Bjarneyjarstofa athvarf fyrir foreldra sem missa á meðgöngu Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 15. október 2024 20:01 Stofan hefur fengið nafnið bjarneyjarstofa, í höfuðið á Bjarneyju Hrafnberg, ljósmóður, sem hefur tekið við erfiðum og andvana fæðingum í yfir þrjátíu ár og stutt ríkulega við foreldra í gegnum áföll. Vísir/bjarni Ný stofa fyrir fjölskyldur sem hafa misst börn á meðgöngu var opnuð á Landspítalanum í dag. Stofan hefur fengið nafnið Bjarneyjarstofa í höfuðið á Bjarneyju Hrafnberg ljósmóður sem hefur í meira en þrjátíu ár stutt foreldra í gegnum slíkan missi. Á alþjóðlegum minningardegi þeirra barna sem látist hafa á meðgöngu var opnuð nýinnréttuð stofa sem verður athvarf fyrir þá foreldra sem missa barn á meðgöngu. Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir, yfirljósmóðir á Kvennadeild segist vona að sem fæstir þurfi að nota stofuna. „En fyrir fólk sem eru í þeirri stöðu að hafa misst barn þá skiptir þetta miklu máli að hafa góða aðstöðu í staðinn fyrir að vera inni á pínulítilli fæðingastofu hérna frammi á gangi þar sem ekki er mikil aðstaða til að taka á móti aðstandendum og slíkt.“ Styrktarfélagið Gleym mér ei, sem er til stuðnings við foreldra sem missa á meðgöngu, bauðst til að innrétta stofuna. „Við höfum allar þurft að nýta okkur svona aðstöðu þannig að við hugsuðum strax að þetta þyrfti að vera rólegt og fallegt umhverfi þar sem þú getur verið því það eru margar fjölskyldur sem dvelja hérna jafnvel í þrjá til fjóra daga og það þarf að vera umhverfi sem tekur utan um fólkið. Ekki bara læknatæki. Okkur fannst nauðsynlegt að það yrði heimilislegt,“ segir Kolbrún Tómasdóttir, framkvæmdastjóri styrktarfélagsins Gleym mér ei. Styrktarfélagið Gleym mér ei, sem er til stuðnings við foreldra sem missa á meðgöngu, bauðst til að innrétta stofuna.Vísir/Bjarni Þessi huggulega stofa hefur fengið nafnið bjarneyjarstofa, í höfuðið á Bjarneyju Hrafnberg, ljósmóður, sem hefur tekið við erfiðum og andvana fæðingum í yfir þrjátíu ár og stutt ríkulega við foreldra í gegnum áfallið. „Ótrúlega margir höfðu samband við okkur og sögðu að þetta væri rétta nafnið á stofunni,“ segir Kolbrún. Bjarney, hefur þetta ekki mikla þýðingu fyrir þig? „Jú, að sjálfsögðu. Mjög mikla þýðingu. Þetta hefur það, vissulega,“ sagði Bjarney sem var það djúpt snortin yfir þessum heiðri að hún var því sem næst orðlaus. Gleym mér ei heldur sína árlegu minningarstund sem fer fram í safnaðarheimili Kópavogs klukkan 20:00. Landspítalinn Góðverk Sorg Tengdar fréttir „Ótrúlega gott fyrir fólk að sjá að lífið heldur áfram“ „Sorgin er ótrúlega erfið tilfinning, en líka ótrúlega falleg. Af því að við syrgjum ekki nema við höfum elskað,“ segir Bjarney Hrafnberg ljósmóðir en hún hefur fylgt óteljandi foreldrum í gegnum andvana fæðingu og stutt þau fyrstu skrefin út í lífið á ný. 23. desember 2023 09:01 Áttu von á tvíburum en komu heim með eitt barn Árið 2021 fengu Rúnar Örn Birgisson og Kolbrún Tómasdóttir að vita að þau ættu von á tvíburum. Ekkert gat búið þau undir áfallið sem þau áttu í vændum. Annar tvíburinn lést í móðurkviði og stuttu seinna kom í ljós að bróðir hans hafði orðið fyrir heilaskaða. 17. desember 2023 10:01 „Okkar leið til að heiðra minningu okkar barna og allra barnanna sem fengu ekki að lifa“ Berta Þórhalladóttir, Gréta Rut Bjarnadóttir og Hildur Grímsdóttir eru þrjár öflugar konur sem deila þeirri lífsreynslu að hafa misst barn. Nú í mars standa þær fyrir áskorun þar sem þær hvetja fólk til þess að hreyfa sig til styrktar samtökunum Gleym Mér Ei sem hafa reynst syrgjandi foreldrum dýrmæt á erfiðustu tímum lífsins. 10. mars 2023 13:59 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
Á alþjóðlegum minningardegi þeirra barna sem látist hafa á meðgöngu var opnuð nýinnréttuð stofa sem verður athvarf fyrir þá foreldra sem missa barn á meðgöngu. Guðlaug Erla Vilhjálmsdóttir, yfirljósmóðir á Kvennadeild segist vona að sem fæstir þurfi að nota stofuna. „En fyrir fólk sem eru í þeirri stöðu að hafa misst barn þá skiptir þetta miklu máli að hafa góða aðstöðu í staðinn fyrir að vera inni á pínulítilli fæðingastofu hérna frammi á gangi þar sem ekki er mikil aðstaða til að taka á móti aðstandendum og slíkt.“ Styrktarfélagið Gleym mér ei, sem er til stuðnings við foreldra sem missa á meðgöngu, bauðst til að innrétta stofuna. „Við höfum allar þurft að nýta okkur svona aðstöðu þannig að við hugsuðum strax að þetta þyrfti að vera rólegt og fallegt umhverfi þar sem þú getur verið því það eru margar fjölskyldur sem dvelja hérna jafnvel í þrjá til fjóra daga og það þarf að vera umhverfi sem tekur utan um fólkið. Ekki bara læknatæki. Okkur fannst nauðsynlegt að það yrði heimilislegt,“ segir Kolbrún Tómasdóttir, framkvæmdastjóri styrktarfélagsins Gleym mér ei. Styrktarfélagið Gleym mér ei, sem er til stuðnings við foreldra sem missa á meðgöngu, bauðst til að innrétta stofuna.Vísir/Bjarni Þessi huggulega stofa hefur fengið nafnið bjarneyjarstofa, í höfuðið á Bjarneyju Hrafnberg, ljósmóður, sem hefur tekið við erfiðum og andvana fæðingum í yfir þrjátíu ár og stutt ríkulega við foreldra í gegnum áfallið. „Ótrúlega margir höfðu samband við okkur og sögðu að þetta væri rétta nafnið á stofunni,“ segir Kolbrún. Bjarney, hefur þetta ekki mikla þýðingu fyrir þig? „Jú, að sjálfsögðu. Mjög mikla þýðingu. Þetta hefur það, vissulega,“ sagði Bjarney sem var það djúpt snortin yfir þessum heiðri að hún var því sem næst orðlaus. Gleym mér ei heldur sína árlegu minningarstund sem fer fram í safnaðarheimili Kópavogs klukkan 20:00.
Landspítalinn Góðverk Sorg Tengdar fréttir „Ótrúlega gott fyrir fólk að sjá að lífið heldur áfram“ „Sorgin er ótrúlega erfið tilfinning, en líka ótrúlega falleg. Af því að við syrgjum ekki nema við höfum elskað,“ segir Bjarney Hrafnberg ljósmóðir en hún hefur fylgt óteljandi foreldrum í gegnum andvana fæðingu og stutt þau fyrstu skrefin út í lífið á ný. 23. desember 2023 09:01 Áttu von á tvíburum en komu heim með eitt barn Árið 2021 fengu Rúnar Örn Birgisson og Kolbrún Tómasdóttir að vita að þau ættu von á tvíburum. Ekkert gat búið þau undir áfallið sem þau áttu í vændum. Annar tvíburinn lést í móðurkviði og stuttu seinna kom í ljós að bróðir hans hafði orðið fyrir heilaskaða. 17. desember 2023 10:01 „Okkar leið til að heiðra minningu okkar barna og allra barnanna sem fengu ekki að lifa“ Berta Þórhalladóttir, Gréta Rut Bjarnadóttir og Hildur Grímsdóttir eru þrjár öflugar konur sem deila þeirri lífsreynslu að hafa misst barn. Nú í mars standa þær fyrir áskorun þar sem þær hvetja fólk til þess að hreyfa sig til styrktar samtökunum Gleym Mér Ei sem hafa reynst syrgjandi foreldrum dýrmæt á erfiðustu tímum lífsins. 10. mars 2023 13:59 Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Fleiri fréttir Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Ógnaði fólki með barefli í bænum Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Klakastykki stórskemmdi bíl Áfram óvissustig á Austfjörðum en aflétt á Vesturlandi Ærandi þögn í Karphúsinu, fangaskipti og biðlistar sem lengjast Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Viðræður á viðkvæmu stigi og fjölmiðlafólki hent út Loðnuleitin skilaði enn lægri mælingu og engar veiðar ráðlagðar Annasamt hjá björgunarsveitum vegna ofsaveðurs Landsvirkjun leitar að gistingu á Suðurlandi Óskandi að hægt væri að ljúka deilunni í dag Nokkur krapaflóð fallið yfir vegi og óvissustig vegna flóðahættu Baráttukonur minnast Ólafar Töru Bæjarskrifstofur og heimili rýmd „Búið að vera mjög mikið að gera síðasta sólarhringinn“ Vatnsleki, fjúkandi þakplötur og ófærir ökumenn Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Stórir pollar leika bílstjóra grátt Hellisheiði opin á ný Vonskuveður framundan Gunnar Bragi starfsmaður Miðflokksins Um hundrað manns dvelja í Grindavík Snjóflóð féllu hjá Ólafsvík Sveitarfélögin samþykkja innanhússtillögu ríkissáttasemjara „Borgin átti að vita þetta fyrir löngu, löngu síðan“ Ólöf Tara Harðardóttir er látin Óveður í beinni, gímaldið og skemmdir eftir vatnstjón Hellisheiðin lokuð og óvissustig vegna snjóflóða Sjá meira
„Ótrúlega gott fyrir fólk að sjá að lífið heldur áfram“ „Sorgin er ótrúlega erfið tilfinning, en líka ótrúlega falleg. Af því að við syrgjum ekki nema við höfum elskað,“ segir Bjarney Hrafnberg ljósmóðir en hún hefur fylgt óteljandi foreldrum í gegnum andvana fæðingu og stutt þau fyrstu skrefin út í lífið á ný. 23. desember 2023 09:01
Áttu von á tvíburum en komu heim með eitt barn Árið 2021 fengu Rúnar Örn Birgisson og Kolbrún Tómasdóttir að vita að þau ættu von á tvíburum. Ekkert gat búið þau undir áfallið sem þau áttu í vændum. Annar tvíburinn lést í móðurkviði og stuttu seinna kom í ljós að bróðir hans hafði orðið fyrir heilaskaða. 17. desember 2023 10:01
„Okkar leið til að heiðra minningu okkar barna og allra barnanna sem fengu ekki að lifa“ Berta Þórhalladóttir, Gréta Rut Bjarnadóttir og Hildur Grímsdóttir eru þrjár öflugar konur sem deila þeirri lífsreynslu að hafa misst barn. Nú í mars standa þær fyrir áskorun þar sem þær hvetja fólk til þess að hreyfa sig til styrktar samtökunum Gleym Mér Ei sem hafa reynst syrgjandi foreldrum dýrmæt á erfiðustu tímum lífsins. 10. mars 2023 13:59