Innlent

Ó­vissa um þing­störfin og enn stefnir í kennaraverkfall

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
bylgjan-frettir_2024-Vísir-frétt-3x2@2x-100 1

Í hádegifréttum verður rætt við Birgi Ármannsson forseta Alþingis sem hitti Höllu Tómasdóttur forseta Íslands að Staðastað í morgun.

Birgir segir að óvissa ríki um áframhaldandi þingstörf en hann telur eðlilegast að Bjarna Benediktssyni verði veitt umboð til að leiða starfsstjórn fram að kosningum.

Þá heyrum við í Ragnhildi Helgadóttur lagaprófessor við Háskólann í Reykjavík sem útskýrir fyrir hlustendum hvað starfstjórn er.

Einnig tökum við fyrir stöðuna á kjaradeilu kennara sem hittu samninganefnd hins opinbera í Karphúsinu í morgun. Enn stefnir í verkfall hjá nokkrum grunn- og leikskólum.

Í íþróttafréttum verður leikurinn við Tyrki í gær gerður upp en þrátt fyrir óskabyrjun íslenska landsliðsins fór leikurinn illa að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×