Jens Garðar vill oddvitasætið Árni Sæberg skrifar 16. október 2024 11:23 Jens Garðar Helgason, aðstoðarforstjóri Kaldvíkur. Sigurjón Ólason Jens Garðar Helgason hefur tilkynnt framboð sitt til oddvita Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi þingkosningum. Hann er aðstoðarforstjóri laxeldisfyrirtæksisins Kaldvíkur. Njáll Trausti Friðbertsson leiddi lista Sjálfstæðismanna í kjördæminu í síðustu kosningum. Í tilkynningu þess efnis segir að Jens Garðar hafi langa reynslu af störfum í atvinnulífi og sveitarstjórn. Framboðið sé byggt á þörf fyrir sterka forystu sem gæti betur hagsmuna Norðausturkjördæmis. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á málefnum samfélagsins og trúi því að með sameiginlegu átaki getum við tryggt áframhaldandi framfarir og velferð í kjördæmi sem og landinu í heild. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið sterkt hreyfiafl íslenskra stjórnmála og þjóðlífs. Ég vill leggja mitt af mörkum í baráttu fyrir framgangi sjálfstæðisstefnunnar,“ er haft eftir honum. Mikil reynsla af sjávarútvegi Þá segir að Jens Garðar sé 47 ára gamall, fæddur og uppalinn á Eskifirði. Hann hafi útskrifast sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1996, stundað nám við viðskiptafræði í Háskóla Íslands frá 1997 til 2000 og hafi MBA gráðu frá Norwegian School of Economics. Jens Garðar sé búsettur á Eskifirði og eigi þrjú börn. Eiginkona hans sé Kristín Lilja Eyglóardóttir heilaskurðlæknir. Jens Garðar hafi lengi starfað í forystu sjávarútvegsins og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á sveitarstjórnarstigi. Hann hafi verið formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á árunum 2014 til 2020, varaformaður Samtaka atvinnulífsins 2017 til 2020 og formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð tvo kjörtímabil. „Í störfum mínum í atvinnulífi og stjórnmálum hef ég unnið náið með fólki og veit hversu mikilvægt það er að hlusta á raddir allra og byggja brýr milli ólíkra sjónarmiða,“ er haft eftir honum. Í tilkynningunni er ekki tekið fram við hvað hann starfar nú, en hann er aðstoðarforstjóri Kaldvíkur, laxeldisfyrirtækis sem áður hét Ice fish farm. Rödd athafnafrelsis þurfi að heyrast betur Haft er eftir honum að hugmyndaauðgi, kjarkur og þor einstaklingsins sé, og hafi verið, drifkraftur hagsældar Íslendinga. Það sé hlutverk ríkisvaldsins að skapa umhverfi sem hvetur, en ekki letur, áframhaldandi fjárfestingar og framþróun. „Í þessu starfi vil ég leiða Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi. Rödd athafnafrelsis þarf að heyrast betur. Forsenda uppbyggingar öflugs velferðarkerfis er meiri verðmætasköpun. Frjálst fólk framleiðir meira.“ Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sjávarútvegur Fiskeldi Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
Í tilkynningu þess efnis segir að Jens Garðar hafi langa reynslu af störfum í atvinnulífi og sveitarstjórn. Framboðið sé byggt á þörf fyrir sterka forystu sem gæti betur hagsmuna Norðausturkjördæmis. „Ég hef alltaf haft mikinn áhuga á málefnum samfélagsins og trúi því að með sameiginlegu átaki getum við tryggt áframhaldandi framfarir og velferð í kjördæmi sem og landinu í heild. Sjálfstæðisflokkurinn hefur alltaf verið sterkt hreyfiafl íslenskra stjórnmála og þjóðlífs. Ég vill leggja mitt af mörkum í baráttu fyrir framgangi sjálfstæðisstefnunnar,“ er haft eftir honum. Mikil reynsla af sjávarútvegi Þá segir að Jens Garðar sé 47 ára gamall, fæddur og uppalinn á Eskifirði. Hann hafi útskrifast sem stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri árið 1996, stundað nám við viðskiptafræði í Háskóla Íslands frá 1997 til 2000 og hafi MBA gráðu frá Norwegian School of Economics. Jens Garðar sé búsettur á Eskifirði og eigi þrjú börn. Eiginkona hans sé Kristín Lilja Eyglóardóttir heilaskurðlæknir. Jens Garðar hafi lengi starfað í forystu sjávarútvegsins og gegnt ýmsum trúnaðarstörfum á sveitarstjórnarstigi. Hann hafi verið formaður Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi á árunum 2014 til 2020, varaformaður Samtaka atvinnulífsins 2017 til 2020 og formaður bæjarráðs í Fjarðabyggð tvo kjörtímabil. „Í störfum mínum í atvinnulífi og stjórnmálum hef ég unnið náið með fólki og veit hversu mikilvægt það er að hlusta á raddir allra og byggja brýr milli ólíkra sjónarmiða,“ er haft eftir honum. Í tilkynningunni er ekki tekið fram við hvað hann starfar nú, en hann er aðstoðarforstjóri Kaldvíkur, laxeldisfyrirtækis sem áður hét Ice fish farm. Rödd athafnafrelsis þurfi að heyrast betur Haft er eftir honum að hugmyndaauðgi, kjarkur og þor einstaklingsins sé, og hafi verið, drifkraftur hagsældar Íslendinga. Það sé hlutverk ríkisvaldsins að skapa umhverfi sem hvetur, en ekki letur, áframhaldandi fjárfestingar og framþróun. „Í þessu starfi vil ég leiða Sjálfstæðisflokkinn í Norðausturkjördæmi. Rödd athafnafrelsis þarf að heyrast betur. Forsenda uppbyggingar öflugs velferðarkerfis er meiri verðmætasköpun. Frjálst fólk framleiðir meira.“
Sjálfstæðisflokkurinn Alþingi Sjávarútvegur Fiskeldi Alþingiskosningar 2024 Norðausturkjördæmi Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira