Heyrn er mannréttindi Kristbjörg Pálsdóttir skrifar 10. október 2024 15:32 Íslenska ríkið hefur í gegnum tíðina ekki horft á heyrnarheilsu sem part af heilbrigðiskerfinu sem styðja þarf við. Gerir það í illri nauðsyn, eins lítið og það kemst upp með. Norðurlöndin sem og flest önnur Evrópuríki niðurgreiða heyrnartæki að lang stærstu eða öllu leiti, hvort sem farið er á opinbera stofnun eða til einkafyrirtækja. Einkafyrirtækin eru með samninga við heilbrigðiskerfin um úthlutun og eftirfylgd með heyrnartækjum. Sérhæfðari tilfelli eins og börn, kuðungsígræðsluþegar og aðrar þyngri heyrnarskerðingar eru inni á heyrnardeildum sjúkrahúsa, sumstaðar einnig einfaldari tilfellin.. Löndin eiga það þó sameiginlegt að kostnaður einstaklingsins er hverfandi fyrir þau hjálpartæki sem hann þarf. Hvort sem það eru heyrnartæki, göngugrindur, gervilimir, hjálpartæki fyrir blinda eða önnur hjálpatæki fyrir athafnir daglegs lífs. En hér á Íslandi þar sem málaflokkurinn er settur í eina litla ríkisstofnun sem á að sinna öllum en hefur ekki bolmagn til að sinna nema fáum vegna fjárskorts. Hér á Íslandi er kökunni ekki jafnt skipt þegar heyrnarskerðing er borin saman við aðrar fatlanir og/eða hamlanir. Oftar en ekki er niðurgreiðsla annara hjálpartækja, en fyrir heyrn, 100% og jafnvel viðgerðir á þeim. Það á ekki við um heyrnartæki. Mörg dæmi er um að fólk spari notkun heyrnartækja því þau eru svo dýr og þau eru svo hrædd um að týna þeim. Hugsið ykkur ef fólk sparaði notkun blindrastafa, gervifóta eða göngugrinda því þetta er svo dýr búnaður! Heyrnarskertir í Evrópuríkjum þurfa ekki að spyrja sig „hef ég efni á því að heyra og taka þátt í samfélaginu; í vinnu, í skólanum, í félagsstörfum“. Það þurfa fullorðnir Íslendingar svo sannarlega að gera. Það eru ekki allt yngra fólk sem á foreldra sem geta aðstoðað við að greiða heyrnartæki þeirra og annan hjálparbúnaðinn til að stunda skóla. Hér á landi hefur fólk þurft að greiða stærri og stærri hluta af ráðstöfunartekjum í heyrnartæki þar sem niðurgreiðslan er föst, fyrir stærsta hópinn, og ekki endurskoðuð með tilliti verðlagsþróunar. Fleiri og fleiri neita sér um heyrnartæki og annan búnað vegna kostnaðar. Hér áður fyrr dugði niðurgreiðsla fyrir a.m.k.. ódýrustu heyrnartækjunum, eins og staðan var 2003 þegar niðurgreiðslan var 28.000 á hvort eyra. Í dag er dugar 60.000 kr. niðurgreiðslan ekki einu sinni fyrir helmingnum af verði ódýrustu tækjanna, langt frá því. Þá er ekki talinn með sá auka búnaður sem auðveldað getur lífið þeirra verr settu og aukið atvinnuþátttöku þeirra. Þeir sem eru mjög illa heyrandi, og uppfylla ákveðin hörð skilyrði fá 80% niðurgreiðslu en þurfa samt að reiða fram fleiri tugi þúsunda fyrir heyrnartæki. Þeir allra verst settu geta svo, að uppfylltum skilyrðum, fengið kuðungsígræðslu. En þá þurfa þeir að greiða 200% meira fyrir utanáliggjandi búnaðinn þó aðgerðin sjálf sé greidd af ríkinu. Auk þess, í mörgum tilfellum, fleiri tugi þúsunda fyrir ýmsa varahluti og/eða viðgerðir. Sumir eru jafnvel svo lánssamir að hafa tvö tæki og þá tvöfaldast kostnaðurinn. Taka skal fram að þeir sem eru með kuðungsígræðslutæki heyra ekkert án þeirra. Síðast en ekki síst eru þeir sem heyra bara á öðru eyra. Ef þeir eru svo heppnir að heyra nægilega vel á hinu eyranu þá fá þeir enga niðurgreiðslu þrátt fyrir að til sé tækni sem getur létt þeim lífið. Það er víst, samkvæmt íslenska ríkinu, alveg nóg að heyra bara öðru megin. Þessu verður að breyta. Íslenska ríkið þarf að niðurgreiða heyrnartæki í samræmi við önnur hjálpartæki. Þjóðin getur ekki beðið mikið lengur. Heyrnarskertir eru jafngildir þegnar í samfélaginu og aðrir. Það eru sjálfsögð mannréttindi að fá að heyra. Höfundur er heyrnarfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun Skoðun Skoðun Hagsmunahallinn Breki Karlsson skrifar Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun 85 milljarðar króna? – segðu okkur meira Elfar Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Takk Vökudeild (nýburagjörgæslan) Guðmunda G Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flóra er ekki fjölbreytni.... Starri Heiðmarsson skrifar Skoðun Rautt kjöt: Goðsagnir og vanþekking Rajan Parrikar skrifar Skoðun Almannafé til stjórnmálasamtaka Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Trump, trans og eitt titrandi smáblóm… Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Aðrar hliðar við að koma í heiminn Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Auðmjúkur forstjóri Isavia tekst á við forðunarhegðun Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Spörum í starfsmannakostnaði ríkisins Leifur Örn Leifsson skrifar Skoðun Áróður í boði SFS Elvar Friðriksson skrifar Skoðun Styrkir til Flokks fólksins Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Erum við að borða nóg af rauðu kjöti? Aron Skúlason ,Hildur Leonardsdóttir skrifar Skoðun Aukum virðingu Alþingis, hættum þessum sandkassaleik! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Tré og flugvélar Jón Hörður Jónsson skrifar Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Konungar markaðarins Eiríkur Ingi Magnússon skrifar Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson skrifar Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis skrifar Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Viltu koma að kenna? Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Hugmynd af barnum árið 2005 Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Yfir 3000 íbúðir á næstu árum Bragi Bjarnason skrifar Sjá meira
Íslenska ríkið hefur í gegnum tíðina ekki horft á heyrnarheilsu sem part af heilbrigðiskerfinu sem styðja þarf við. Gerir það í illri nauðsyn, eins lítið og það kemst upp með. Norðurlöndin sem og flest önnur Evrópuríki niðurgreiða heyrnartæki að lang stærstu eða öllu leiti, hvort sem farið er á opinbera stofnun eða til einkafyrirtækja. Einkafyrirtækin eru með samninga við heilbrigðiskerfin um úthlutun og eftirfylgd með heyrnartækjum. Sérhæfðari tilfelli eins og börn, kuðungsígræðsluþegar og aðrar þyngri heyrnarskerðingar eru inni á heyrnardeildum sjúkrahúsa, sumstaðar einnig einfaldari tilfellin.. Löndin eiga það þó sameiginlegt að kostnaður einstaklingsins er hverfandi fyrir þau hjálpartæki sem hann þarf. Hvort sem það eru heyrnartæki, göngugrindur, gervilimir, hjálpartæki fyrir blinda eða önnur hjálpatæki fyrir athafnir daglegs lífs. En hér á Íslandi þar sem málaflokkurinn er settur í eina litla ríkisstofnun sem á að sinna öllum en hefur ekki bolmagn til að sinna nema fáum vegna fjárskorts. Hér á Íslandi er kökunni ekki jafnt skipt þegar heyrnarskerðing er borin saman við aðrar fatlanir og/eða hamlanir. Oftar en ekki er niðurgreiðsla annara hjálpartækja, en fyrir heyrn, 100% og jafnvel viðgerðir á þeim. Það á ekki við um heyrnartæki. Mörg dæmi er um að fólk spari notkun heyrnartækja því þau eru svo dýr og þau eru svo hrædd um að týna þeim. Hugsið ykkur ef fólk sparaði notkun blindrastafa, gervifóta eða göngugrinda því þetta er svo dýr búnaður! Heyrnarskertir í Evrópuríkjum þurfa ekki að spyrja sig „hef ég efni á því að heyra og taka þátt í samfélaginu; í vinnu, í skólanum, í félagsstörfum“. Það þurfa fullorðnir Íslendingar svo sannarlega að gera. Það eru ekki allt yngra fólk sem á foreldra sem geta aðstoðað við að greiða heyrnartæki þeirra og annan hjálparbúnaðinn til að stunda skóla. Hér á landi hefur fólk þurft að greiða stærri og stærri hluta af ráðstöfunartekjum í heyrnartæki þar sem niðurgreiðslan er föst, fyrir stærsta hópinn, og ekki endurskoðuð með tilliti verðlagsþróunar. Fleiri og fleiri neita sér um heyrnartæki og annan búnað vegna kostnaðar. Hér áður fyrr dugði niðurgreiðsla fyrir a.m.k.. ódýrustu heyrnartækjunum, eins og staðan var 2003 þegar niðurgreiðslan var 28.000 á hvort eyra. Í dag er dugar 60.000 kr. niðurgreiðslan ekki einu sinni fyrir helmingnum af verði ódýrustu tækjanna, langt frá því. Þá er ekki talinn með sá auka búnaður sem auðveldað getur lífið þeirra verr settu og aukið atvinnuþátttöku þeirra. Þeir sem eru mjög illa heyrandi, og uppfylla ákveðin hörð skilyrði fá 80% niðurgreiðslu en þurfa samt að reiða fram fleiri tugi þúsunda fyrir heyrnartæki. Þeir allra verst settu geta svo, að uppfylltum skilyrðum, fengið kuðungsígræðslu. En þá þurfa þeir að greiða 200% meira fyrir utanáliggjandi búnaðinn þó aðgerðin sjálf sé greidd af ríkinu. Auk þess, í mörgum tilfellum, fleiri tugi þúsunda fyrir ýmsa varahluti og/eða viðgerðir. Sumir eru jafnvel svo lánssamir að hafa tvö tæki og þá tvöfaldast kostnaðurinn. Taka skal fram að þeir sem eru með kuðungsígræðslutæki heyra ekkert án þeirra. Síðast en ekki síst eru þeir sem heyra bara á öðru eyra. Ef þeir eru svo heppnir að heyra nægilega vel á hinu eyranu þá fá þeir enga niðurgreiðslu þrátt fyrir að til sé tækni sem getur létt þeim lífið. Það er víst, samkvæmt íslenska ríkinu, alveg nóg að heyra bara öðru megin. Þessu verður að breyta. Íslenska ríkið þarf að niðurgreiða heyrnartæki í samræmi við önnur hjálpartæki. Þjóðin getur ekki beðið mikið lengur. Heyrnarskertir eru jafngildir þegnar í samfélaginu og aðrir. Það eru sjálfsögð mannréttindi að fá að heyra. Höfundur er heyrnarfræðingur.
Skoðun Hvað unga fólkið á Íslandi ætti að vera að læra í vetur – og hlutverk gervigreindar í kennslustofunni Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Fátækt er eins og ryksuga sem sogar upp peninginn þinn, frítíma og sjálfstraust Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um menntun, farsæld og stuðning við börnin okkar Ása Lind Finnbogadóttir skrifar