Fær þitt barn kennslu í fjármálalæsi? Heiðrún Jónsdóttir skrifar 17. október 2024 23:56 Í sumar birti OECD ráðleggingar samhliða niðurstöðum PISA prófs í fjármálalæsi meðal 15 ára ungmenna í tuttugu löndum víða um heim. Þar benti OECD á að of algengt sé að börn og ungmenni á þessum aldri byrji að feta sig á sviði sinna persónulegu fjármála án þess að hafa grunnskilning á hvað felst í fjármálum einstaklingsins, t.d. með verslun á netinu og þátttöku á vinnumarkaði. Þá séu aðstæður á heimilum til að fá þessa fræðslu misjafnar. OECD: Öll börn ættu að fá kennslu í fjármálalæsi óháð félagslegri stöðu eða uppruna OECD leggur því áherslu á að kennsla um fjármál fari fram í skólum og áhersla á að kennslan þurfi að vera markviss og samræmd. OECD telur hlutverk stjórnvalda mikilvæg til að bæta fjármálalæsi, t.d. með því að móta heildræna landsstefnu í fjármálalæsi. Því hvetur OECD stjórnvöld allra ríkja til þess að sjá til þess að ungt fólk fái kennslu í fjármálalæsi. Það sé liður í að jafna stöðu barna sem hafa ólíkan bakgrunn og búa misvel við að fá fræðslu heima fyrir á þessu sviði. En fær þitt barn kennslu um fjármál í sínum skóla? SFF hafa í fjölmörg ár vakið athygli á mikilvægi þess að kenna öllum börnum um fjármál í grunnskólum, það verði gert að skyldu og kennt með samræmdum og heildrænum hætti. Í dag er staðan þannig að í sumum skólum er fjármálalæsi skyldufag, í öðrum valfag en enn er það svo að í mörgum skólum fá börn enga kennslu í fjármálalæsi. Í nýlegri könnun sem Gallup vann fyrir SFF kom fram að einungis 11% ungs fólks sagðist hafa lært fjármálalæsi en á sama tíma sögðu um 90% aðspurðra hafa viljað læra meira um fjármál í grunnskóla. Læra um fjármál á heimilum eða netinu en vilja læra um þau í skólum Samkvæmt könnun Gallup töldu jafnframt flestir aðspurðra að þeir hefðu fengið sína fjármálafræðslu hjá foreldrum og svo á netinu, fjölmiðlum eða samfélagsmiðlum þar sem áreiðanleiki upplýsinganna getur verið misjafn. Þegar hins vegar spurt var hvar telur þú heppilegast að fólk læri um fjármál og peninga töldu flestir eða 74% aðspurðar, að fjármálafræðslan ætti helst heima í grunn- og framhaldsskólum. Þá bentu niðurstöðurnar til þess að þeir sem hefðu meira fjármálalæsi væru ólíklegri til að hafa lent í fjárhagserfiðleikum og vanskilum en þeir sem höfðu minni þekkingu á fjármálum. Fyrstu sporin í fjármálum geta markað brautina Íslensk ungmenni eru fyrr á ferðinni en víða erlendis að fá fyrsta vísi að fjárhagslegu sjálfstæði. Þau byrja snemma að vinna og fá tekjur. Á sama tíma er mikil samfélagspressa á ungu fólki og umhverfi þeirra hefur tekið miklum breytingum m.a. vegna tækniframfara. Það er hægt að skuldbinda sig, með jákvæðum (sparnaður) eða neikvæðum (illa ígrunduð skuldsetning) hætti á nokkrum mínútum í síma eða tölvu. Áreitið á ungu fólki er mikið og á þeim dynja auglýsingar og tilboð sem auðvelt getur verið að falla fyrir. Ef börn byrja að misstíga sig í fjármálum þá getur verið afar þungt að vinna sig upp úr skuldum. Það hefur áhrif á sjálfstraust þeirra og jafnvel tækifæri til framtíðar. Við hjá SFF höfum reynt að gera það sem er á okkar færi til að efla fræðslu tengda fjármálalæsi hér á landi og höfum við undanfarin tíu ár haldið úti fræðsluvettvanginum Fjármálaviti með stuðningi Landssamtaka lífeyrissjóða. Í gegnum Fjármálavit höfum við meðal annars dreift yfir 18.000 eintökum af kennslubókum um fjármál einstaklinga til kennara og nemenda í grunn- og framhaldsskólum, boðið upp á námskeið og námsefni fyrir kennara sem þess óska og haldið árlega Fjármálaleika, landskeppni grunnskóla í fjármálalæsi. Við höfum hins vegar áhyggjur af þeim sem fá ekki leiðsögn foreldra eða annarra í nærumhverfi og heldur ekki í skólakerfinu. Við teljum það afar mikilvægt til að jafna stöðu allra barna er kemur að því að byggja upp heilbrigðan fjárhag óháð bakgrunni foreldra eða skólahverfa. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heiðrún Jónsdóttir PISA-könnun Skóla- og menntamál Fjármál heimilisins Grunnskólar Mest lesið Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðing um listamannalaun III Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmalaust mál Sigursteinn Másson skrifar Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar Skoðun Þegar Trölli stal atkvæðum Eyjólfur Ingvi Bjarnason skrifar Skoðun Forréttindablinda strákanna í Viðskiptaráði Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Tækifæri gervigreindar í menntun Páll Ásgeir Torfason skrifar Skoðun Sjálfstæð hugsun á tímum gervigreindar Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Framtíð menntunar er í einkarekstri Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Er lítil samkeppni á fjármálamarkaði? Gústaf Steingrímsson skrifar Skoðun Þorpið Alina Vilhjálmsdóttir skrifar Sjá meira
Í sumar birti OECD ráðleggingar samhliða niðurstöðum PISA prófs í fjármálalæsi meðal 15 ára ungmenna í tuttugu löndum víða um heim. Þar benti OECD á að of algengt sé að börn og ungmenni á þessum aldri byrji að feta sig á sviði sinna persónulegu fjármála án þess að hafa grunnskilning á hvað felst í fjármálum einstaklingsins, t.d. með verslun á netinu og þátttöku á vinnumarkaði. Þá séu aðstæður á heimilum til að fá þessa fræðslu misjafnar. OECD: Öll börn ættu að fá kennslu í fjármálalæsi óháð félagslegri stöðu eða uppruna OECD leggur því áherslu á að kennsla um fjármál fari fram í skólum og áhersla á að kennslan þurfi að vera markviss og samræmd. OECD telur hlutverk stjórnvalda mikilvæg til að bæta fjármálalæsi, t.d. með því að móta heildræna landsstefnu í fjármálalæsi. Því hvetur OECD stjórnvöld allra ríkja til þess að sjá til þess að ungt fólk fái kennslu í fjármálalæsi. Það sé liður í að jafna stöðu barna sem hafa ólíkan bakgrunn og búa misvel við að fá fræðslu heima fyrir á þessu sviði. En fær þitt barn kennslu um fjármál í sínum skóla? SFF hafa í fjölmörg ár vakið athygli á mikilvægi þess að kenna öllum börnum um fjármál í grunnskólum, það verði gert að skyldu og kennt með samræmdum og heildrænum hætti. Í dag er staðan þannig að í sumum skólum er fjármálalæsi skyldufag, í öðrum valfag en enn er það svo að í mörgum skólum fá börn enga kennslu í fjármálalæsi. Í nýlegri könnun sem Gallup vann fyrir SFF kom fram að einungis 11% ungs fólks sagðist hafa lært fjármálalæsi en á sama tíma sögðu um 90% aðspurðra hafa viljað læra meira um fjármál í grunnskóla. Læra um fjármál á heimilum eða netinu en vilja læra um þau í skólum Samkvæmt könnun Gallup töldu jafnframt flestir aðspurðra að þeir hefðu fengið sína fjármálafræðslu hjá foreldrum og svo á netinu, fjölmiðlum eða samfélagsmiðlum þar sem áreiðanleiki upplýsinganna getur verið misjafn. Þegar hins vegar spurt var hvar telur þú heppilegast að fólk læri um fjármál og peninga töldu flestir eða 74% aðspurðar, að fjármálafræðslan ætti helst heima í grunn- og framhaldsskólum. Þá bentu niðurstöðurnar til þess að þeir sem hefðu meira fjármálalæsi væru ólíklegri til að hafa lent í fjárhagserfiðleikum og vanskilum en þeir sem höfðu minni þekkingu á fjármálum. Fyrstu sporin í fjármálum geta markað brautina Íslensk ungmenni eru fyrr á ferðinni en víða erlendis að fá fyrsta vísi að fjárhagslegu sjálfstæði. Þau byrja snemma að vinna og fá tekjur. Á sama tíma er mikil samfélagspressa á ungu fólki og umhverfi þeirra hefur tekið miklum breytingum m.a. vegna tækniframfara. Það er hægt að skuldbinda sig, með jákvæðum (sparnaður) eða neikvæðum (illa ígrunduð skuldsetning) hætti á nokkrum mínútum í síma eða tölvu. Áreitið á ungu fólki er mikið og á þeim dynja auglýsingar og tilboð sem auðvelt getur verið að falla fyrir. Ef börn byrja að misstíga sig í fjármálum þá getur verið afar þungt að vinna sig upp úr skuldum. Það hefur áhrif á sjálfstraust þeirra og jafnvel tækifæri til framtíðar. Við hjá SFF höfum reynt að gera það sem er á okkar færi til að efla fræðslu tengda fjármálalæsi hér á landi og höfum við undanfarin tíu ár haldið úti fræðsluvettvanginum Fjármálaviti með stuðningi Landssamtaka lífeyrissjóða. Í gegnum Fjármálavit höfum við meðal annars dreift yfir 18.000 eintökum af kennslubókum um fjármál einstaklinga til kennara og nemenda í grunn- og framhaldsskólum, boðið upp á námskeið og námsefni fyrir kennara sem þess óska og haldið árlega Fjármálaleika, landskeppni grunnskóla í fjármálalæsi. Við höfum hins vegar áhyggjur af þeim sem fá ekki leiðsögn foreldra eða annarra í nærumhverfi og heldur ekki í skólakerfinu. Við teljum það afar mikilvægt til að jafna stöðu allra barna er kemur að því að byggja upp heilbrigðan fjárhag óháð bakgrunni foreldra eða skólahverfa. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í fjármálaþjónustu.
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun „Stórfelldir og siðlausir fjármagnsflutningar“ - Áskorun á Ole Anton Bieltvedt Hjalti Þórisson skrifar
Skoðun Tjáningarfrelsið, ábyrgð og Snorri Másson Bjarndís Helga Tómasdóttir ,Kári Garðarsson skrifar
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun