Sjáðu dramatísk sigurmörk, vítaklúður Gylfa og öll mörkin úr Bestu í gær Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. október 2024 10:31 Blikarnir Viktor Karl Einarsson og Andri Rafn Yeoman í baráttu um boltann við Stjörnumanninn Örvar Loga Örvarsson. Vísir/Viktor Freyr Það var vissulega nóg af dramatík í leikjum Bestu deildar karla í fótbolta í gær þar sem Víkingar, Blikar og KA-menn fögnuðu sigri en Valsmenn misstu frá sér sigur á móti FH-ingum í Kaplakrika. Víkingur og Breiðablik unnu bæði sína leiki og mætast því í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn um næstu helgi. Þau eru jöfn að stigum en Víkingum nægir jafntefli af þvi að þeir eru með betri markatölu. Klippa: Mörkin úr leik ÍA og Víkings Víkingar unnu 4-3 endurkomusigur á ÍA upp á Akranesi í gær þar sem Danijel Dejan Djuric skoraði sigurmarkið í uppbótatíma. Johannes Björn Vall og Hinrik Harðarson komu ÍA í 2-0 undir lok fyrri hálfleiks og Viktor Jónsson kom Skagamönnum síðan aftur yfir í 3-2. Erlingur Agnarsson og Nikolaj Andreas Hansen jöfnuðu metin í 2-2 í upphafi seinni hálfleiks og Erlingur skoraði síðan sitt annað mark og jafnaði í 3-3 áður Djuric skallaði inn sigurmarkið á síðustu stundu. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði sigurmark Blika á móti Stjörnunni þremur mínútum fyrir leikslok. Viktor Örn Margeirsson hafði komið Breiðabliki í 1-0 á 65. mínútu en Heiðar Ægisson jafnaði metin ellefu mínútum síðar. Blikar urðu að fá stig út úr leiknum til að eiga raunhæfa möguleika á Íslandsmeistaratitlinum og fyrirliðinn sá til þess að nú geta þeir unnið Víking um næstu helgi og tryggt sér titilinn. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og Stjörnunnar Bjarni Mark Antonsson kom Val í 1-0 á móti FH með marki í uppbótatíma fyrri hálfleiks en FH-ingar jöfnuðu á níundu mínútu í uppbótatíma seinni hálfleiks þegar Orri Sigurður Ómarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Gylfi Þór Sigurðsson fékk tækifæri til að tryggja Valsmönnum sigurinn eftir það en Sindri Kristinn Ólafsson varði frá honum vítaspyrnu. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði eftir 22 sekúndur og svo aftur á 23. mínútu þegar KA vann 2-1 sigur á Vestra á Akureyri. Pétur Bjarnason minnkaði muninn í uppbótatíma leiksins en það mark kom alltof seint fyrir Vestramenn. Vestri hefði nánast gulltryggt sér áframhaldandi sæti í Bestu deildinni með sigri og fögnuðu HK-menn því þessum úrslitum því þeir eiga enn von. Það má sjá öll mörkin úr leikjum gærdagsins hér fyrir ofan og neðan. Klippa: Mörkin og vítaklúður úr leik FH og Vals Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik KA og Vestra Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík ÍA Stjarnan FH Valur KA Vestri Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira
Víkingur og Breiðablik unnu bæði sína leiki og mætast því í hreinum úrslitaleik um Íslandsmeistaratitilinn um næstu helgi. Þau eru jöfn að stigum en Víkingum nægir jafntefli af þvi að þeir eru með betri markatölu. Klippa: Mörkin úr leik ÍA og Víkings Víkingar unnu 4-3 endurkomusigur á ÍA upp á Akranesi í gær þar sem Danijel Dejan Djuric skoraði sigurmarkið í uppbótatíma. Johannes Björn Vall og Hinrik Harðarson komu ÍA í 2-0 undir lok fyrri hálfleiks og Viktor Jónsson kom Skagamönnum síðan aftur yfir í 3-2. Erlingur Agnarsson og Nikolaj Andreas Hansen jöfnuðu metin í 2-2 í upphafi seinni hálfleiks og Erlingur skoraði síðan sitt annað mark og jafnaði í 3-3 áður Djuric skallaði inn sigurmarkið á síðustu stundu. Höskuldur Gunnlaugsson skoraði sigurmark Blika á móti Stjörnunni þremur mínútum fyrir leikslok. Viktor Örn Margeirsson hafði komið Breiðabliki í 1-0 á 65. mínútu en Heiðar Ægisson jafnaði metin ellefu mínútum síðar. Blikar urðu að fá stig út úr leiknum til að eiga raunhæfa möguleika á Íslandsmeistaratitlinum og fyrirliðinn sá til þess að nú geta þeir unnið Víking um næstu helgi og tryggt sér titilinn. Klippa: Mörkin úr leik Breiðabliks og Stjörnunnar Bjarni Mark Antonsson kom Val í 1-0 á móti FH með marki í uppbótatíma fyrri hálfleiks en FH-ingar jöfnuðu á níundu mínútu í uppbótatíma seinni hálfleiks þegar Orri Sigurður Ómarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark. Gylfi Þór Sigurðsson fékk tækifæri til að tryggja Valsmönnum sigurinn eftir það en Sindri Kristinn Ólafsson varði frá honum vítaspyrnu. Elfar Árni Aðalsteinsson skoraði eftir 22 sekúndur og svo aftur á 23. mínútu þegar KA vann 2-1 sigur á Vestra á Akureyri. Pétur Bjarnason minnkaði muninn í uppbótatíma leiksins en það mark kom alltof seint fyrir Vestramenn. Vestri hefði nánast gulltryggt sér áframhaldandi sæti í Bestu deildinni með sigri og fögnuðu HK-menn því þessum úrslitum því þeir eiga enn von. Það má sjá öll mörkin úr leikjum gærdagsins hér fyrir ofan og neðan. Klippa: Mörkin og vítaklúður úr leik FH og Vals Klippa: Mörkin og rauða spjaldið úr leik KA og Vestra
Besta deild karla Breiðablik Víkingur Reykjavík ÍA Stjarnan FH Valur KA Vestri Mest lesið Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Saka yfirgaf Selhurst Park á hækjum Fótbolti Bellingham tryggði Sunderland sigurinn Fótbolti Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Íslenski boltinn „Ég er ekki búin að kaupa eina einustu jólagjöf“ Sport Atletico rændi sigrinum í blálokin Fótbolti Lengi getur vont versnað hjá Man. City Enski boltinn Haltur Mahomes skoraði snertimark Sport Fleiri fréttir Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Fyrsta skóflustunga tekin og KR spilar á gervigrasi Stjarnan kaupir Benedikt frá Vestra Fengu fernu á sig frá Atla í miðju Evrópuævintýri Sjá meira