Innlent

Þau skipa fram­boðs­lista Sjálf­stæðis­manna í Norð­austur­kjör­dæmi

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Efstu þrjú sætin á lista Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi skipa þau Jens Garðar Helgason, Njáll Trausti Friðbertsson og Berglind Harpa Svavarsdóttir.
Efstu þrjú sætin á lista Sjálfstæðisflokks í Norðausturkjördæmi skipa þau Jens Garðar Helgason, Njáll Trausti Friðbertsson og Berglind Harpa Svavarsdóttir.

Kjördæmisráð Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi samþykkti framboðslista flokksins við komandi alþingiskosningar síðdegis.

Tillaga kjörnefndar að framboðslista flokksins var samþykkt á fundi kjördæmisráðs í Skjólbrekku í Mývatnssveit. Efstu fimm sætin á listanum byggjast á röðun sem fram fór fyrr í dag og sæti sex til tuttugu á tillögu kjörnefndar.

Jens Garðar hafði betur gegn Njáli Trausta Friðbertssyni þingmanni á fundi kjördæmaráðs, en Njáll Trausti skipaði fyrsta sætið á lista flokksins í kosningum 2021. Njáll Trausti hafði svo betur gegn öðrum frambjóðendum í baráttunni um annað sætið.

Framboðslistinn í heild sinni:

  1. Jens Garðar Helgason, Fjarðabyggð
  2. Njáll Trausti Friðbertsson, Akureyri
  3. Berglind Harpa Svavarsdóttir, Múlaþingi
  4. Jón Þór Kristjánsson, Akureyri
  5. Telma Ósk Þórhallsdóttir, Akureyri
  6. Sigríður Jódís Gunnarsdóttir, Dalvíkurbyggð
  7. Þorsteinn Kristjánsson, Akureyri
  8. Hafrún Olgeirsdóttir, Norðurþing
  9. Barbara Izabela Kubielas, Fjarðabyggð
  10. Baldur Helgi Benjamínsson, Eyjafjarðarsveit
  11. Jóna Jónsdóttir, Akureyri
  12. Einar Freyr Guðmundsson, Múlaþingi
  13. Auður Olga Arnarsdóttir, Dalvíkurbyggð
  14. Hanna Sigríður Ásgeirsdóttir, Fjallabyggð
  15. Vilmundur Aðalsteinn Árnason, Akureyri
  16. Þórdís Mjöll Benediktsdóttir, Fjarðabyggð
  17. Freydís Anna Ingvarsdóttir, Þingeyjarsveit
  18. Tómas Atli Einarsson, Fjallabyggð
  19. Kristinn Frímann Árnason, Hrísey
  20. Helgi Ólafsson, Norðurþingi



Fleiri fréttir

Sjá meira


×