Innherji

Ekki meira inn­flæði í ríkis­verð­bréf í sjö mánuði með kaupum er­lendra sjóða

Hörður Ægisson skrifar
Eign erlendra fjárfesta á ríkisverðbréfum nemur núna um hundrað milljörðum og hefur ekki verið meiri frá því snemma árs 2019.
Eign erlendra fjárfesta á ríkisverðbréfum nemur núna um hundrað milljörðum og hefur ekki verið meiri frá því snemma árs 2019.

Eftir að erlendir fjárfestar höfðu verið nettó seljendur á ríkisverðbréfum á undanförnum mánuði varð talsverður viðsnúningur í september þegar þeir fjárfestu fyrir samtals nærri sjö milljarða króna, einkum í lengri skuldabréfum. Allt útlit er fyrir að kaup sjóðanna hafi haldið áfram í þessum mánuði og átt sinn þátt í skarpri gengisstyrkingu krónunnar.


Tengdar fréttir

Á von á meiri erlendri fjárfestingu í ríkis­bréf ef vaxta­munurinn „þrengist ekki“

Þrátt fyrir tugmilljarða innflæði fjármagns í íslensk ríkisskuldabréf síðustu mánuði þá hefði mátt reikna með að það yrði enn meira frá því að vaxtahækkunarferli Seðlabankans hófst, að sögn aðalhagfræðings Kviku banka, en fá dæmi eru um vestræn ríki þar sem skuldabréfafjárfestar geta komist í jafn háa vexti. Ef vaxtamunur Íslands við útlönd minnkar ekki að ráði er líklegt að fjárfesting erlendra sjóða í ríkisbréfum hér á landi, sem er umtalsvert minni borið saman við önnur þróuð hagkerfi, muni halda áfram að aukast.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×