Þórdís Kolbrún bar sigur úr býtum í Kraganum Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 20. október 2024 15:15 Jón Gunnarsson og Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir buðu sig bæði fram í annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Vísir/Vilhelm Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir hafði betur gegn Jón Gunnarssyni og skipar annað sæti lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Jón Gunnarsson gefur ekki kost á sér í þriðja sætið. Talningu lauk rétt í þessu á þéttsetnum fundi í Valhöll þar sem kosið er um röðun á efstu fjórum sætum listans. Þórdís vann með 206 atkvæðum gegn 130 Jóns Níu frambjóðendur buðu fram krafta sína á lista Sjálfstæðisflokkins í Suðvesturkjördæmi og barist var um öll sætin að því fyrsta undateknu sem Bjarni Benediktsson formaður gekk að vísu. Þórdís Kolbrún og Jón Gunnarsson sóttust bæði eftir öðru sætinu, Valgerður Erla Árnadóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir buðu sig fram í þriðja sæti, Sigþrúður Ármann og Ragnhildur Jónsdóttir í það fjórða og Vilhjálmur Bjarnason í annað til fjórða sæti. Óvænt framboð Þórdísar í Kraganum Jón Gunnarsson lýsti því að framboð Þórdísar Kolbrúnar í annað sæti í Suðvesturkjördæmi, sæti Jóns í síðustu kosningum, hafi komið flatt upp á sig. Í vikunni kom fram að Jón hefði ekkert heyrt af fyrirætlunum Þórdísar fyrr en hann las um þær í Morgunblaðinu. Hann hafði þegar lýst því yfir að hann hygðist halda öðru sætinu. Í Spursmálum mbl.is í gær voru Þórdís og Jón bæði gestir. Þar sagði Þórdís að hún hefði betur látið Jón formlega vita af ætlunum sínum og rætt þær við hann. Hún hafi þegar beðið hann afsökunar á því að hafa ekki gert það. „Við Jón höfum auðvitað starfað saman í mörg ár og farið saman í gegnum alls konar baráttur og slagi, innanflokks og við andstæðinga. Jón er vinur minn, hann er með sterka stöðu í Suðvesturkjördæmi, hann er búinn að vera mjög lengi og líka í alls konar hlutverkum, neðarlega á lista, ofarlega á lista eins og ég hef verið í Suðvesturkjördæmi.“ sagði Þórdís. Mikið í húfi hjá Þórdísi Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að með þessu útspili sé Þórdís að leggja möguleika sína á að verða arftaki Bjarna Benediktssonar undir. „Takist henni ekki að sannfæra uppstillingarnefndina um að fá annað sætið verður tilkall hennar til að teljast arftaki formannsins þeim mun minna. Þannig þetta er alvöru veðmál hjá henni,“ sagði Eiríkur. Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spenna í Kraganum: Þórdís leggur framtíðina að veði og brotthvarf Guðmundar Árna vekur upp spurningar Öll augu eru nú á Suðvesturkjördæmi, þar sem varaformaður Sjálfstæðisflokks leggur framtíð sína sem formaður að veði, í von um að hreppa annað sætið, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Skyndilegt brotthvarf varaformanns Samfylkingar úr oddvitaslag eykur enn á spennuna. 20. október 2024 00:19 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Talningu lauk rétt í þessu á þéttsetnum fundi í Valhöll þar sem kosið er um röðun á efstu fjórum sætum listans. Þórdís vann með 206 atkvæðum gegn 130 Jóns Níu frambjóðendur buðu fram krafta sína á lista Sjálfstæðisflokkins í Suðvesturkjördæmi og barist var um öll sætin að því fyrsta undateknu sem Bjarni Benediktsson formaður gekk að vísu. Þórdís Kolbrún og Jón Gunnarsson sóttust bæði eftir öðru sætinu, Valgerður Erla Árnadóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Rósa Guðbjartsdóttir buðu sig fram í þriðja sæti, Sigþrúður Ármann og Ragnhildur Jónsdóttir í það fjórða og Vilhjálmur Bjarnason í annað til fjórða sæti. Óvænt framboð Þórdísar í Kraganum Jón Gunnarsson lýsti því að framboð Þórdísar Kolbrúnar í annað sæti í Suðvesturkjördæmi, sæti Jóns í síðustu kosningum, hafi komið flatt upp á sig. Í vikunni kom fram að Jón hefði ekkert heyrt af fyrirætlunum Þórdísar fyrr en hann las um þær í Morgunblaðinu. Hann hafði þegar lýst því yfir að hann hygðist halda öðru sætinu. Í Spursmálum mbl.is í gær voru Þórdís og Jón bæði gestir. Þar sagði Þórdís að hún hefði betur látið Jón formlega vita af ætlunum sínum og rætt þær við hann. Hún hafi þegar beðið hann afsökunar á því að hafa ekki gert það. „Við Jón höfum auðvitað starfað saman í mörg ár og farið saman í gegnum alls konar baráttur og slagi, innanflokks og við andstæðinga. Jón er vinur minn, hann er með sterka stöðu í Suðvesturkjördæmi, hann er búinn að vera mjög lengi og líka í alls konar hlutverkum, neðarlega á lista, ofarlega á lista eins og ég hef verið í Suðvesturkjördæmi.“ sagði Þórdís. Mikið í húfi hjá Þórdísi Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði, sagði í kvöldfréttum Stöðvar 2 í gær að með þessu útspili sé Þórdís að leggja möguleika sína á að verða arftaki Bjarna Benediktssonar undir. „Takist henni ekki að sannfæra uppstillingarnefndina um að fá annað sætið verður tilkall hennar til að teljast arftaki formannsins þeim mun minna. Þannig þetta er alvöru veðmál hjá henni,“ sagði Eiríkur.
Suðvesturkjördæmi Alþingiskosningar 2024 Sjálfstæðisflokkurinn Tengdar fréttir Spenna í Kraganum: Þórdís leggur framtíðina að veði og brotthvarf Guðmundar Árna vekur upp spurningar Öll augu eru nú á Suðvesturkjördæmi, þar sem varaformaður Sjálfstæðisflokks leggur framtíð sína sem formaður að veði, í von um að hreppa annað sætið, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Skyndilegt brotthvarf varaformanns Samfylkingar úr oddvitaslag eykur enn á spennuna. 20. október 2024 00:19 Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Spenna í Kraganum: Þórdís leggur framtíðina að veði og brotthvarf Guðmundar Árna vekur upp spurningar Öll augu eru nú á Suðvesturkjördæmi, þar sem varaformaður Sjálfstæðisflokks leggur framtíð sína sem formaður að veði, í von um að hreppa annað sætið, að sögn prófessors í stjórnmálafræði. Skyndilegt brotthvarf varaformanns Samfylkingar úr oddvitaslag eykur enn á spennuna. 20. október 2024 00:19