„Auðvitað smá sjokk að heyra að maður sé kominn í sex mánaða bann“ Sindri Sverrisson skrifar 22. október 2024 08:01 Viðar Örn Kjartansson segir upphæðina sem hann þurfi að greiða CSKA 1948 ekki vera mjög háa. vísir/Einar Fótboltamaðurinn Viðar Örn Kjartansson reiknar með því að verða fljótur að greiða upp skuld sína við búlgarska félagið CSKA 1948. FIFA dæmdi Viðar í sex mánaða keppnisbann sem hann getur losnað úr með því að greiða skuldina. Viðar rifti samningi sínum við búlgarska félagið í nóvember á síðasta ári og var án félags þar til að hann gekk svo til liðs við KA í apríl. Hann fór hægt af stað með KA en raðaði svo inn mörkum seinni hluta leiktíðar og fagnaði langþráðum fyrsta bikarmeistaratitli félagsins með sigri gegn Víkingi í september. Hann kveðst aldrei hafa grunað að hann yrði dæmdur í keppnisbann vegna viðskilnaðarins við CSKA 1948: „Ef út í það er farið þá afsalaði ég mér örugglega einhverjum tugum milljóna með því að gefa eftir laun hjá þeim [forráðamönnum CSKA 1948]. En í samningnum [við CSKA 1948] stendur að ef ég skrifa undir hjá liði í efstu deild í Evrópu þá þurfi að greiðast sú upphæð sem þeir borguðu mér við að skrifa undir. Síðan skrifaði ég undir hjá KA og þeir skrifa undir samþykki fyrir félagaskiptum, og svo hætti maður bara að pæla í þessu. Svo kemur seint í sumar eitthvað frá FIFA sem ég í raun sá ekki sjálfur. Þetta er samskiptaleysi, misskilningur og smá klúður, en aftur á móti mjög auðvelt að leysa,“ segir Viðar þegar hann er beðinn um að lýsa því hvernig hann lenti í sex mánaða keppnisbanni. Viðar taldi sig sem sagt ekki þurfa að hafa áhyggjur af greiðslunni til CSKA 1948 með því að semja við íslenskt félag. „Ég sá fyrir mér að þetta gilti bara í Evrópu, þó við séum vissulega þar. Þá hefði klúbburinn þurft að borga þetta til að þeir myndu skrifa undir samþykki,“ segir Viðar. Viðar Örn Kjartansson skoraði sex mörk í sumar.vísir/Diego „Vel viðráðanleg upphæð“ Viðar segir að upphæðin sem hann skuldi sé ekki há. „Nei, ég myndi nú ekki segja það. Þetta er vel viðráðanleg upphæð,“ segir Viðar sem vill þó ekki greina frá því nákvæmlega hve há upphæðin sé. Hluta hennar sé hann þegar búinn að borga og það sé alls ekki svo að um tugi milljóna króna sé að ræða. „Þetta er í raun og veru ekkert stórmál eftir allt, en auðvitað er smá sjokk að heyra að maður sé kominn í sex mánaða bann upp úr þurru. Þetta verður leyst mjög bráðlega. Við erum í góðu sambandi við þá núna, vorum það ekki áður, og svo leysist þetta bara og þá verður þessu aflétt. Þetta er ekki flóknara en það en aðdragandinn er flókinn og ruglingslegur, því ég afsalaði mér ansi miklu til þeirra á sínum tíma. Þetta er leiðindamál en vel viðráðanlegt,“ segir Viðar og vill meina að málið yrði leyst enn hraðar ef KA væri í þannig stöðu að mikilvægt hefði verið að hann spilaði lokaleiki tímabilsins. Viðar Örn Kjartansson átti sinn þátt í fyrsta bikarmeistaratitlinum í sögu KA í sumar.vísir/Diego Besta deild karla KA Fótbolti Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira
Viðar rifti samningi sínum við búlgarska félagið í nóvember á síðasta ári og var án félags þar til að hann gekk svo til liðs við KA í apríl. Hann fór hægt af stað með KA en raðaði svo inn mörkum seinni hluta leiktíðar og fagnaði langþráðum fyrsta bikarmeistaratitli félagsins með sigri gegn Víkingi í september. Hann kveðst aldrei hafa grunað að hann yrði dæmdur í keppnisbann vegna viðskilnaðarins við CSKA 1948: „Ef út í það er farið þá afsalaði ég mér örugglega einhverjum tugum milljóna með því að gefa eftir laun hjá þeim [forráðamönnum CSKA 1948]. En í samningnum [við CSKA 1948] stendur að ef ég skrifa undir hjá liði í efstu deild í Evrópu þá þurfi að greiðast sú upphæð sem þeir borguðu mér við að skrifa undir. Síðan skrifaði ég undir hjá KA og þeir skrifa undir samþykki fyrir félagaskiptum, og svo hætti maður bara að pæla í þessu. Svo kemur seint í sumar eitthvað frá FIFA sem ég í raun sá ekki sjálfur. Þetta er samskiptaleysi, misskilningur og smá klúður, en aftur á móti mjög auðvelt að leysa,“ segir Viðar þegar hann er beðinn um að lýsa því hvernig hann lenti í sex mánaða keppnisbanni. Viðar taldi sig sem sagt ekki þurfa að hafa áhyggjur af greiðslunni til CSKA 1948 með því að semja við íslenskt félag. „Ég sá fyrir mér að þetta gilti bara í Evrópu, þó við séum vissulega þar. Þá hefði klúbburinn þurft að borga þetta til að þeir myndu skrifa undir samþykki,“ segir Viðar. Viðar Örn Kjartansson skoraði sex mörk í sumar.vísir/Diego „Vel viðráðanleg upphæð“ Viðar segir að upphæðin sem hann skuldi sé ekki há. „Nei, ég myndi nú ekki segja það. Þetta er vel viðráðanleg upphæð,“ segir Viðar sem vill þó ekki greina frá því nákvæmlega hve há upphæðin sé. Hluta hennar sé hann þegar búinn að borga og það sé alls ekki svo að um tugi milljóna króna sé að ræða. „Þetta er í raun og veru ekkert stórmál eftir allt, en auðvitað er smá sjokk að heyra að maður sé kominn í sex mánaða bann upp úr þurru. Þetta verður leyst mjög bráðlega. Við erum í góðu sambandi við þá núna, vorum það ekki áður, og svo leysist þetta bara og þá verður þessu aflétt. Þetta er ekki flóknara en það en aðdragandinn er flókinn og ruglingslegur, því ég afsalaði mér ansi miklu til þeirra á sínum tíma. Þetta er leiðindamál en vel viðráðanlegt,“ segir Viðar og vill meina að málið yrði leyst enn hraðar ef KA væri í þannig stöðu að mikilvægt hefði verið að hann spilaði lokaleiki tímabilsins. Viðar Örn Kjartansson átti sinn þátt í fyrsta bikarmeistaratitlinum í sögu KA í sumar.vísir/Diego
Besta deild karla KA Fótbolti Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Arne Slot: Við vorum ekki heppnir, reglan er svona Enski boltinn Skoraði fyrir látinn litla bróður sinn Enski boltinn Versta staða Íslands síðan Lars og Heimir hófu ævintýrið Fótbolti Fleiri fréttir Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum „Allir í Vesturbænum eru spenntir en maður hefur séð meiri gæði í einum hópi“ Besta-spáin 2025: Máttur fjöldans Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby „Hefur aldrei verið vandamál fyrir mig“ Jón Guðni Fjóluson leggur skóna á hilluna Eyjamenn sækja Pólverja í rammann Gylfa aftur spáð titlinum en spáin röng síðan 2020 Vilja VAR á Íslandi og finnst Gylfi langbestur Félögin spá Víkingum titlinum Svona var kynningarfundur Bestu deildar karla „Hann virðist bara ekkert vera þannig þjálfari“ Besta-spáin 2025: Litað út fyrir Var kóngurinn 1995 en „algjörlega á botninum“ 1997 „Meðvituð um að þetta er samfélagslegt vandamál“ Stúkan fær liðsstyrk í þremur kanónum Besta auglýsing Fram: Rúnar kann öll vafasömu trixin „Var meira fyrir að borða nutella úr krukkunni og spila tölvuleiki“ „Stærsta í þessu er ef Rúnar Már nær að spila meira“ Besta-spáin 2025: Vindur í Skagaseglin Heimsóttu Hásteinsvöll: „Það eru ekkert allir sáttir við þetta“ Vel vopnaðir tökumenn: „Djöfull er þetta góður klútur“ „Maður er pínu hræddur fyrir þeirra hönd“ Besta-spáin 2025: Að finna sér nýjan samastað í tilverunni „Gerðum gott úr þessu“ Uppgjörið: Breiðablik - KA 3-1 | Breiðablik er meistari meistaranna Herra Víkingur kvaddur: „Rosalega gott tækifæri til að hætta“ Skelfileg meiðsli Stefáns Árna: „Fóturinn var í mjög ljótri stöðu“ Frumraun Gylfa í beinni í kvöld Sjá meira