Innlent

Stefna á að opna sund­laugar í Reykja­vík í fyrra­málið

Lovísa Arnardóttir skrifar
Stefnt er að því að opna laugar í Reykjavík í fyrramálið.
Stefnt er að því að opna laugar í Reykjavík í fyrramálið. Vísir/Arnar

Nesjavallavirkjun er nú aftur komin ì fulla framleiðslu en enn er verið að greina orsök bilunarinnar. Samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg og Kópavogi búast þau við því að geta opnað allar sundlaugar aftur í fyrramálið. Ekki liggur fyrir hvort önnur sveitarfélög opni líka. 

Í tilkynningu frá borginni kemur fram að samkvæmt upplýsingum frá Veitum er virkjunin komin aftur í fulla framleiðslu. Enn sé verið að greina orsök bilunarinnar en vonast sé til að skerðingum og tilmælum um að spara vatnið verði aflétt snemma í fyrramálið.

„Starfsfólk Reykjavíkurborgar er í startholunum með að hefja undirbúning fyrir opnun sundlauganna á miðnætti í samráði við Veitur, og er búist við að hægt verði að opna laugarnar á hefðbundnum tíma í fyrramálið.“

Í tilkynningu frá Kópavogsbæ kemur fram að þau búist við því að opna á hefðbundnum tíma. 

Fréttin hefur verið uppfærð. 


Tengdar fréttir

Öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu lokað

Öllum sundlaugum á höfuðborgarsvæðinu hefur verið lokað vegna bilunar í Nesjavallavirkjun Orku náttúrunnar í morgun. Óvíst er hvenær hægt verður að opna á nýjan leik. Þá hafa gervigrasvellir borgarinnar sem hitaðir eru með heitu vatni verið settir á lægstu stillingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×