Ætlar heilbrigðisráðherra að lögleiða kannabis? Gunnar Dan Wiium skrifar 21. október 2024 13:01 Helgina 11/12 okt síðastliðin var haldin ótrúlega vel heppnuð ráðstefna á vegum Hampfélagsins um iðnaðar og lyfjahamp (medical cannabis). Fengnir voru fyrirlesarar frá öllum heimshornum, allt sérfræðingar á sínu sviði og mörg hver þungavigtarfólk innan geirans. Sagðar voru sögur af persónulegri nálgun hvers og eins og ein þeirra snerti gesti það djúpt að staðið var upp og klappað eftir töluna og voru margir í ekka. Það var sagan hans Norberto Fischer sem kemur frá Brasilíu. Norberto og konan hans stóðu frammi fyrir því að missa dóttur sína úr skæðum sjúkdóm sem olli lífshættulegum grand mal flogaköstum sem voru að aukast. Eftir að hafa séð sambærilegt tilfelli frá BNA þar sem kannabínóðar voru beittir tóku foreldrarnir ákvörðun um að flytja inn CBD og prófa á þessu vægðarlausu flogaköst dóttur sinnar þvert á hvað Brasilísk lög því innflutningur og sala á CBD á þeim tíma var ekki lögleg. Það var ekki auðvelt fyrir þau að beita þessu efni því sjálf voru þau föst í neti stigma og úreltrar hugmyndafræði um skaðsemi og hættur kannabis, en hvað gerir maður ekki þegar maður er komin í örvæntingu og barnið manns er að deyja fyrir framan sig? Grátandi á sviðinu fór Norberto á hnén með leikrænum tilþrifum því enskan er ekki hans sterkasta hlið. Hann lýsti því hvernig hann í fyrsta skiptið sprautaði CBD olíunni sem þau hjónin höfðu fengið í pósti stuttu áður í munn dóttur sinnar sem lá hjálparvana í rúminu. Á sviðinu talaði hann tungumál hjartans er hann endurlifði það örvæntingarástand sem hann fann sig í á þessu augnabliki, komin algjörlega út í horn við það að sprauta efni upp í dóttur sína sem hann hafði flutt ólöglega til landsins og án handleiðslu neinna lækna. Stutta sagan er þessi, köstin hættu samstundis og dóttir þeirra öðlaðist getu til að lifa með þessum hræðilega sjúkdóm sem veldur lágri vöðvaspennu í öllum líkamanum, þroskaskerðingu og málstoli, en Anny er á lífi og hefur ekki fengið þessi köst síðan. Fljótlega í kjölfarið höfðu stjórnvöld samband Norberto og konu hans og spurðu þau hvað í ósköpunum þau voru að gera með flytja inn þessa kol-ólöglegu vöru. Ákveðið ferli fór í gang sem leiddi til þess að Norberto barðist fyrir breytingum og sjálfsögðum mannréttindum og kannabínóðar voru gerðir löglegir í Brasilíu sem er rúmlega 200 milljóna land. Það eina sem þurfti var skýr, örvæntingarfullur markaður, nokkrir læknar sem höfðu hugrekki til að stíga fram og taka afstöðu með tug þúsunda rýndra rannsókna og venjulegra foreldra sem voru ekki tilbúnir að missa barnið sitt. Mikið fjölmiðlafár fór af stað og vakti mál fjölskyldunnar mikla athygli. Stór framleiðsla fór í gang á gerð heimildarmyndar sem vakti einnig mikla athygli, sjá má brot hér úr þeirri mynd hér: Lögleiðing á lyfjahampi hér á Íslandi er nauðsynleg breyta. Nú þegar eru fjöldi sjúklinga að verða sér um heimatilbúnar vörur í algjörlega óregluvæddu umhverfi og kostnaðurinn er mikill og greiddur í seðlum inn í svart hagkerfi. Algjörlega ólíðandi ástand sem er í raun ekki byggt á neinu nema fordómum, þekkingar og aðgerðarleysi stjórnvalda og að margra mati hagsmunum risavaxina lyfjafyrirtækja. Nú er komin tími á að heilbrigðisráðuneytið taki sig saman og setji sig inn í málefnið af fullum þunga. Auðvitað má ávarpa afglæpavæðingu og algjöra lögleiðingu á kannabis eins og margar þjóðir hafa gert en í fyrstu má kannski íhuga næsta skref sem felur í sér að veita venjulegu fólki rými og aðgang að því náttúrulega efni sem lyfjahampur er og þá undir handleiðslu lækna og hjúkrunarfólks, þvert á ástandið eins og það lítur út núna, viðskipti á bílaplönum, heimahúsum, viðskipti á vörum sem engin hefur vottað, ástand sem gerir venjulegt fólk að lögbrjótum. Höfundur starfar sem verslunarstjóri Handverkshússins, þáttarstjórnandi hlaðvarps Þvottahússins, umboðsmaður og stjórnarmaður Hampfélagsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kannabis Heilbrigðismál Gunnar Dan Wiium Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Sjá meira
Helgina 11/12 okt síðastliðin var haldin ótrúlega vel heppnuð ráðstefna á vegum Hampfélagsins um iðnaðar og lyfjahamp (medical cannabis). Fengnir voru fyrirlesarar frá öllum heimshornum, allt sérfræðingar á sínu sviði og mörg hver þungavigtarfólk innan geirans. Sagðar voru sögur af persónulegri nálgun hvers og eins og ein þeirra snerti gesti það djúpt að staðið var upp og klappað eftir töluna og voru margir í ekka. Það var sagan hans Norberto Fischer sem kemur frá Brasilíu. Norberto og konan hans stóðu frammi fyrir því að missa dóttur sína úr skæðum sjúkdóm sem olli lífshættulegum grand mal flogaköstum sem voru að aukast. Eftir að hafa séð sambærilegt tilfelli frá BNA þar sem kannabínóðar voru beittir tóku foreldrarnir ákvörðun um að flytja inn CBD og prófa á þessu vægðarlausu flogaköst dóttur sinnar þvert á hvað Brasilísk lög því innflutningur og sala á CBD á þeim tíma var ekki lögleg. Það var ekki auðvelt fyrir þau að beita þessu efni því sjálf voru þau föst í neti stigma og úreltrar hugmyndafræði um skaðsemi og hættur kannabis, en hvað gerir maður ekki þegar maður er komin í örvæntingu og barnið manns er að deyja fyrir framan sig? Grátandi á sviðinu fór Norberto á hnén með leikrænum tilþrifum því enskan er ekki hans sterkasta hlið. Hann lýsti því hvernig hann í fyrsta skiptið sprautaði CBD olíunni sem þau hjónin höfðu fengið í pósti stuttu áður í munn dóttur sinnar sem lá hjálparvana í rúminu. Á sviðinu talaði hann tungumál hjartans er hann endurlifði það örvæntingarástand sem hann fann sig í á þessu augnabliki, komin algjörlega út í horn við það að sprauta efni upp í dóttur sína sem hann hafði flutt ólöglega til landsins og án handleiðslu neinna lækna. Stutta sagan er þessi, köstin hættu samstundis og dóttir þeirra öðlaðist getu til að lifa með þessum hræðilega sjúkdóm sem veldur lágri vöðvaspennu í öllum líkamanum, þroskaskerðingu og málstoli, en Anny er á lífi og hefur ekki fengið þessi köst síðan. Fljótlega í kjölfarið höfðu stjórnvöld samband Norberto og konu hans og spurðu þau hvað í ósköpunum þau voru að gera með flytja inn þessa kol-ólöglegu vöru. Ákveðið ferli fór í gang sem leiddi til þess að Norberto barðist fyrir breytingum og sjálfsögðum mannréttindum og kannabínóðar voru gerðir löglegir í Brasilíu sem er rúmlega 200 milljóna land. Það eina sem þurfti var skýr, örvæntingarfullur markaður, nokkrir læknar sem höfðu hugrekki til að stíga fram og taka afstöðu með tug þúsunda rýndra rannsókna og venjulegra foreldra sem voru ekki tilbúnir að missa barnið sitt. Mikið fjölmiðlafár fór af stað og vakti mál fjölskyldunnar mikla athygli. Stór framleiðsla fór í gang á gerð heimildarmyndar sem vakti einnig mikla athygli, sjá má brot hér úr þeirri mynd hér: Lögleiðing á lyfjahampi hér á Íslandi er nauðsynleg breyta. Nú þegar eru fjöldi sjúklinga að verða sér um heimatilbúnar vörur í algjörlega óregluvæddu umhverfi og kostnaðurinn er mikill og greiddur í seðlum inn í svart hagkerfi. Algjörlega ólíðandi ástand sem er í raun ekki byggt á neinu nema fordómum, þekkingar og aðgerðarleysi stjórnvalda og að margra mati hagsmunum risavaxina lyfjafyrirtækja. Nú er komin tími á að heilbrigðisráðuneytið taki sig saman og setji sig inn í málefnið af fullum þunga. Auðvitað má ávarpa afglæpavæðingu og algjöra lögleiðingu á kannabis eins og margar þjóðir hafa gert en í fyrstu má kannski íhuga næsta skref sem felur í sér að veita venjulegu fólki rými og aðgang að því náttúrulega efni sem lyfjahampur er og þá undir handleiðslu lækna og hjúkrunarfólks, þvert á ástandið eins og það lítur út núna, viðskipti á bílaplönum, heimahúsum, viðskipti á vörum sem engin hefur vottað, ástand sem gerir venjulegt fólk að lögbrjótum. Höfundur starfar sem verslunarstjóri Handverkshússins, þáttarstjórnandi hlaðvarps Þvottahússins, umboðsmaður og stjórnarmaður Hampfélagsins.
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar