Brady samþykktur en þarf að fylgja ströngum reglum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. október 2024 11:02 Tom Brady þarf heldur betur að passa hvað hann segir á Fox Sports. Getty/ Kevin Sabitus Tom Brady var í gær samþykktur sem nýr hluteigandi í NFL félaginu Las Vegas Raiders. Það mun þó trufla starfið hans sem sjónvarpslýsenda. Brady er lifandi goðsögn og er að flestum talinn vera besti NFL leikmaður allra tíma. Hann setti skóna upp á hillu eftir 2022 tímabilið eftir að hafa unnið sjö NFL-titla á 23 tímabilum. Brady starfar nú sem lýsandi hjá Fox Sports en hann fékk 375 milljónir dollara fyrir tíu ára samning eða 51 milljarð íslenskra króna. Brady hagnaðist líka vel á ferli sínum og hefur verið að fjárfesta í íþróttafélögum eins og sem dæmi enska fótboltafélaginu Birmingham. Þar sem að Brady er orðinn eigandi að Raiders þá fær hann ekki lengur að halda fjölmiðlaaðgengi sínu. Lýsendur hjá stóru stöðvunum í Bandaríkjunum hafa mikið aðgengi að æfingum og leikmönnum félagana dagana fyrir útsendingu. Það er núna úr sögunni hjá Brady nú þegar hann tengist einu félaginu. Brady þarf því hér eftir að fylgja mjög ströngum reglum og það er ekki hægt að sjá annað en að það muni hafa mikil áhrif á það sem hann segir í lýsingum sínum. Brady má ekki koma inn í höfuðstöðvar annarra félaga og má ekki fylgjast með æfingum annarra liða. Hann má heldur ekki taka þátt í fundum með leikmönnum og þjálfurum liða í aðdraganda útsendinga. Hann má heldur ekki gagnrýna dómara eða önnur félög. Hann verður líka að passa hvað hann segir því hann má ekki nota vettvang sinn til að reyna að veiða leikmenn í sitt félag. Reglurnar má sjá með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) NFL Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Sjá meira
Brady er lifandi goðsögn og er að flestum talinn vera besti NFL leikmaður allra tíma. Hann setti skóna upp á hillu eftir 2022 tímabilið eftir að hafa unnið sjö NFL-titla á 23 tímabilum. Brady starfar nú sem lýsandi hjá Fox Sports en hann fékk 375 milljónir dollara fyrir tíu ára samning eða 51 milljarð íslenskra króna. Brady hagnaðist líka vel á ferli sínum og hefur verið að fjárfesta í íþróttafélögum eins og sem dæmi enska fótboltafélaginu Birmingham. Þar sem að Brady er orðinn eigandi að Raiders þá fær hann ekki lengur að halda fjölmiðlaaðgengi sínu. Lýsendur hjá stóru stöðvunum í Bandaríkjunum hafa mikið aðgengi að æfingum og leikmönnum félagana dagana fyrir útsendingu. Það er núna úr sögunni hjá Brady nú þegar hann tengist einu félaginu. Brady þarf því hér eftir að fylgja mjög ströngum reglum og það er ekki hægt að sjá annað en að það muni hafa mikil áhrif á það sem hann segir í lýsingum sínum. Brady má ekki koma inn í höfuðstöðvar annarra félaga og má ekki fylgjast með æfingum annarra liða. Hann má heldur ekki taka þátt í fundum með leikmönnum og þjálfurum liða í aðdraganda útsendinga. Hann má heldur ekki gagnrýna dómara eða önnur félög. Hann verður líka að passa hvað hann segir því hann má ekki nota vettvang sinn til að reyna að veiða leikmenn í sitt félag. Reglurnar má sjá með því að fletta hér fyrir neðan. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport)
NFL Mest lesið Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Enski boltinn Útsalah á mörkum í Lundúnum Enski boltinn Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Jackson komst upp fyrir Eið Smára Enski boltinn Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Enski boltinn Cullen stormaði út af blaðamannafundi Sport Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Sport Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Liverpool liðið ferðast mest yfir jólin Sektaður fyrir að vera í sitthvorum skónum Fjórar knattspyrnukonur handteknar Jackson komst upp fyrir Eið Smára Tapsár Tyson Fury: „Hann fékk jólagjöfina sína of snemma“ Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Luke Littler grét eftir leik Sara Björk á skotskónum í Sádi-Arabíu Michael Schumacher verður afi Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Versta frumraun í úrvalsdeild? Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Sjá meira