Neyðarmóttakan; fyrir þolendur framhjáhalds Guðný S. Bjarnadóttir skrifar 17. október 2024 14:31 „Viðbrögð vitnis A við atburðum aðfaranætur 25. júní 2023 og eftirfarandi áhrif á hana, sem framangreind vitni lýstu með greinargóðum og trúverðugum hætti fyrir dómi, geta vel samrýmst því að A hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu ákærða umrædda nótt, líkt og hún sjálf segir. Geta áhrifin og viðbrögðin þannig rennt stoðum undir það að framburður A, hvað varðar meint brot, sé réttur. Ákærði hefur á móti sagt að viðbrögð A geti allt eins átt þá skýringu að hún hafi þjáðst af samviskubiti vegna framhjáhalds, en þau hafi bæði átt maka þegar þetta var. Kvaðst ákærði þekkja að samviskubit fylgdi framhjáhaldi.“ Ofangreint er tekið úr nýlegum dómi. Þrátt fyrir að dómari trúi að brotaþoli hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi vegna þess að hún beri öll einkenni þess, þá fær ákærði samt að smætta ofbeldið í meint framhjáhald. Það er hins vegar ekki verið að rétta yfir manninum fyrir meint framhjáhald. Þá velti ég fyrir mér hvernig fabúleringar hins ákærða hafi meira vægi en upplifun og orð brotaþola og vitna. Einnig virðist það engin áhrif hafa á sekt hins ákærða að brotaþoli glími við margvíslegar afleiðingar af ofbeldinu. Erfið og niðurlægjandi skilyrði gagnvart brotaþolum Þolendur í kynferðisbrotamálum sem kæra brotin þurfa að vaða eld og brennistein til að komast í gegn um kerfið og uppfylla ótal skilyrði sem sakborningar fá að njóta vafans með. Brotaþolar þurfa helst að mæta á neyðarmóttökuna og gangast undir erfiða og niðurlægjandi læknisskoðun til að skrásetja áverka séu þeir til staðar. Því næst þarf brotaþoli að gefa skýrslu á sama tíma og viðkomandi er í miklu áfalli. Þá þarf skýrslan að vera óaðfinnanleg, allar tímasetningar helst upp á mínútu og allar lýsingar á verknaðinum nákvæmar. Svo þarf að komast að því hvort að málið uppfylli kröfur til að hægt sé að gefa út ákæru eða málið fellt niður. Ef málið nær í réttarsal þá má búast við því að neitun ákærða vegi þyngra en sönnunarbyrði sem þolandi hefur máli sínu til stuðnings. Það má nefna að neitun sakbornings vegur meira en upplifunin brotaþola af ofbeldinu, áverkar, áfallastreita og vitnisburður. Við höfum einnig séð dóma þar sem játning í skilaboðum dugði ekki til. Túlkun ákærða á atvikum málsins er oftast ekki véfengin og í stað þess að rétta yfir þeim ákærða er gripið í orð gegn orði. Já, þetta er orð gegn orði ef það á að hunsa öll gögn og framburði sem styðja við efni ákærunnar. Sýknudómar vegna þekkingarleysis dómara á áfallaviðbrögðum Það er með ólíkindum að árið 2024 séum við enn að lesa svona dóma. Sýknudóma vegna þess að brotaþoli gat ekki lýst því nákvæmlega hvernig ákærði klæddi hana úr pleðurbuxunum. Sýknudóma vegna þess að þrír dómarar sáu misræmi í frásögn brotaþola sem hlaut lífshættulega áverka í leggöngum. Svo miklar voru blæðingarnar að hún þurfti að gangast undir aðgerð, en hún á að geta munað hvert smáatriði árásarinnar. Sýknudóma vegna þess að dómari álítur að ekki sé vafi á að brotið hefur verið á brotaþola, þá þykir dómara varhugavert að telja að manninum hafi hlotið að vera ljóst að hann gengi gegn vilja konunnar. Ekki er hægt að refsa fyrir gáleysisbrot í þessum brotaflokki samkvæmt lögum og ber því að sýkna manninn. Sakborningar neita alltaf sök og við fáum að heyra ósanninda-þvætting um að þetta hafi verið harkalegt kynlíf, sem brotaþoli meira að segja bað um! Þrátt fyrir lokað þinghald í kynferðisbrotamálum, eru svo nær allar upplýsingar málsins ásamt ítarlegum lýsingum á brotinu gerð aðgengilegt almenningi. Fæst lesa dómana heldur láta sér nægja að rökræða í ummælakerfum fréttamiðla um trúverðugleika brotaþola og gera sér upp skoðanir á málum án þekkingar. Oftast er niðurstaðan sú að hún hljóti að hafa logið þar sem málið endaði með sýknu. „Rétta“ leiðin virkar einfaldlega ekki Konur leita réttar síns vegna þess að það er brotið á þeim. Þær sækja rétt sinn eins og samfélagið er alltaf að segja þeim að gera. Kærðu til lögreglu og farðu „réttu“ leiðina! „Rétta“ leiðin annars vegar veltur á því að lögreglan vinni rannsókn málsins almennilega og hins vegar huglægu mati dómara um hvað skiptir máli hverju sinni. Ef mat dómara er að trúverðugleiki brotaþola trompar ekki fabúleringar ákærða, þá stendur það. Það er, ef málið kemst svo langt og er ekki einfaldlega fellt niður á rannsóknarstigi. Sakfellingarhlutfallið á Íslandi í kynferðisbrotamálum er 3.48% vegna þess að dómarar meðal annars sýna algjört þekkingarleysi á áfallaviðbrögðum brotaþola. Eitt er víst að engin kona leitar til Neyðarmóttökunnar vegna framhjáhalds. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kynferðisofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir Mest lesið Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 22.02.2025 Halldór Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson Skoðun Skoðun Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Góðir vegir – Aukin lífsgæði og blómlegt atvinnulíf Edda Rut Björnsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Um Varasjóð VR Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Sjá meira
„Viðbrögð vitnis A við atburðum aðfaranætur 25. júní 2023 og eftirfarandi áhrif á hana, sem framangreind vitni lýstu með greinargóðum og trúverðugum hætti fyrir dómi, geta vel samrýmst því að A hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi af hálfu ákærða umrædda nótt, líkt og hún sjálf segir. Geta áhrifin og viðbrögðin þannig rennt stoðum undir það að framburður A, hvað varðar meint brot, sé réttur. Ákærði hefur á móti sagt að viðbrögð A geti allt eins átt þá skýringu að hún hafi þjáðst af samviskubiti vegna framhjáhalds, en þau hafi bæði átt maka þegar þetta var. Kvaðst ákærði þekkja að samviskubit fylgdi framhjáhaldi.“ Ofangreint er tekið úr nýlegum dómi. Þrátt fyrir að dómari trúi að brotaþoli hafi orðið fyrir kynferðisofbeldi vegna þess að hún beri öll einkenni þess, þá fær ákærði samt að smætta ofbeldið í meint framhjáhald. Það er hins vegar ekki verið að rétta yfir manninum fyrir meint framhjáhald. Þá velti ég fyrir mér hvernig fabúleringar hins ákærða hafi meira vægi en upplifun og orð brotaþola og vitna. Einnig virðist það engin áhrif hafa á sekt hins ákærða að brotaþoli glími við margvíslegar afleiðingar af ofbeldinu. Erfið og niðurlægjandi skilyrði gagnvart brotaþolum Þolendur í kynferðisbrotamálum sem kæra brotin þurfa að vaða eld og brennistein til að komast í gegn um kerfið og uppfylla ótal skilyrði sem sakborningar fá að njóta vafans með. Brotaþolar þurfa helst að mæta á neyðarmóttökuna og gangast undir erfiða og niðurlægjandi læknisskoðun til að skrásetja áverka séu þeir til staðar. Því næst þarf brotaþoli að gefa skýrslu á sama tíma og viðkomandi er í miklu áfalli. Þá þarf skýrslan að vera óaðfinnanleg, allar tímasetningar helst upp á mínútu og allar lýsingar á verknaðinum nákvæmar. Svo þarf að komast að því hvort að málið uppfylli kröfur til að hægt sé að gefa út ákæru eða málið fellt niður. Ef málið nær í réttarsal þá má búast við því að neitun ákærða vegi þyngra en sönnunarbyrði sem þolandi hefur máli sínu til stuðnings. Það má nefna að neitun sakbornings vegur meira en upplifunin brotaþola af ofbeldinu, áverkar, áfallastreita og vitnisburður. Við höfum einnig séð dóma þar sem játning í skilaboðum dugði ekki til. Túlkun ákærða á atvikum málsins er oftast ekki véfengin og í stað þess að rétta yfir þeim ákærða er gripið í orð gegn orði. Já, þetta er orð gegn orði ef það á að hunsa öll gögn og framburði sem styðja við efni ákærunnar. Sýknudómar vegna þekkingarleysis dómara á áfallaviðbrögðum Það er með ólíkindum að árið 2024 séum við enn að lesa svona dóma. Sýknudóma vegna þess að brotaþoli gat ekki lýst því nákvæmlega hvernig ákærði klæddi hana úr pleðurbuxunum. Sýknudóma vegna þess að þrír dómarar sáu misræmi í frásögn brotaþola sem hlaut lífshættulega áverka í leggöngum. Svo miklar voru blæðingarnar að hún þurfti að gangast undir aðgerð, en hún á að geta munað hvert smáatriði árásarinnar. Sýknudóma vegna þess að dómari álítur að ekki sé vafi á að brotið hefur verið á brotaþola, þá þykir dómara varhugavert að telja að manninum hafi hlotið að vera ljóst að hann gengi gegn vilja konunnar. Ekki er hægt að refsa fyrir gáleysisbrot í þessum brotaflokki samkvæmt lögum og ber því að sýkna manninn. Sakborningar neita alltaf sök og við fáum að heyra ósanninda-þvætting um að þetta hafi verið harkalegt kynlíf, sem brotaþoli meira að segja bað um! Þrátt fyrir lokað þinghald í kynferðisbrotamálum, eru svo nær allar upplýsingar málsins ásamt ítarlegum lýsingum á brotinu gerð aðgengilegt almenningi. Fæst lesa dómana heldur láta sér nægja að rökræða í ummælakerfum fréttamiðla um trúverðugleika brotaþola og gera sér upp skoðanir á málum án þekkingar. Oftast er niðurstaðan sú að hún hljóti að hafa logið þar sem málið endaði með sýknu. „Rétta“ leiðin virkar einfaldlega ekki Konur leita réttar síns vegna þess að það er brotið á þeim. Þær sækja rétt sinn eins og samfélagið er alltaf að segja þeim að gera. Kærðu til lögreglu og farðu „réttu“ leiðina! „Rétta“ leiðin annars vegar veltur á því að lögreglan vinni rannsókn málsins almennilega og hins vegar huglægu mati dómara um hvað skiptir máli hverju sinni. Ef mat dómara er að trúverðugleiki brotaþola trompar ekki fabúleringar ákærða, þá stendur það. Það er, ef málið kemst svo langt og er ekki einfaldlega fellt niður á rannsóknarstigi. Sakfellingarhlutfallið á Íslandi í kynferðisbrotamálum er 3.48% vegna þess að dómarar meðal annars sýna algjört þekkingarleysi á áfallaviðbrögðum brotaþola. Eitt er víst að engin kona leitar til Neyðarmóttökunnar vegna framhjáhalds. Höfundur er stjórnarformaður Hagsmunasamtaka brotaþola.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Skoðun Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld skrifar
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir Skoðun
Háskóli Íslands fyrir öll - Rektorsframboð Silju Báru Ólöf Bjarki Antons og Atli María Kjeld Skoðun