Óásættanleg staða fyrir fimleikadeild Keflavíkur: Loforð svikin og framtíð starfseminnar í hættu Berglind Ragnarsdóttir skrifar 19. október 2024 07:02 Fimleikadeild Keflavíkur er næst stærsta íþróttadeildin á Suðurnesjum með hátt í 600 iðkendur á aldrinum eins til 100 ára. Við erum stærsta kveníþróttagreinin en þjónustum fólk frá vöggu til grafar frá öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum og höfum unnið ötullega að því að efla fimleika og íþróttir fyrir alla. Fimleikadeildin starfar í Íþróttaakademíunni í Krossmóa. Aðstaðan í Akademíunni er löngu sprungin. Ástandið versnaði enn frekar þegar Myllubakkaskóli fékk hluta af húsnæðinu vegna myglu þar. Sú ráðstöfun átti að vera tímabundin en hefur nú staðið yfir í næstum fjögur ár án þess að lausn sé í sjónmáli. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur, sem telur um 300 iðkendur, hefur nýlega fengið afhent stærsta íþróttahús landsins. Samhliða því var fimleikadeildinni lofað tíma í íþróttahúsinu í Akurskóla á álagstímum og var því farið í að fjárfesta í nýju hópfimleikagólfi, svo hægt væri að létta á álaginu í fimleikasalnum með því að bjóða upp á dansæfingar hópfimleika í Akurskóla. Þetta var stór fjárfesting fyrir deildina og markaði tímamót í starfsemi okkar. Nú hefur þetta loforð verið svikið, þar sem Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hyggst halda áfram að fullnýta bæði Ljónagryfjuna og íþróttahúsið í Akurskóla samhliða fullnýtingu nýrrar Stapagryfju, og tímarnir sem fimleikadeildinni eru boðnir eru seint á kvöldin eða um helgar en ekki álagstímar í fimleikasalnum eins og lagt var upp með. Þetta gerir það að verkum að við sitjum uppi með hópfimleikagólf sem við getum ekki nýtt. Stjórn fimleikadeildarinnar hefur farið yfir æfingatöflur Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur og það er augljóst að nýting þessa þriggja íþróttamannvirkja er langt undir þeirri pressu sem aðrar íþróttagreinar á Suðurnesjum búa við. Við teljum að þessi ákvörðun sé tekin með hagsmuni fárra í huga og á kostnað iðkenda fimleikadeildarinnar og hindrar okkur í að stunda okkar starfsemi á eðlilegan hátt. Þessi staða hefur alvarlegar afleiðingar fyrir fimleikadeildina. Fimleikadeild Keflavíkur fagnar á næsta ári 40 ára afmæli en frá stofnun fimleikadeildarinnar hafa þarfir hennar alltaf lotið lægra haldi fyrir þörfum annarra íþróttagreina og þykir okkur það miður að sjá að stærsta kvennaíþróttin á svæðinu þurfi ítrekað að víkja og smækka sig. Í Akademíunni hefur okkur margoft verið bent á það að Reykjanesbær eigi mannvirkið og að því sé það nýtt eins og bærinn telur best en það sama virðist ekki eiga við um íþróttahúsin sem UMFN nýtir undir sína starfsemi. Nú stöndum við frammi fyrir því að þurfa að vísa frá iðkendum og segja upp starfsfólki vegna skorts á aðstöðu. Þetta er óviðunandi fyrir iðkendur okkar, starfsfólk og samfélagið í heild. Að auki virðist vera þarna önnur öfl að verki. Íþróttafélagapólitík sem snýst meira um lit keppnisfatnaðar en þjónustu við bæjarbúa og stjórn fimleikadeildarinnar hefur spurt þeirrar spurningar hvort það geti verið að UMFN hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að dreifa starfsemi sinni eins mikið og hægt væri til að koma í veg fyrir að blái liturinn sjáist í húsakynnum Njarðvíkur. Fimleikadeildin hefur hins vegar aldrei gert greinarmun á því hvaðan iðkendur koma og hjá okkur eru öll börn velkomin og eins og áður sagði þjónustum við bæði fjölskyldur og börn úr öllum hverfum Reykjanesbæjar en einnig frá nágrannasveitarfélögum. Við skorum á þá sem málið varðar að endurskoða þessa ákvörðun og tryggja fimleikadeildinni aðstöðu sem hæfir umfangi og mikilvægi starfseminnar og gera okkur kleift að færa þjónustuna nær bæjarbúum. Það er mikilvægt að ráðamenn standi við gefin loforð og styðji við íþróttastarfsemi sem hefur svo jákvæð áhrif á samfélagið okkar. Fimleikadeild Keflavíkur vill halda áfram að veita börnum og fjölskyldum á Suðurnesjum góða þjónustu og stuðla að heilbrigðu íþróttalífi en til þess þurfum við að hafa aðstöðu sem gerir okkur kleift að mæta þörfum iðkenda og samfélagsins við skorum því á umsjónarmann íþróttamannvirkja, sviðstjóra menntasviðs, íþrótta og tómstundafulltrúa og íþróttafélögin að gera allt sem í sínu valdi stendur til vinna saman að lausn og bæta úr þessu. Höfundar sitja í stjórn Fimleikadeildar Keflavíkur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Íþróttir barna Reykjanesbær Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Hvað er friður? Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar Skoðun Kennarar: hvernig höldum við þeim við efnið? Davíð Már Sigurðsson skrifar Sjá meira
Fimleikadeild Keflavíkur er næst stærsta íþróttadeildin á Suðurnesjum með hátt í 600 iðkendur á aldrinum eins til 100 ára. Við erum stærsta kveníþróttagreinin en þjónustum fólk frá vöggu til grafar frá öllum sveitarfélögum á Suðurnesjum og höfum unnið ötullega að því að efla fimleika og íþróttir fyrir alla. Fimleikadeildin starfar í Íþróttaakademíunni í Krossmóa. Aðstaðan í Akademíunni er löngu sprungin. Ástandið versnaði enn frekar þegar Myllubakkaskóli fékk hluta af húsnæðinu vegna myglu þar. Sú ráðstöfun átti að vera tímabundin en hefur nú staðið yfir í næstum fjögur ár án þess að lausn sé í sjónmáli. Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur, sem telur um 300 iðkendur, hefur nýlega fengið afhent stærsta íþróttahús landsins. Samhliða því var fimleikadeildinni lofað tíma í íþróttahúsinu í Akurskóla á álagstímum og var því farið í að fjárfesta í nýju hópfimleikagólfi, svo hægt væri að létta á álaginu í fimleikasalnum með því að bjóða upp á dansæfingar hópfimleika í Akurskóla. Þetta var stór fjárfesting fyrir deildina og markaði tímamót í starfsemi okkar. Nú hefur þetta loforð verið svikið, þar sem Körfuknattleiksdeild Njarðvíkur hyggst halda áfram að fullnýta bæði Ljónagryfjuna og íþróttahúsið í Akurskóla samhliða fullnýtingu nýrrar Stapagryfju, og tímarnir sem fimleikadeildinni eru boðnir eru seint á kvöldin eða um helgar en ekki álagstímar í fimleikasalnum eins og lagt var upp með. Þetta gerir það að verkum að við sitjum uppi með hópfimleikagólf sem við getum ekki nýtt. Stjórn fimleikadeildarinnar hefur farið yfir æfingatöflur Körfuknattleiksdeildar Njarðvíkur og það er augljóst að nýting þessa þriggja íþróttamannvirkja er langt undir þeirri pressu sem aðrar íþróttagreinar á Suðurnesjum búa við. Við teljum að þessi ákvörðun sé tekin með hagsmuni fárra í huga og á kostnað iðkenda fimleikadeildarinnar og hindrar okkur í að stunda okkar starfsemi á eðlilegan hátt. Þessi staða hefur alvarlegar afleiðingar fyrir fimleikadeildina. Fimleikadeild Keflavíkur fagnar á næsta ári 40 ára afmæli en frá stofnun fimleikadeildarinnar hafa þarfir hennar alltaf lotið lægra haldi fyrir þörfum annarra íþróttagreina og þykir okkur það miður að sjá að stærsta kvennaíþróttin á svæðinu þurfi ítrekað að víkja og smækka sig. Í Akademíunni hefur okkur margoft verið bent á það að Reykjanesbær eigi mannvirkið og að því sé það nýtt eins og bærinn telur best en það sama virðist ekki eiga við um íþróttahúsin sem UMFN nýtir undir sína starfsemi. Nú stöndum við frammi fyrir því að þurfa að vísa frá iðkendum og segja upp starfsfólki vegna skorts á aðstöðu. Þetta er óviðunandi fyrir iðkendur okkar, starfsfólk og samfélagið í heild. Að auki virðist vera þarna önnur öfl að verki. Íþróttafélagapólitík sem snýst meira um lit keppnisfatnaðar en þjónustu við bæjarbúa og stjórn fimleikadeildarinnar hefur spurt þeirrar spurningar hvort það geti verið að UMFN hafi tekið meðvitaða ákvörðun um að dreifa starfsemi sinni eins mikið og hægt væri til að koma í veg fyrir að blái liturinn sjáist í húsakynnum Njarðvíkur. Fimleikadeildin hefur hins vegar aldrei gert greinarmun á því hvaðan iðkendur koma og hjá okkur eru öll börn velkomin og eins og áður sagði þjónustum við bæði fjölskyldur og börn úr öllum hverfum Reykjanesbæjar en einnig frá nágrannasveitarfélögum. Við skorum á þá sem málið varðar að endurskoða þessa ákvörðun og tryggja fimleikadeildinni aðstöðu sem hæfir umfangi og mikilvægi starfseminnar og gera okkur kleift að færa þjónustuna nær bæjarbúum. Það er mikilvægt að ráðamenn standi við gefin loforð og styðji við íþróttastarfsemi sem hefur svo jákvæð áhrif á samfélagið okkar. Fimleikadeild Keflavíkur vill halda áfram að veita börnum og fjölskyldum á Suðurnesjum góða þjónustu og stuðla að heilbrigðu íþróttalífi en til þess þurfum við að hafa aðstöðu sem gerir okkur kleift að mæta þörfum iðkenda og samfélagsins við skorum því á umsjónarmann íþróttamannvirkja, sviðstjóra menntasviðs, íþrótta og tómstundafulltrúa og íþróttafélögin að gera allt sem í sínu valdi stendur til vinna saman að lausn og bæta úr þessu. Höfundar sitja í stjórn Fimleikadeildar Keflavíkur
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Skoðun Af hverju er ekki búið að tryggja raforkuöryggi almennings? Hjálmar Helgi Rögnvaldsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun