Handbolti

Eyja­menn sigu fram úr í lokin

Siggeir Ævarsson skrifar
Dagur Arnarsson var annar af tveimur Eyjamönnum sem skoruðu sex mörk í kvöld.
Dagur Arnarsson var annar af tveimur Eyjamönnum sem skoruðu sex mörk í kvöld. Vísir/Vilhelm

ÍBV tók á móti Haukum í Olís-deild karla í kvöld þar sem Eyjamenn fóru að lokum með 32-29 sigur af hólmi.

Eftir jafnan fyrri hálfleik þá snérist allt á sveif með heimamönnum í lokin. Staðan í hálfleik 14-15 en gestirnir náðu upp fjögurra marka forskoti snemma í leiknum, 8-12.

Eyjamenn unnu sig hægt en örugglega inn í leikinn eftir það, komust yfir í 17-16 og slitu sig síðan frá Valsmönnum jafnt og þétt. Lokatölur í Vestmannaeyjum eins og áður sagði 32-29 en heimamenn náðu nokkrum sinnum að koma muninum í fjögur mörk í seinni hálfleik.

Dagur Arnarsson var markahæstur í liði ÍBV með sex mörk en þeir Kári Kristján Kristjánsson og Andri Erlingsson bættu báðir við fimm mörkum hvor. Peter Jokanovic var traustur í marki ÍBV og varði 17 skot.

Hjá gestum var Skarphéðinn Ívar Einarsson markahæstur með sjö mörk en þeir Andri Fannar Elísson og Birkir Snær Steinarsson skoruðu báðir fjögur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×