Að notast við kerfi sem er komið að þolmörkum er eins og að mjólka möndlu Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar 22. október 2024 08:31 Að mati Björns Brynjólfs Björnssonar framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs væri gott fyrsta skref að auka kennsluskyldu íslenskra kennara því hann telur þá kenna minna en kennara í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Ég veit ekki betur en að ég og fleiri kennarar hafi selt kennsluafsláttinn okkar og kenni því fleiri tíma í dag en við hefðum annars gert. Samt erum við enn langt undir meðallaunum og náum varla að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til okkar innan þess tímaramma sem okkur er gefinn. Björn telur megin þorra þjóðarinnar vera á sama máli og hann varðandi það að vilja hagkvæmt kerfi sem skilar sem mestum árangri með sem minnstum tilkostnaði. Auðvitað viljum við öll hagkvæmt kerfi sem virkar en þá eigum við líka að horfa á heildarmyndina. Menntakerfið sem við búum við í dag er ekki að virka og ábyrgðin er stjórnvalda. Höfum í huga að menntakerfi er eitt og laun kennara er annað. Stjórnvöld ákveða hvernig menntakerfið á að vera og kennarar vinna eftir lögum og reglugerðum. Það er ekkert sem réttlætir það að ég og aðrir kennarar eigi að fá laun sem eru undir meðallaunum í landinu og tugum prósentum frá meðallaunum þeirra stétta sem við berum okkur saman við. Björn veit það jafnvel og ég. Þó að hagfræðingum finnist gaman að bera saman tölur eins og Björn gerir þá skiptir máli hvernig það er gert. Það hefur oft verið bent á það að erfitt sé að bera Ísland saman við önnur OECD ríki því við erum fámenn þjóð, mjög strjálbýl og með hærra hlutfall innflytjenda. Þetta eru allt þættir sem auka kostnað til muna. En það er fleira sem telur hjá okkur varðandi kostnaðinn sem Björn gleymir að nefna. Einhverra hluta vegna þá virðist það oft gleymast hvernig menntakerfi við rekum. Í lok síðustu aldar þá ákváðu stjórnvöld að leggja niður sérskóla og móttökudeildir fyrir nýbúa. Fjármagnið sem átti að setja inn í grunnskólana í kjölfarið kom aldrei í þeirri mynd sem var lofað. Starfsfólk skólanna átti bara að redda þessu eins og það á að redda núna kennslu allra innflytjenda sem streyma inn í menntakerfið. Ofan á þetta þá erum við með handónýtt geðheilbrigðis og stoðkerfi sem kemur ekki til móts við þarfir barna eins og það á að gera. Börn sem þurfa sértæka þjónustu annarra sérfræðinga en kennara eru inni í almennum grunnskólum. Kennarar á Íslandi eru eins og kamelljón og bregða sér í líki ýmissa sérfræðinga. Það að auka kennsluskyldu kennara er eins og að mjólka möndlu. Það þarf að skoða heildarmyndina. Annað er óábyrgt og galið. En áður en haldið er af stað í að byggja upp menntakerfi sem virkar þá þarf að leiðrétta kjör kennara. Þetta eru tveir aðskyldir þættir. Hjá Kennarasambandi Íslands er hægt að nálgast öll þau gögn sem sérfræðingar þurfa á að halda til að fá heilsteypta mynd af ástandinu eins og það er í dag. Okkur vantar ekki gögnin, okkur vantar að lesið sé í þau á réttan hátt og okkur vantar að fjárfest sé í kennurum. Við viljum ekki einsleitan skóla, við viljum skóla sem virkar en þá þarf líka annað í samfélaginu að virka. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rakel Linda Kristjánsdóttir Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Skoðun Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Sjá meira
Að mati Björns Brynjólfs Björnssonar framkvæmdastjóra Viðskiptaráðs væri gott fyrsta skref að auka kennsluskyldu íslenskra kennara því hann telur þá kenna minna en kennara í þeim löndum sem við berum okkur saman við. Ég veit ekki betur en að ég og fleiri kennarar hafi selt kennsluafsláttinn okkar og kenni því fleiri tíma í dag en við hefðum annars gert. Samt erum við enn langt undir meðallaunum og náum varla að standa undir þeim kröfum sem gerðar eru til okkar innan þess tímaramma sem okkur er gefinn. Björn telur megin þorra þjóðarinnar vera á sama máli og hann varðandi það að vilja hagkvæmt kerfi sem skilar sem mestum árangri með sem minnstum tilkostnaði. Auðvitað viljum við öll hagkvæmt kerfi sem virkar en þá eigum við líka að horfa á heildarmyndina. Menntakerfið sem við búum við í dag er ekki að virka og ábyrgðin er stjórnvalda. Höfum í huga að menntakerfi er eitt og laun kennara er annað. Stjórnvöld ákveða hvernig menntakerfið á að vera og kennarar vinna eftir lögum og reglugerðum. Það er ekkert sem réttlætir það að ég og aðrir kennarar eigi að fá laun sem eru undir meðallaunum í landinu og tugum prósentum frá meðallaunum þeirra stétta sem við berum okkur saman við. Björn veit það jafnvel og ég. Þó að hagfræðingum finnist gaman að bera saman tölur eins og Björn gerir þá skiptir máli hvernig það er gert. Það hefur oft verið bent á það að erfitt sé að bera Ísland saman við önnur OECD ríki því við erum fámenn þjóð, mjög strjálbýl og með hærra hlutfall innflytjenda. Þetta eru allt þættir sem auka kostnað til muna. En það er fleira sem telur hjá okkur varðandi kostnaðinn sem Björn gleymir að nefna. Einhverra hluta vegna þá virðist það oft gleymast hvernig menntakerfi við rekum. Í lok síðustu aldar þá ákváðu stjórnvöld að leggja niður sérskóla og móttökudeildir fyrir nýbúa. Fjármagnið sem átti að setja inn í grunnskólana í kjölfarið kom aldrei í þeirri mynd sem var lofað. Starfsfólk skólanna átti bara að redda þessu eins og það á að redda núna kennslu allra innflytjenda sem streyma inn í menntakerfið. Ofan á þetta þá erum við með handónýtt geðheilbrigðis og stoðkerfi sem kemur ekki til móts við þarfir barna eins og það á að gera. Börn sem þurfa sértæka þjónustu annarra sérfræðinga en kennara eru inni í almennum grunnskólum. Kennarar á Íslandi eru eins og kamelljón og bregða sér í líki ýmissa sérfræðinga. Það að auka kennsluskyldu kennara er eins og að mjólka möndlu. Það þarf að skoða heildarmyndina. Annað er óábyrgt og galið. En áður en haldið er af stað í að byggja upp menntakerfi sem virkar þá þarf að leiðrétta kjör kennara. Þetta eru tveir aðskyldir þættir. Hjá Kennarasambandi Íslands er hægt að nálgast öll þau gögn sem sérfræðingar þurfa á að halda til að fá heilsteypta mynd af ástandinu eins og það er í dag. Okkur vantar ekki gögnin, okkur vantar að lesið sé í þau á réttan hátt og okkur vantar að fjárfest sé í kennurum. Við viljum ekki einsleitan skóla, við viljum skóla sem virkar en þá þarf líka annað í samfélaginu að virka. Höfundur er sérkennari í grunnskóla og í stjórn Kennarafélags Reykjavíkur.
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun