Er ekki bara best að hætta þessu bulli og kjósa? Óli Valur Pétursson skrifar 10. október 2024 12:33 Ég fagna ályktun hreyfingarinnar (áður þekkt sem Vinstrihreyfingin grænt framboð) að slíta stjórnarsamstarfinu og boða til kosninga í vor. Ég var hluti að ályktun sem að miðstjórn Ungs jafnaðarfólks sendi frá sér, þar sem kallað var eftir kosningum í apríl síðastliðnum þegar að fyrrum forsætisráðherra ákvað að hoppa frá borði og fara frekar í forsetaframboð. Ekki hefur verið fallið frá þeirri kröfu. Þó að ég fagni ályktun hreyfingarinnar þá er greinilegt að hún hafi verið geld á landsfundi. Að segja „æskilegt sé að boða til kosninga í vor“ er ekki loforð um kosningar heldur gylliboð fyrir fólkið í landinu sem að á skilið og þráir breytingar. Þjóðin gæti því setið uppi með óstarfhæfa ríkisstjórn fram í september á næsta ári. Traust ríkisstjórnarinnar hefur aldrei verið minna og liggur við að landsfundur hreyfingarinnar hafi verið ákveðin púðurtunna inn í stjórnarsamstarfið. Ástandið var eldfimt fyrir en dagana eftir landsfund eru stjórnarflokkarnir lítið búnir að gera annað en að grafa djúpar skotgrafir og kenna hvort öðru um slæmt gengi ríkisstjórnarinnar. Á meðan að ríkistjórnarflokkarnir rífast blæðir heimilum landsmanna út. Ríkisstjórnarsamstarfið sem virðist hanga saman á frasanum „það eru mikilvægir málaflokkar sem þarf að vinna að“. GUÐ BLESSI ÍSLAND! Ríkisstjórnin hefur ekki getað sinnt mikilvægum málaflokkum í sjö ár og er að öllum líkindum ekki að fara ná að vinna saman í dauðateygjunum. Ríkisstjórnarsamstarfið er löngu komið á leiðarenda og æskilegt að boða sem fyrst til kosninga. Fólkið í landinu á betra skilið. Höfundur situr í framkvæmdarstjórn Ungs jafnaðarfólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Samfylkingin Vinstri græn Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Mest lesið Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson skrifar Skoðun Bókhaldsbrellur blekkja dómstóla Björn Thorsteinsson skrifar Skoðun Sorg barna - leit að merkingu Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Öðruvísi, fordæmd, útskúfuð en einnig ósigrandi Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Til varnar leiðindum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Strætó fær sérakrein á Kringlumýrarbraut Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vinnum saman, stígum fram og göngum í takt Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson skrifar Skoðun Holur í malbiki og tannlækningar Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Geðheilsuskatturinn Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir skrifar Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason skrifar Skoðun Er húmanismi komin úr tísku? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Við þurfum þjóðarstefnu Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Fögnum umræðunni um skólamál Hjördís B. Gestsdóttir skrifar Skoðun Ný ríkisstjórn, traust og athygli Guðmundur F. Magnússon skrifar Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson skrifar Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar Skoðun Húsnæði er forsenda bata Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Ég fagna ályktun hreyfingarinnar (áður þekkt sem Vinstrihreyfingin grænt framboð) að slíta stjórnarsamstarfinu og boða til kosninga í vor. Ég var hluti að ályktun sem að miðstjórn Ungs jafnaðarfólks sendi frá sér, þar sem kallað var eftir kosningum í apríl síðastliðnum þegar að fyrrum forsætisráðherra ákvað að hoppa frá borði og fara frekar í forsetaframboð. Ekki hefur verið fallið frá þeirri kröfu. Þó að ég fagni ályktun hreyfingarinnar þá er greinilegt að hún hafi verið geld á landsfundi. Að segja „æskilegt sé að boða til kosninga í vor“ er ekki loforð um kosningar heldur gylliboð fyrir fólkið í landinu sem að á skilið og þráir breytingar. Þjóðin gæti því setið uppi með óstarfhæfa ríkisstjórn fram í september á næsta ári. Traust ríkisstjórnarinnar hefur aldrei verið minna og liggur við að landsfundur hreyfingarinnar hafi verið ákveðin púðurtunna inn í stjórnarsamstarfið. Ástandið var eldfimt fyrir en dagana eftir landsfund eru stjórnarflokkarnir lítið búnir að gera annað en að grafa djúpar skotgrafir og kenna hvort öðru um slæmt gengi ríkisstjórnarinnar. Á meðan að ríkistjórnarflokkarnir rífast blæðir heimilum landsmanna út. Ríkisstjórnarsamstarfið sem virðist hanga saman á frasanum „það eru mikilvægir málaflokkar sem þarf að vinna að“. GUÐ BLESSI ÍSLAND! Ríkisstjórnin hefur ekki getað sinnt mikilvægum málaflokkum í sjö ár og er að öllum líkindum ekki að fara ná að vinna saman í dauðateygjunum. Ríkisstjórnarsamstarfið er löngu komið á leiðarenda og æskilegt að boða sem fyrst til kosninga. Fólkið í landinu á betra skilið. Höfundur situr í framkvæmdarstjórn Ungs jafnaðarfólks.
Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir skrifar
Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Samtrygging verkalýðshreyfingar og samtaka atvinnulífsins í eftirlaunasjóðum launafólks Kári Jónsson skrifar