Saka yfirvöld í Indlandi um ofbeldi og morð í Kanada Samúel Karl Ólason skrifar 15. október 2024 10:41 Justin Trudeau og Narendra Modi, forsætisráðherrar Kanada og Indlands á fundi G20 ríkjanna í Indlandi í fyrra. AP/Sean Kilpatrick Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, hefur sakað ríkisstjórn Indlands um aðild að glæpum, ofbeldi og morðum í Kanada. Hann sakaði Indverja um að hafa gert „grundvallar mistök“ og að aðgerðir þeirra væru alfarið óásættanlegar. „Ekkert ríki, og sérstaklega ekki lýðræðis- og réttarríki, getur sætt sig við svo alvarlegt brot á fullveldi þeirra,“ sagði Trudeau á blaðamannafundi í gær. Forsvarsmenn Riddaralögreglu Kanada opinberuðu í gær ásakanir gegn yfirvöldum í Indlandi um að standa að baki fjölmörgum ofbeldisverkum gegn síkum í Kanada. Þar á meðal höfðu verið framin morð og varaði æðsti leiðtogi riddaralögreglunnar að Indverjar ógnuðu öryggi almennings í Kanada. Beinast gegn síkum Meðal annars snúa ásakanirnar að morðinu á Hardeep Singh Nijjar í Bresku Kólumbíu í Kanada í fyrra. Hann kom að starfsemi samtaka sem kallast Síkar fyrir réttlæti en þau hafa barist fyrir sjálfstæði ríki síka í Punjab-héraði í Indlandi. Fyrr í gær höfðu yfirvöld í Kanada lýst því yfir að sex indverskum erindrekum yrði vísað úr landi. Var það til viðbótar við erindreka sem vísað var úr landi í fyrra, þegar fyrst var tilkynnt að sönnunargögn bentu til aðkomu yfirvalda í Indlandi að morðinu á Nijjar. Sjá einnig: Fækka erindrekum á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga síka Ásakanir gærdagsins í garð Indverja snúa ekki eingöngu að morðinu á Nijjar, heldur hafa Kanadamenn sakað Indverja um að standa að baki fleiri ofbeldisverkum og glæpum. Að indverskir erindrekar og mögulega njósnarar hefðu með ólöglegum hætti safnað upplýsingum um kanadíska ríkisborgara og komið þeim í hendur leiðtoga glæpasamtaka. Meðlimir þeirra hefðu í kjölfarið beitt umrædda kanadíska ríkisborgara ofbeldi eins og kúgunum eða myrt þá, samkvæmt Trudeau. Hann vildi ekki segja meira um aðkomu indverskra erindreka en sagði að væntanleg réttarhöld myndu varpa frekara ljósi á hana. Fram kemur í frétt Ríkisútvarps Kanada (CBC) að yfirvöld í Indlandi hafni þessum ásökunum og hafi rekið sex kanadíska erindreka úr landi. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa einnig sakað ríkisstjórn Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, um að koma að banatilræði gegn síka þar í landi en sá maður hefur starfað sem lögmaður síka fyrir réttlæti. Sjá einnig: Saka Indverja um banatilræði í Bandaríkjunum Mike Duhema, yfirmaður Riddaralögreglunnar, sagði í gær að miklum sönnunargögnum hefði verið safnað um aðkomu indverskra erindreka að glæpum í Kanada og enn væri verið að fremja þessa glæpi. Vel á tuttugu trúverðug tilfelli hefðu fundist þar sem Kanadabúum sem rekja uppruna sinn til Suður-Asíu hefði verið ógnað. Reynt var að deila þessum sönnunargögnum með forsvarsmönnum löggæsluembætta í Indlandi en það tókst ekki. Því fóru kanadískir erindrekar á fund ráðamanna í Indlandi um síðustu helgi og báðu þá um að svipta þá erindreka sem grunaðir eru um glæpi þeirri vernd sem þeir njóta sem erindrekar. Það var ekki samþykkt og vildi ríkisstjórn Indlands ekki starfa með yfirvöldum í Kanada, samkvæmt yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Kanada sem CBC vísar til. Kanada Indland Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira
„Ekkert ríki, og sérstaklega ekki lýðræðis- og réttarríki, getur sætt sig við svo alvarlegt brot á fullveldi þeirra,“ sagði Trudeau á blaðamannafundi í gær. Forsvarsmenn Riddaralögreglu Kanada opinberuðu í gær ásakanir gegn yfirvöldum í Indlandi um að standa að baki fjölmörgum ofbeldisverkum gegn síkum í Kanada. Þar á meðal höfðu verið framin morð og varaði æðsti leiðtogi riddaralögreglunnar að Indverjar ógnuðu öryggi almennings í Kanada. Beinast gegn síkum Meðal annars snúa ásakanirnar að morðinu á Hardeep Singh Nijjar í Bresku Kólumbíu í Kanada í fyrra. Hann kom að starfsemi samtaka sem kallast Síkar fyrir réttlæti en þau hafa barist fyrir sjálfstæði ríki síka í Punjab-héraði í Indlandi. Fyrr í gær höfðu yfirvöld í Kanada lýst því yfir að sex indverskum erindrekum yrði vísað úr landi. Var það til viðbótar við erindreka sem vísað var úr landi í fyrra, þegar fyrst var tilkynnt að sönnunargögn bentu til aðkomu yfirvalda í Indlandi að morðinu á Nijjar. Sjá einnig: Fækka erindrekum á Indlandi vegna deilna um dráp á leiðtoga síka Ásakanir gærdagsins í garð Indverja snúa ekki eingöngu að morðinu á Nijjar, heldur hafa Kanadamenn sakað Indverja um að standa að baki fleiri ofbeldisverkum og glæpum. Að indverskir erindrekar og mögulega njósnarar hefðu með ólöglegum hætti safnað upplýsingum um kanadíska ríkisborgara og komið þeim í hendur leiðtoga glæpasamtaka. Meðlimir þeirra hefðu í kjölfarið beitt umrædda kanadíska ríkisborgara ofbeldi eins og kúgunum eða myrt þá, samkvæmt Trudeau. Hann vildi ekki segja meira um aðkomu indverskra erindreka en sagði að væntanleg réttarhöld myndu varpa frekara ljósi á hana. Fram kemur í frétt Ríkisútvarps Kanada (CBC) að yfirvöld í Indlandi hafni þessum ásökunum og hafi rekið sex kanadíska erindreka úr landi. Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa einnig sakað ríkisstjórn Narendra Modi, forsætisráðherra Indlands, um að koma að banatilræði gegn síka þar í landi en sá maður hefur starfað sem lögmaður síka fyrir réttlæti. Sjá einnig: Saka Indverja um banatilræði í Bandaríkjunum Mike Duhema, yfirmaður Riddaralögreglunnar, sagði í gær að miklum sönnunargögnum hefði verið safnað um aðkomu indverskra erindreka að glæpum í Kanada og enn væri verið að fremja þessa glæpi. Vel á tuttugu trúverðug tilfelli hefðu fundist þar sem Kanadabúum sem rekja uppruna sinn til Suður-Asíu hefði verið ógnað. Reynt var að deila þessum sönnunargögnum með forsvarsmönnum löggæsluembætta í Indlandi en það tókst ekki. Því fóru kanadískir erindrekar á fund ráðamanna í Indlandi um síðustu helgi og báðu þá um að svipta þá erindreka sem grunaðir eru um glæpi þeirri vernd sem þeir njóta sem erindrekar. Það var ekki samþykkt og vildi ríkisstjórn Indlands ekki starfa með yfirvöldum í Kanada, samkvæmt yfirlýsingu frá utanríkisráðuneyti Kanada sem CBC vísar til.
Kanada Indland Mest lesið Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Ógnaði fólki með barefli í bænum Innlent Óttast að Evrópuför ríkisstjórnarinnar endi sem bjölluat Innlent Ólöf Tara Harðardóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Líf norsku stjórnarinnar hangir á bláþræði vegna fjórða orkupakkans Sjá meira