Innherji

Nánast sam­staða um vaxtalækkun og nefndin segir „á­hrif hárra raun­­vaxta skýr“

Hörður Ægisson skrifar
Talsvert skiptar skoðanir virtust vera hjá stjórnendum Seðlabankans þegar vaxtalækkunin var kynnt fyrir tveimur vikum á því hvað hefði breyst mikið á milli funda í október og ágúst. Þrátt fyrir það greiddi Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu atkvæði með þeirri tillögu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, eins og aðrir nefndarmenn gerðu, um að lækka vextina um 25 punkta.
Talsvert skiptar skoðanir virtust vera hjá stjórnendum Seðlabankans þegar vaxtalækkunin var kynnt fyrir tveimur vikum á því hvað hefði breyst mikið á milli funda í október og ágúst. Þrátt fyrir það greiddi Rannveig Sigurðardóttir varaseðlabankastjóri peningastefnu atkvæði með þeirri tillögu Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra, eins og aðrir nefndarmenn gerðu, um að lækka vextina um 25 punkta. Vísir/Vilhelm

Þótt einn nefndarmaður hefði fremur kosið að halda stýrivöxtum óbreyttum þá samþykktu allir í peningastefnunefnd að ráðast í fyrstu vaxtalækkun Seðlabankans í tæplega fjögur ár fyrr í þessum mánuði, en líklegt er talið að raunvaxtastigið eigi eftir að hækka frekar á næstunni. Samstaða nefndarinnar um 25 punkta lækkun, meðal annars með vísun til þess að útlit er fyrir að hægja sé hratt á umsvifum á húsnæðismarkaði og í efnahagslífinu, eykur enn líkur á að haldið verði áfram með vaxtalækkunarferlið í næsta mánuði – og sú lækkun verði þá stærri í sniðum.


Tengdar fréttir

Stjórnar­slit og frestun á banka­sölu muni hafa lítil á­hrif á skulda­bréfa­markaðinn

Stjórnarslitin munu hafa lítil áhrif á þróunina á skuldabréfamarkaði á næstu misserum, að sögn sjóðstjóra, sem bendir á að slík niðurstaða sé búin að vera í kortunum í talsverðan tíma og hafi því ekki átt að koma fjárfestum á óvart. Verðbólguálagið lækkaði nokkuð á markaði í dag sem kann að vera vísbending um að skuldabréfafjárfestar vænti þess að áformað frumvarp um olíu- og kílómetragjald muni verða að veruleika.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×