Landbúnaður og kosningar Margrét Gísladóttir skrifar 23. október 2024 13:31 Senn gengur þjóðin til Alþingiskosninga þar sem henni gefst færi á að kjósa um þær pólitísku áherslur sem lagðar verða til grundvallar næstu 4 árin og til framtíðar. Ljóst er að mikil endurnýjun verður í hópi þingmanna þó ekki liggi enn fyrir hverjir bjóði fram krafta sína í öllum flokkum og nýir flokkar hafa einnig komið fram á sjónarsviðið. Þótt kosningabaráttan sé snörp er mikilvægt að kjósendur gefi sér tíma í að skoða stefnur flokkanna til að geta tekið upplýsta ákvörðun þegar að kjördegi kemur. Landbúnaður hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár, en ef vel er haldið á spilunum og gengið verður í þau verk sem þarf, er hægt að leysa úr læðingi mikil sóknarfæri fyrir greinina. Eyjan okkar býður upp á góð skilyrði fyrir ræktun grasbíta og aðgangur að jarðvarma og orku hefur verið grundvöllur uppbyggingar í ylrækt. Álitið er að um 6% Íslands flokkist sem gott ræktunarland en þrátt fyrir það er einungis lítill hluti þess þegar ræktaður, eða um 1,6% af landinu öllu. Með réttum pólitískum áherslum er því mikið að sækja í þeim málum. Framtíð landbúnaðar er pólitísk ákvörðun Stuðningskerfi landbúnaðarins byggir einkum á tveimur stoðum; annars vegar búvörusamningum og hins vegar tollvernd. Á komandi kjörtímabili renna núverandi búvörusamningar sitt skeið og munu nýir samningar taka við árið 2027. Við gerð nýrra samninga er að mörgu að hyggja og því mikilvægt að stefnan sé skýr um hvert skal haldið. Áherslur flokka eru misjafnar þegar kemur að landbúnaðarmálum þó svo flestir hafi það á sinni stefnuskrá í einni eða annarri mynd að styðja þurfi við greinina. En hvaða sýn flokkarnir hafa á þróun landbúnaðarins til framtíðar er stóra spurningin. Tollverndin er reglulega í umræðunni og hafa stjórnmálaflokkarnir mjög misjafnar áherslur í þeim málum. Hvers konar breytingar þar á geta haft gríðarleg áhrif á landbúnað hérlendis, afnám tolla á ákveðnum vörum gætu jafnvel gengið af einhverjum greinum landbúnaðar dauðum. Þannig er ljóst að þegar núgildandi tollasamningur við ESB tók gildi, þar sem tollkvótar (umsamið magn vara sem flutt er inn án tolla) voru margfaldaðir, tók við stöðnun í flestum kjötgreinum og aukinni eftirspurn frá þeim tíma hefur f.o.f. verið svarað með innflutningi í stað aukinnar framleiðslu innanlands. Auk þessa eru sífellt auknar og íþyngjandi kröfur lagðar á greinina án þess að opinber stuðningur eða ívilnanir fylgi til að vega á móti kostnaðarauka. Í þeim málum þarf að beita skynsemi og hafa í huga sérstöðu Íslands þegar kemur t.d. að smæð markaðar eða umhverfismálum. Munu stjórnmálaflokkar horfa í auknum mæli til sérstöðu okkar og raunstöðu við innleiðingu reglna á þessu sviði eða telja þeir sjálfsagt að fylgja öðrum í einu og öllu án tillits til þessa þátta? Framundan er snörp og spennandi kosningabarátta. Ég hlakka til að heyra af áherslum stjórnmálaflokka hvað þessi mál varðar og óska kjósendum góðs gengis að afla sér upplýsinga sem leiða þá að niðurstöðu þegar í kjörklefann er komið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Gísladóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Landbúnaður Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunir stúdenta eru hagsmunir háskóla Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Sjórinn sækir fram Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar Skoðun Óviðunandi viðhaldsleysi á vegum Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Aðlögun – að laga sig að lífinu Grétar Halldór Gunnarsson skrifar Skoðun Formaður FHG enn í víking gegn ferðaþjónustu Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands þarfnast afburðaleiðtoga Snorri Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Þegar lífið snýst á hvolf Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun StrákaKraftur og Mottumars! Viktoría Jensdóttir skrifar Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Það skiptir öllu máli að kjósa Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Cześć Polskiej części VR Agata Maria Magnússon,Norbert Gruchociak skrifar Skoðun Tækifæri fyrir nemendur Háskóla Íslands Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grásleppan úr kvóta! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Sálfélagslegt öryggi – lykillinn að árangri og hagkvæmni Andri Hauksteinn Oddsson skrifar Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson skrifar Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Kjósum Björn Þorsteinsson sem næsta rektor Háskóla Íslands! Geir Sigurðsson skrifar Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Senn gengur þjóðin til Alþingiskosninga þar sem henni gefst færi á að kjósa um þær pólitísku áherslur sem lagðar verða til grundvallar næstu 4 árin og til framtíðar. Ljóst er að mikil endurnýjun verður í hópi þingmanna þó ekki liggi enn fyrir hverjir bjóði fram krafta sína í öllum flokkum og nýir flokkar hafa einnig komið fram á sjónarsviðið. Þótt kosningabaráttan sé snörp er mikilvægt að kjósendur gefi sér tíma í að skoða stefnur flokkanna til að geta tekið upplýsta ákvörðun þegar að kjördegi kemur. Landbúnaður hefur átt undir högg að sækja undanfarin ár, en ef vel er haldið á spilunum og gengið verður í þau verk sem þarf, er hægt að leysa úr læðingi mikil sóknarfæri fyrir greinina. Eyjan okkar býður upp á góð skilyrði fyrir ræktun grasbíta og aðgangur að jarðvarma og orku hefur verið grundvöllur uppbyggingar í ylrækt. Álitið er að um 6% Íslands flokkist sem gott ræktunarland en þrátt fyrir það er einungis lítill hluti þess þegar ræktaður, eða um 1,6% af landinu öllu. Með réttum pólitískum áherslum er því mikið að sækja í þeim málum. Framtíð landbúnaðar er pólitísk ákvörðun Stuðningskerfi landbúnaðarins byggir einkum á tveimur stoðum; annars vegar búvörusamningum og hins vegar tollvernd. Á komandi kjörtímabili renna núverandi búvörusamningar sitt skeið og munu nýir samningar taka við árið 2027. Við gerð nýrra samninga er að mörgu að hyggja og því mikilvægt að stefnan sé skýr um hvert skal haldið. Áherslur flokka eru misjafnar þegar kemur að landbúnaðarmálum þó svo flestir hafi það á sinni stefnuskrá í einni eða annarri mynd að styðja þurfi við greinina. En hvaða sýn flokkarnir hafa á þróun landbúnaðarins til framtíðar er stóra spurningin. Tollverndin er reglulega í umræðunni og hafa stjórnmálaflokkarnir mjög misjafnar áherslur í þeim málum. Hvers konar breytingar þar á geta haft gríðarleg áhrif á landbúnað hérlendis, afnám tolla á ákveðnum vörum gætu jafnvel gengið af einhverjum greinum landbúnaðar dauðum. Þannig er ljóst að þegar núgildandi tollasamningur við ESB tók gildi, þar sem tollkvótar (umsamið magn vara sem flutt er inn án tolla) voru margfaldaðir, tók við stöðnun í flestum kjötgreinum og aukinni eftirspurn frá þeim tíma hefur f.o.f. verið svarað með innflutningi í stað aukinnar framleiðslu innanlands. Auk þessa eru sífellt auknar og íþyngjandi kröfur lagðar á greinina án þess að opinber stuðningur eða ívilnanir fylgi til að vega á móti kostnaðarauka. Í þeim málum þarf að beita skynsemi og hafa í huga sérstöðu Íslands þegar kemur t.d. að smæð markaðar eða umhverfismálum. Munu stjórnmálaflokkar horfa í auknum mæli til sérstöðu okkar og raunstöðu við innleiðingu reglna á þessu sviði eða telja þeir sjálfsagt að fylgja öðrum í einu og öllu án tillits til þessa þátta? Framundan er snörp og spennandi kosningabarátta. Ég hlakka til að heyra af áherslum stjórnmálaflokka hvað þessi mál varðar og óska kjósendum góðs gengis að afla sér upplýsinga sem leiða þá að niðurstöðu þegar í kjörklefann er komið. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í landbúnaði.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Á tímamótum - hugleiðingar frá fráfarandi íbúaráði í Grafarvogi! Fanný Gunnarsdóttir,Ingimar Þór Friðriksson,Kjartan Magnússon,Árni Guðmundsson,Erla Bára Ragnarsdóttir,Tómas Örn Guðlaugsson skrifar
Skoðun Formannskosning VR er hafin – Nú skiptir atkvæðið þitt máli! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar
Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson skrifar
Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun