tals við mig og boðið mér sæti á listum en það hefur ekki gengið upp að svo stöddu og algjörlega óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Segist telja að hægt sé að gera betur Ásdís tekur fram að hún sé enginn sérfræðingur í íslenskum stjórnmálum. Hún hafi hinsvegar mikla lífsreynslu og búið víðast hvar í heiminum. Segist Ásdís telja að víðar sé hugað betur að hagsmunum almennings en á Íslandi. „Ég hef eignast börn, rekið heimili og stjórnað fyrirtækjum, bæði hér á Íslandi og erlendis. Það er mitt hjartans mál að styðja betur við okkar fólk á flestum sviðum,“ segir Ásdís. Hún bendir á að þrátt fyrir að vera ekki í framboði hafi hún nóg fyrir stafni og nefnir Ásdís að hún hafi einmitt í dag gefið út bók sína Celebrate You: The Art of Self-Love, á ensku. Bókin sé fáanleg á Amazon, bæði í eiginlegu formi og sem rafbók. „Mér þykir alveg ótrúlega vænt um þessa bók, ég er búin að vera að dunda mér í að þýða hana í sumar eftir forsetaslaginn. Þetta er falleg vinnubók og lífsstílsleiðarvísir fyrir konur á öllum aldri sem vilja læra að elska sjálfa sig, finna eldmóðinn og takast á við markmið sín á markvissan og skemmtilegan hátt.“ Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Fleiri fréttir Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Sjá meira
„Ég var bara að koma aftur til landsins um helgina og þetta gerðist svo hratt að ég hafði ekki hugsað mikið út í það að fara inn á þetta svið,“ segir Ásdís í samtali við Vísi. Hún greindi frá því fyrr í dag á samfélagsmiðlum að hún lægi undir stjórnmálafeldi. Líkt og alþjóð man eftir bauð Ásdís sig fram til forseta fyrr á árinu svo athygli vakti. Nú eru Alþingiskosningar í nánd og margir sem áður voru í sporum Ásdísar nú í framboði líkt og þau Halla Hrund Logadóttir og Viktor Traustason. „Það kitlar mig aðeins að skella mér út í stjórnmál en mig grunar að tíminn sé of naumur fyrir mig til þess að velja mér rétt lið. Það hafa einhverjir komið til tals við mig og boðið mér sæti á listum en það hefur ekki gengið upp að svo stöddu og algjörlega óvíst hvað framtíðin ber í skauti sér.“ Segist telja að hægt sé að gera betur Ásdís tekur fram að hún sé enginn sérfræðingur í íslenskum stjórnmálum. Hún hafi hinsvegar mikla lífsreynslu og búið víðast hvar í heiminum. Segist Ásdís telja að víðar sé hugað betur að hagsmunum almennings en á Íslandi. „Ég hef eignast börn, rekið heimili og stjórnað fyrirtækjum, bæði hér á Íslandi og erlendis. Það er mitt hjartans mál að styðja betur við okkar fólk á flestum sviðum,“ segir Ásdís. Hún bendir á að þrátt fyrir að vera ekki í framboði hafi hún nóg fyrir stafni og nefnir Ásdís að hún hafi einmitt í dag gefið út bók sína Celebrate You: The Art of Self-Love, á ensku. Bókin sé fáanleg á Amazon, bæði í eiginlegu formi og sem rafbók. „Mér þykir alveg ótrúlega vænt um þessa bók, ég er búin að vera að dunda mér í að þýða hana í sumar eftir forsetaslaginn. Þetta er falleg vinnubók og lífsstílsleiðarvísir fyrir konur á öllum aldri sem vilja læra að elska sjálfa sig, finna eldmóðinn og takast á við markmið sín á markvissan og skemmtilegan hátt.“
Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Lífið Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Lífið Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Lífið Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Tónlist Vill opna á umræðuna um átröskun Lífið „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Lífið Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Lífið Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Lífið Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Lífið Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Lífið Fleiri fréttir Sinfónía í sundi slegin af borðinu vegna kjötsúpu Björn heill heilsu eftir heilaskurðagerð Fyrsti Íslandsmeistarinn í fjórtán ár Ari Eldjárn er bæjarlistamaður Seltjarnarnes Vill opna á umræðuna um átröskun Fréttatía vikunnar: Forsetaheimsókn, bílatjón og landsliðið Fögnuðu Hennar Rödd á alþjóðlegum baráttudegi kvenna Tvær miðaldra: Þekktust ekkert en láta nú drauminn rætast saman Bað Youtube um að fjarlæga myndbandið Hittast á laun „Loksins kominn til okkar“ „Að koma hingað inn er eins og að fara inn í annan heim“ Kalli Bjarni búinn að breyta lífi sínu Njáll á yfir fimmtíu mótorhjól og mun aldrei hætta að safna Flaug á hausinn fyrsta skóladaginn eftir frí Fögnuðu sigrum sínum langt fram á nótt „Magnað ég hafi lifað 22 ár án þess að fara í aðra aðgerð“ Opnar umboðsskrifstofu með Gumma kíró „Var mjög sár og reið út í hann þegar ég sá hann“ Rikki G á stórafmæli: „Ég er bara að fara að grenja“ Eftirminnilegast að hitta Loreen Tugtaður til í kaþólskum einkaskóla Tónlistarfólk hjálpar leikskólabörnum að komast á EM í skák Stórafmælið hefur afleiðingar Fimm konur í dómnefnd Ungfrú Ísland Ofurfyrirsætan opnar sig í fyrsta sinn um ástina Foreldrar mæti með lögfræðing með sér í skólann Ólsen ólsen extra: Leikurinn þróast mikið og orðinn mun hraðari Bóndinn Sigríður Hlynur missti af 350 þúsund krónum Björgunarsveitin kom Kötlu til bjargar Sjá meira