Handbolti

Allt varð vit­laust í hand­bolta­leik: Einn bitinn og hrækt á þjálfara

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Spánverjinn Jorge Maqueda fékk rautt spjald fyrir það að bíta mótherja sinn í toppslagnum í pólska handboltanum.
Spánverjinn Jorge Maqueda fékk rautt spjald fyrir það að bíta mótherja sinn í toppslagnum í pólska handboltanum. Getty/Alex Davidson

Það varð hreinlega allt vitlaust í stórleik pólska handboltans á milli Wisla Plock og Industria Kielce í gær.

Wisla Plock vann leikinn á endanum með fjögurra marka mun 29-25, og minnkaði forskot Kielce á toppnum í þrjú stig.

Kielce var lengi mikið Íslendingalið en landsliðsmaðurinn Haukur Þrastarson yfirgaf félagið í sumar.

Það gekk mikið á í íþróttahúsi Plock manna í þessum mikilvæga leik. Það var hart tekist á í leiknum en dómararnir sendu alls 21 leikmann í tveggja mínútna refsingu auk þess að reka einn leikmann af velli með rautt spjald.

Í leiknum leit út fyrir að Spánverjinn Jorge Maqueda hjá Kielce hafði bitið Mirsad Terzić, Bosníumanninn hjá Wisla Plock. Maqueda fékk rautt og blátt spjald eftir að dómararnir skoðuðu myndband af atvikinu sem má sjá hér fyrir neðan.

Lætin voru ekki búinn í leikslok því báðir þjálfarar voru mjög ósáttir með hvorn annan eftir leikinn.

Xavi Sabate, þjálfari Wisla Plock, sagði á blaðamannafundi að kollegi sinn hjá Kielce, Talant Dujshebaev, hafi hrækt á sig og það fyrir framan eftirlitsdómarann.

Kielce sendi síðan frá sér yfirlýsingu þar sem Dujshebaev sagði umræddan Sabate hafa kallað sig „helvítis Kínverja“.

Kielce hélt því líka fram að stuðningsmenn Plock hafi notað ósmekklegt og klúrt orðbragð í átt að leikmönnum liðsins allan leikinn. Þar kom líka fram að um ljótan rasisma hafi verið að ræða.

Meðal þeirra leikmanna sem sögðu frá því voru franski hornamaðurinn Dylan Nahi og pólska skyttan Tomasz Gebala.

Hér fyrir neðan má sjá myndband frá blaðamannafundinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×