Starfslýsing kennarans Davíð Már Sigurðsson skrifar 17. október 2024 07:02 Hvað þýðir það að vera kennari? Þýðir það að vera kennari það sama og það gerði um aldamótin, hvað þá hálfa öld aftur í tímann. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að svo er ekki. Einhvern tímann í grárri forneskju voru kennara víst með sambærileg laun og alþingismenn svo það hefur að minnsta kosti breyst. Þessar breyttu aðstæður er eitthvað sem mér hefur ekki fundist fá vægi í umræðunni um skólamál. Þó hæstvirtur borgarstjóri láti það hljóma eins og að vilji kennara sé að verja minni tíma með nemendum sínum eða vera alltaf í veikindaleyfi, þá skautar hann framhjá ákveðnum lykilatriðum. Þegar umræddur kennari var í grunnskóla var öldin önnur, eða svo til. Þá voru færri foreldraviðtöl og foreldrafundir. Nemendur hófu nám í september og luku í maí, skóladagurinn var styttri, aðgengi foreldra að kennurum var minna. Einnig voru nemendahópar einsleitari og getuskipting var en til staðar. Tækninni hafði ekki ennþá fleygt fram af sama hraða og nú á dögum. Þá voru engir samfélgasmiðlar eða snjalltæki til að keppast við kennara um athygli í kennslustundum. Og engir tæknirisar með beinan hag af því að höggva niður athyglisgetu barna og unglinga, svo ekki sé minnst á foreldra þeirra. Ekki var búið að innleiða Skóla án aðgreiningar og það hafði ekkert fjármálahrun átt sér stað. Þessi listi er þó engan veginn tæmandi um þær breytingar sem hafa orðið í samfélaginu. Kennarastarfið hefur því þurft að breytast all nokkuð á þessum tíma. En með þessum breytingum koma líka aukin verkefni inn í starfslýsingu kennara. Það þýðir þó ekki að verkefnin sem áður lágu fyrir hverfi út í buskann. Þeim þarf áfram að sinna. Það liggur í augum uppi að ekki er hægt að hlaða og hlaða verkefnum og halda að það hafi engin áhrif. Þá þurfa þeir sem halda utan um krónurnar einfaldlega að spyrja sig. Hverju á að fórna og hverju á að viðhalda? Er það ekki þokkalega einföld hagfræði? Höfundur er grunnskólakennari og þjálfari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kennaraverkfall 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Mest lesið Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson Skoðun Píkudýrkun Kolbrún Bergþórsdóttir Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun CP félagið, er það til? Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingahernaður Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Isavia - þar sem sögur fara á flug Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Að ná sér Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Um menntun barnanna á Gaza Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar Skoðun Tilraun til 40 ára býður skipbrot - allir þegja Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvernig væri að Isavia setti viðskiptavini sína í forgang? Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Innviðaskuld Rúnar Vilhjálmsson skrifar Skoðun Ég vil fá boð í þessa veislu! Silja Björk Björnsdóttir skrifar Skoðun Mögnum markþjálfun til framtíðar Lella Erludóttir skrifar Skoðun Blekking Valkyrjanna Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Með utanríkisstefnu í molum – stefnir Ísland í stríð við Íran? Ingólfur Shahin skrifar Skoðun Harmleikurinn í Úkraínu: Svör við nokkrum spurningum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Forvitni er lykillinn að framtíðinni Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Tölum endilega um staðreyndir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ekki meira bull, takk! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Sjá meira
Hvað þýðir það að vera kennari? Þýðir það að vera kennari það sama og það gerði um aldamótin, hvað þá hálfa öld aftur í tímann. Ég ætla að leyfa mér að fullyrða að svo er ekki. Einhvern tímann í grárri forneskju voru kennara víst með sambærileg laun og alþingismenn svo það hefur að minnsta kosti breyst. Þessar breyttu aðstæður er eitthvað sem mér hefur ekki fundist fá vægi í umræðunni um skólamál. Þó hæstvirtur borgarstjóri láti það hljóma eins og að vilji kennara sé að verja minni tíma með nemendum sínum eða vera alltaf í veikindaleyfi, þá skautar hann framhjá ákveðnum lykilatriðum. Þegar umræddur kennari var í grunnskóla var öldin önnur, eða svo til. Þá voru færri foreldraviðtöl og foreldrafundir. Nemendur hófu nám í september og luku í maí, skóladagurinn var styttri, aðgengi foreldra að kennurum var minna. Einnig voru nemendahópar einsleitari og getuskipting var en til staðar. Tækninni hafði ekki ennþá fleygt fram af sama hraða og nú á dögum. Þá voru engir samfélgasmiðlar eða snjalltæki til að keppast við kennara um athygli í kennslustundum. Og engir tæknirisar með beinan hag af því að höggva niður athyglisgetu barna og unglinga, svo ekki sé minnst á foreldra þeirra. Ekki var búið að innleiða Skóla án aðgreiningar og það hafði ekkert fjármálahrun átt sér stað. Þessi listi er þó engan veginn tæmandi um þær breytingar sem hafa orðið í samfélaginu. Kennarastarfið hefur því þurft að breytast all nokkuð á þessum tíma. En með þessum breytingum koma líka aukin verkefni inn í starfslýsingu kennara. Það þýðir þó ekki að verkefnin sem áður lágu fyrir hverfi út í buskann. Þeim þarf áfram að sinna. Það liggur í augum uppi að ekki er hægt að hlaða og hlaða verkefnum og halda að það hafi engin áhrif. Þá þurfa þeir sem halda utan um krónurnar einfaldlega að spyrja sig. Hverju á að fórna og hverju á að viðhalda? Er það ekki þokkalega einföld hagfræði? Höfundur er grunnskólakennari og þjálfari.
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun
Skoðun Gervigreind: Ísland má ekki dragast aftur úr í keppninni um framtíðina Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Verður ársins 2025 minnst fyrir efndir kosningaloforða í málefnuum eldra fólks? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz skrifar
Skoðun Er skilorðsbundin refsing hér við hæfi? Hvaða skilaboð sendir þessi dómur? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Um eflingu rannsóknainnviða ferðaþjónustunnar Gunnar Þór Jóhannesson,Guðrún Þóra Gunnarsdóttir,Magnús Haukur Ásgeirsson,Edward H. Huijbens skrifar
Fortune 500 forstjórar heillaðir af „hybrid“. Hvað með nýju ríkisstjórnina? Tómas Hilmar Ragnarz Skoðun